Áætlun um ferðamennsku á hálendinu Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun