Endurskoðum fyrirkomulag opinberra ráðninga 3. september 2010 06:00 Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun