Ábyrgðarleysi og kyrrstaða Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 6. september 2010 06:00 Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar