Ábyrgðarleysi og kyrrstaða Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 6. september 2010 06:00 Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun