Þróttmikil Norðurlönd – aflvana Ísland Þórður Friðjónsson skrifar 8. september 2010 06:00 Tímaritið Newsweek gerði nýlega úttekt á 100 löndum með það að markmiði að velja bestu hagkerfi í heimi (Newsweek, 23.-30. ágúst, 2010). Valið byggði á að finna þau lönd sem veittu bestu tækifærin til að lifa heilsusamlegu og öruggu lífi; nokkurs konar mælikvarði á lífsgæði og tækifæri einstaklingsins til að njóta þeirra. Þegar litið er yfir lista tíu efstu landa fer ekki milli mála að Norðurlöndin skara fram úr. Finnland trónir á toppnum, Svíþjóð er í 3. sæti, Noregur í 6. sæti og Danmörk í 10. sæti. Vafalaust hefði Ísland skipað virðulegan sess meðal þessara þjóða, ef hrunið hefði ekki átt sér stað, enda hefur landið um langt árabil margoft verið ofarlega á svipuðum listum. Velferðarkerfi og markaðsbúskapurÍslenska hagkerfið ber öll megin-einkenni norræna efnahagslíkansins. Hér á landi er oftast bent á velferðarkerfið og málaflokka sem tengjast því, að norrænni fyrirmynd. Sjaldnar er talað um að Norðurlöndin byggja í raun á tveimur stoðum, annars vegar á velferðarkerfinu og hins vegar á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem er aflvélin sem knýr áfram velferðarkerfið. Ísland virðist ekki komið eins langt í þessum efnum og umræddar frændþjóðir. Til marks um það eru mikil pólitísk afskipti sem tíðum leiða til sérlausna af ýmsu tagi - og jafnvel upptöku samninga sem gerðir hafa verið í góðri trú. Það er t.a.m ekki einleikið hversu mörg mál enda á borði ráðherra og festast þar í lengri eða skemmri tíma. Magma er nærtækt dæmi sem og Helguvíkurverkefnið. Þá er afskaplega óheppilegt hversu það hefur dregist að aflétta þeirri óvissu sem sjávarútvegurinn býr við vegna endurskoðunar kvótakerfisins. Agaður markaðsbúskapur getur ekki grundvallast á sérlausnum sem ráðast af duttlungum ráðamanna á hverjum tíma heldur byggist hann á skýrum og stöðugum leikreglum. Þessi sjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð hér á landi, samanber nýja úttekt OECD meðal 48 landa á takmörkunum á erlendri fjárfestingu. Aðeins Kína telst búa við meiri takmarkanir en Ísland. Hin Norðurlöndin eru hins vegar öll meðal þeirra landa sem búa við minnstar takmarkanir að þessu leyti og ekki kemur á óvart að Finnland, á toppi lista Newsweek, er opnast Norðurlanda fyrir erlendri fjárfestingu. Almennar lausnir – virkjum markaðinnOrkugeirinn getur orðið aflvaki hagvaxtar á Íslandi á næstu árum, en þó ekki án aðkomu erlends fjármagns. Í Fréttablaðinu í sl. viku benti ég á fordæmi Norðurlandanna. Þau hafa sætt sjónarmið þeirra sem álíta að hið opinbera eigi að hafa tögl og hagldir við nýtingu auðlinda og hinna sem telja nauðsynlegt að sækjast eftir áhættufjármagni einkaaðila. Ákvörðun um að hafna alfarið þátttöku einkaaðila yrði í reynd ákvörðun um annaðhvort að skuldsetja að óþörfu fyrirtæki í eigu hins opinbera eða hægja verulega á uppbyggingu atvinnulífsins. Mjög er hvatt til þess að lífeyrissjóðir fjárfesti með peningum almennings í fyrirtækjum, semji um einstök verkefni beint við stjórnvöld og taki þátt í ýmsum verkefnum.Þetta er góðra gjalda vert, ef rétt er að málum staðið. Hins vegar telja sumir að almenningur kunni ekki fótum sínum forráð í í fjárfestingum í fyrirtækjum. Fyrst eigi einhverjir snillingar, stórfjárfestar, að fá fyrirtækin og umbreyta þeim - og síðar megi hleypa almenningi að þegar verðmæti fyrirtækjanna hefur aukist. Þessu er gjarnan haldið fram í nafni umhyggjusemi fyrir almenningi. Þetta eru vægast sagt vafasöm rök, ekki síst úr röðum þeirra sem fyrir eru að höndla með fjármuni almennings. Hagsmunum almennings er ekki best borgið með slíkri forræðishyggju. Þvert á móti er honum þannig neitað um hlutdeild í ágóðanum sem fylgir endurreisn efnahagslífsins. Ekki er síður alvarlegt að þessar úrtöluraddir hefta aðgang fyrirtækja að fjármagni og draga að óþörfu þróttinn úr starfsemi þeirra.Hverfa þarf sem fyrst af þessari braut sérlausna og pólitískra afskipta. Það er alveg ljóst að núverandi skipulag og vinnulag mun ekki færa okkur bætt lífskjör og stöðu meðal þeirra þjóða sem standa sig best á sviði efnahagsmála. Við þurfum því sem fyrst að virkja markaðinn með svipuðum hætti og hin Norðurlöndin hafa gert með góðum árangri og reka hér á landi öflugan markaðsbúskap eins og þar er gert. Bestu hagkerfi í heimi verða ekki byggð á sérlausnum heldur markaðslausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Tímaritið Newsweek gerði nýlega úttekt á 100 löndum með það að markmiði að velja bestu hagkerfi í heimi (Newsweek, 23.-30. ágúst, 2010). Valið byggði á að finna þau lönd sem veittu bestu tækifærin til að lifa heilsusamlegu og öruggu lífi; nokkurs konar mælikvarði á lífsgæði og tækifæri einstaklingsins til að njóta þeirra. Þegar litið er yfir lista tíu efstu landa fer ekki milli mála að Norðurlöndin skara fram úr. Finnland trónir á toppnum, Svíþjóð er í 3. sæti, Noregur í 6. sæti og Danmörk í 10. sæti. Vafalaust hefði Ísland skipað virðulegan sess meðal þessara þjóða, ef hrunið hefði ekki átt sér stað, enda hefur landið um langt árabil margoft verið ofarlega á svipuðum listum. Velferðarkerfi og markaðsbúskapurÍslenska hagkerfið ber öll megin-einkenni norræna efnahagslíkansins. Hér á landi er oftast bent á velferðarkerfið og málaflokka sem tengjast því, að norrænni fyrirmynd. Sjaldnar er talað um að Norðurlöndin byggja í raun á tveimur stoðum, annars vegar á velferðarkerfinu og hins vegar á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem er aflvélin sem knýr áfram velferðarkerfið. Ísland virðist ekki komið eins langt í þessum efnum og umræddar frændþjóðir. Til marks um það eru mikil pólitísk afskipti sem tíðum leiða til sérlausna af ýmsu tagi - og jafnvel upptöku samninga sem gerðir hafa verið í góðri trú. Það er t.a.m ekki einleikið hversu mörg mál enda á borði ráðherra og festast þar í lengri eða skemmri tíma. Magma er nærtækt dæmi sem og Helguvíkurverkefnið. Þá er afskaplega óheppilegt hversu það hefur dregist að aflétta þeirri óvissu sem sjávarútvegurinn býr við vegna endurskoðunar kvótakerfisins. Agaður markaðsbúskapur getur ekki grundvallast á sérlausnum sem ráðast af duttlungum ráðamanna á hverjum tíma heldur byggist hann á skýrum og stöðugum leikreglum. Þessi sjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð hér á landi, samanber nýja úttekt OECD meðal 48 landa á takmörkunum á erlendri fjárfestingu. Aðeins Kína telst búa við meiri takmarkanir en Ísland. Hin Norðurlöndin eru hins vegar öll meðal þeirra landa sem búa við minnstar takmarkanir að þessu leyti og ekki kemur á óvart að Finnland, á toppi lista Newsweek, er opnast Norðurlanda fyrir erlendri fjárfestingu. Almennar lausnir – virkjum markaðinnOrkugeirinn getur orðið aflvaki hagvaxtar á Íslandi á næstu árum, en þó ekki án aðkomu erlends fjármagns. Í Fréttablaðinu í sl. viku benti ég á fordæmi Norðurlandanna. Þau hafa sætt sjónarmið þeirra sem álíta að hið opinbera eigi að hafa tögl og hagldir við nýtingu auðlinda og hinna sem telja nauðsynlegt að sækjast eftir áhættufjármagni einkaaðila. Ákvörðun um að hafna alfarið þátttöku einkaaðila yrði í reynd ákvörðun um annaðhvort að skuldsetja að óþörfu fyrirtæki í eigu hins opinbera eða hægja verulega á uppbyggingu atvinnulífsins. Mjög er hvatt til þess að lífeyrissjóðir fjárfesti með peningum almennings í fyrirtækjum, semji um einstök verkefni beint við stjórnvöld og taki þátt í ýmsum verkefnum.Þetta er góðra gjalda vert, ef rétt er að málum staðið. Hins vegar telja sumir að almenningur kunni ekki fótum sínum forráð í í fjárfestingum í fyrirtækjum. Fyrst eigi einhverjir snillingar, stórfjárfestar, að fá fyrirtækin og umbreyta þeim - og síðar megi hleypa almenningi að þegar verðmæti fyrirtækjanna hefur aukist. Þessu er gjarnan haldið fram í nafni umhyggjusemi fyrir almenningi. Þetta eru vægast sagt vafasöm rök, ekki síst úr röðum þeirra sem fyrir eru að höndla með fjármuni almennings. Hagsmunum almennings er ekki best borgið með slíkri forræðishyggju. Þvert á móti er honum þannig neitað um hlutdeild í ágóðanum sem fylgir endurreisn efnahagslífsins. Ekki er síður alvarlegt að þessar úrtöluraddir hefta aðgang fyrirtækja að fjármagni og draga að óþörfu þróttinn úr starfsemi þeirra.Hverfa þarf sem fyrst af þessari braut sérlausna og pólitískra afskipta. Það er alveg ljóst að núverandi skipulag og vinnulag mun ekki færa okkur bætt lífskjör og stöðu meðal þeirra þjóða sem standa sig best á sviði efnahagsmála. Við þurfum því sem fyrst að virkja markaðinn með svipuðum hætti og hin Norðurlöndin hafa gert með góðum árangri og reka hér á landi öflugan markaðsbúskap eins og þar er gert. Bestu hagkerfi í heimi verða ekki byggð á sérlausnum heldur markaðslausnum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun