Fleiri fréttir

Mannréttindamál mega ekki týnast

Efnahagskreppan sem nú skekur heiminn allan setur víða mark sitt. Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem kynnt var í vikunni kemur fram að í efnahagsþrengingum eins og nú ríkja sé hætta á að mannréttindabrotum fjölgi. Á sama tíma sé mannréttindamálum nú skipað aftar á forgangslista og hljóti jafnvel minni athygli en áður vegna hinnar miklu athygli sem beinist að efnahagsmálum.

Nýsköpun til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um nýsköpun skrifar

Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn.

Einn af sex hundruð?

Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Virðist á köflum að hver sá sem hér sækir um hæli sé sendur í opinn dauðann og oft fullyrt að einn af 600 hælisleitendum sem hingað hafi komið síðustu ár hafi fengið landvist. Er ánægjulegt að leiðrétta þetta í stuttu máli.

Grundvallarspurningu svarað

svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Þetta er sögulegur dagur, sagði Össur Skarphéðinsson þegar hann kynnti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var jú í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram af ríkisstjórn og eðlilegt framhald af kosningaumræðunni, þegar í fyrsta sinn var rætt af einhverri alvöru um að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Nú stefnir í að til viðræðnanna verði gengið og mun þá fást niðurstaða í það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í samningum til að verja helstu hagsmuni þjóðarinnar.

Svefnrof

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann.

Stúdentaráð blekkir stúdenta

Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí.

Myntbandalög nær og fjær

Þorvaldur Gylfason skrifar

Alþingi mun bráðlega fjalla um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og búist til að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Margt bendir til, að meiri hluti Alþingis sé hlynntur tillögunni. Reynist það rétt, hafa mikil umskipti átt sér stað. Allar götur síðan mælingar hófust fyrir um tuttugu árum hafa skoðanakannanir yfirleitt bent til, að meiri hluti þjóðarinnar væri hlynntur aðild Íslands að ESB, en Alþingi var andvígt aðild.

Er ábyrgðin heimilanna?

Haraldur L. Haraldsson skrifar

Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um að heimilin hafi sýnt óráðsíu í lántökum undanfarin misseri og beri því að axla sínar byrðar vegna þess. Þegar rýnt er í tölur varðandi lán íslenska þjóðarbúsins má lesa úr þeim ýmsar upplýsingar. Síðastliðin fjögur ár hafa erlendar skuldir aukist verulega og langt umfram það sem þjóðarbúið getur borið. Hver er hlutur heimila í þessum lántökum?

Landkynning

Dr. Gunni skrifar

Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru.

Dómur sögunnar

Jón Kaldal skrifar

Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma.

Grípum ekki til skammgóðs vermis

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar.

Málsvörn framsóknarmanna

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dóttur bæjarstjórans Gunnar I. Birgissonar. Fjölmiðlar hafa gert málinu skil og dregið fram atriði sem krefjast skýringar.

Verja verður grunnskólann

Viðtekið er að menntun sé besta leiðin til að breyta heiminum,“ segir Christoffer Taxell sem fer fyrir nefnd alþjóðlegra sérfræðinga sem skipuð var í ársbyrjun um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Í tillögum nefndarinnar er hvatt til þess að viðhaldið verði fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, ekki síst á grunnskólastigi þar sem grunnur er lagður að allri annarri menntun.

„Alcoa mútar embættismönnum…“

Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni.

Allt með kossi vekur

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar.

Jafnvægi og takmörk

Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár.

Hugleiðing um leikdóm

Ég gekk hlæjandi inní útrýmingarbúðirnar og kom mér hlæjandi fyrir undir sturtuhausnum í gasklefanum, það var geðveikt fyndið, ég var ein á meðal annarra og ég blés á dauðann. Enda kem ég frá Íslandi, landi hinna góðhjörtuðu sem fótgangandi og án raforku draga vagn hinna ríku og hafa af því hreinan unað - af því - lífið er fyrst og fremst fyndið.

Þáttaskil

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í vikunni urðu þáttaskil í umgengni valdhafa við íslenska peningafursta þegar gjört var heyrinkunnugt að tiltekinn fjöldi þeirra hefði fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á svokölluðum kaupum Mohammeds Bin Khalifa Al-Thani á 25 milljarða króna hlut í Kaupþingi.

Harmar hlutinn sinn

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Mikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöðum kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrningarleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna“ en ríflegur þingmeirihluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldis­tímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerfisins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórnmálamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágreiningsefni. Þar til nú.

Uppsprettu-hátíðin

Gerður Kristný skrifar

Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum.

Viðskiptasiðferðið

Jón Kaldal skrifar

Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum.

Dansmærin og súlan

Þorvaldur Gylfason. skrifar

Þau ár, þegar Norðurleiðarrútan var átta eða tíu tíma á leiðinni frá Reykjavík norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir yfir Öxnadal brostu við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas. Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla?

Hvað segir sagan?

Baldur Þórhallsson skrifar

Alþingi hefur í þrígang samþykkt, að undangengnum hörðum deilum, þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Í ljósi komandi atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðildarumsókn að ESB er fróðlegt að fara yfir hvernig atkvæði féllu um aðild að EFTA, EES og Schengen.

Vonin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stefnuræða forsætisráðherra í byrjun þessarar viku gaf fáum tilefni til bjartsýni um vorkomu og gróanda í þjóðarbúskapnum. Samtöl forystumanna vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina voru annars eðlis. Þau eru vísir að nýrri von.

Vill ESB upptökuleiðina?

Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi.

Sársaukafull tilfærsla á valdi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjárfesta sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið eru veðköll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið er verður líkast til komið óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Landsbanki og Íslandsbanki hafa farið í gegn um þau mál.

Ríkisstjórn jafnaðar?

Sverrir Jakobsson skrifar

Hinn 1. febrúar sl. var í fyrsta sinn í sögu Íslands skipuð ríkisstjórn þar sem fjöldi karla og kvenna var jafn, fimm konur og fimm karlar. Ríkisstjórnin reyndist enda svo vinsæl að eftir þingkosningar 25. apríl sl. var hún orðin meirihlutastjórn. Því miður urðu úrslit stólaleiksins eftir kosningar þau að ráðherrum var fjölgað og af einhverjum ástæðum þurfti að finna sæti handa fleiri karlmönnum en konum, þannig að núna eru sjö ráðherrar karlar en fimm konur. Þetta verða að teljast nokkur vonbrigði.

Þar skall hurð nærri hælum

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætis­ráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári?

2012 tækifæri…

Ingi Bogi Bogason skrifar um iðn- og tæknimenntun Að undanförnu hafa Samtök iðnaðarins birt auglýsingar þar sem óskað er eftir vel menntuðu fólki til fjölda starfa eftir þrjú ár. Árið 2012 verður íslenskt samfélag á hraðri leið úr öldudalnum. Þá verður mikil eftirspurn eftir vel menntuðu fólki í áliðnaði, byggingar­iðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Þess vegna er ástæða fyrir ungt fólk að íhuga vel námsval sitt, einmitt nú, vorið 2009.

Ólíku saman að jafna

Auðunn Arnórsson skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varaði við því í þingsetningarræðu sinni á föstudag að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti orðið efniviður í svo alvarlegan ágreining að hún gæti skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Vísaði hann þar til þess hvernig á liðnum áratugum „ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum". Því þurfi „öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir".

Hver á að bæta fæðiskostnaðinn?

Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverfis- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslendinga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu áratugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju.

Einföld leið út úr kvótakerfinu

Jón Kristjánsson skrifar um sjávarútvegsmál Stjórn fiskveiða með því að ákveða fyrir fram hve mikið skuli veiða af hverri tegund, kvótakerfið, hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, þ.e. að auka afrakstur fiskstofna. Eftir aldar fjórðungs tilraun er þorskafli í sögulegu lágmarki og vöxtur fiskanna er lélegri en nokkru sinni fyrr. Menn greinir á um hvers vegna þetta sé, Hafrannsókn kennir um ofveiði, að ekki hafi verið farið hárfínt eftir ráðleggingum þeirra. Aðrir vilja meina að þær líffræðilegu forsendur sem lagðar voru til grundvallar hafi ekki staðist. Þegar dregið var úr veiðum dró úr vexti einstaklinganna. Næg fæða var ekki fyrir hendi til að standa undir stærri stofni.

Auður Íslands

Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnuvegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breytingar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niður­skurður veiðiheimilda og tilflutningur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggðir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fallvötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborgarsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð.

Lófafylli af fyrirheitum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við horfðum á Evróvisjón og á eftir fóru krakkarnir út á töfrastaðinn sem er skammt frá og komu til baka með fjögurra laufa smára, fimm laufa smára - og ein hafði meira að segja fundið sex laufa smára.

Óttinn við lýðræðið

Haraldur Flosi Tryggvason og Kristín Pétursdóttir skrifa um Evr­ópumál Fjölmargir eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu kæmi landi og þjóð vel. Þá eru aðrir þeirrar skoðunar að Evrópusambandsaðild komi Íslandi og Íslendingum illa. Langflestir í þessum hópum eru jafnframt þeirrar skoðunar að lýðræðisfyrirkomulagið sé það fyrirkomulag sem best hentar íslensku samfélagi. Iðulega er þetta fólk sammála um að leggja beri samning um aðild að Evrópusambandinu í dóm þjóðarinnar.

Aftur til ársins 2007

Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Verði frumvarp til nauðasamninga Teymis samþykkt mun eiga sér stað alvarlegur markaðsbrestur á einum mikilvægasta samkeppnismarkaði landsins, fjarskiptamarkaði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skuldir Teymis, Vodafone, Kögunar, Skýrr og fleiri dóttur­félaga verði skrifaðar niður um 30 milljarða króna og ekki verði byrjað að greiða afborganir af þeim lánum sem eftir standa fyrr en á árinu 2011.

Fylgifiskurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sviptingarleið ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum er sett fram í nafni réttlætisins. Hvernig má vera að ráðstöfun undir slíku formerki sé efnahagslega hættuleg eins og fullyrt er? Allir hljóta að viðurkenna að efnahagslegur ávinningur sem ekki byggir á réttlátum leikreglum er óverjanlegur.

Samningsstaða og samningsmarkmið

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Nýlega kom út bókin Inni eða úti? eftir Auðun Arnórsson. Þetta er lítil bók um mikið efni: Hvernig á litla Ísland að semja um aðild við hið stóra Evrópusamband? Umræðuefnið er þessi dægrin á hvers manns vörum. Þessi litla bók á því brýnt erindi við alla Íslendinga, sem á annað borð kæra sig ekki kollótta um framtíð sína og sinna.

Stýrivextir og stjórnvöld

Már Wolfgang Mixa skrifar

Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera.

Dagsatt rugl

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer.

Skattar og foreldrar

Jón Kaldal skrifar

Flest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við.

Sjá næstu 50 greinar