Vill ESB upptökuleiðina? 22. maí 2009 06:00 Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarútvegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvallaratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarnir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiskistofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegsmálum ESB ágætlega í grein í Fréttablaðinu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur". Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarútveg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki". Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinnur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arðbærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkisstjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking" sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun