„Alcoa mútar embættismönnum…“ 26. maí 2009 06:00 Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun