Einn af sex hundruð? 30. maí 2009 05:00 Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Virðist á köflum að hver sá sem hér sækir um hæli sé sendur í opinn dauðann og oft fullyrt að einn af 600 hælisleitendum sem hingað hafi komið síðustu ár hafi fengið landvist. Er ánægjulegt að leiðrétta þetta í stuttu máli. 577 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi á árunum 1996-2007. Af þeim drógu 150 umsóknir sínar til baka, eða létu sig hverfa áður en tekin var ákvörðun í málum þeirra. Er varla við stjórnvöld að sakast í þeim efnum. 200 í viðbót voru sendir til annarra Evrópuríkja, flestir þar sem þeir höfðu þegar sótt um hæli annars staðar, en sumir vegna þess að önnur ríki tóku samkvæmt Dublinarreglunum ábyrgð á að fjalla um hælisbeiðnir þeirra um leið og þau ákváðu að veita þeim dvalarleyfi eða landgöngu inn á Schengen-svæðið. Átti meirihluti þessa hóps að baki hælisbeiðnir á hinum Norðurlöndunum. Hvað sem líður einstökum atriðum í Dublinarreglunum og aðstæðum í einstökum Evrópuríkjum er hér að miklum meirihluta um að ræða mál sem sammæli hlýtur að vera um að skuli lokið í þeim ríkjum þar sem til þeirra er stofnað. Af þeim 227 sem sótt hafa um hæli og fengið efnisákvörðun um sína hælisbeiðni hér á landi á þessum tíma fengu 62 leyfi til að dveljast á Íslandi en 165 var synjað. Aðeins tveir af þessum 62 hafa fengið stöðu pólitísks flóttamanns, enda er skilgreining flóttamannasamnings SÞ, sem byggt er á í lögum um útlendinga, mjög þröng. Samningurinn veitir þó fleirum vernd en þeim og það sama gildir um íslensk lög. Frá sjónarhóli þess sem þarf á vernd að halda frá ofsóknum eða hörmungum í heimaríki sínu skiptir þessi munur litlu og er rétt að hafa í huga að enginn þeirra sextíu sem fengið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi hefur þurft að yfirgefa Ísland. Í norrænum rétti hefur þróunin undanfarið verið í þá átt að fjalla um alla þá sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda í einu lagi, án tillits til þessa greinarmunar. Það má deila um það hvort þetta hlutfall – 73% synjanir á móti 27% jákvæðra niðurstaðna – sé eðlilegt. Í reynd hlýtur það hver útkoman verður þó að ráðast af þeim málum sem fjallað er um hverju sinni. Það hefur sín áhrif á þetta hlutfall að nokkur hluti hælisleitenda á Íslandi ber upp hælisbeiðni án þess að hafa fyrirfram ætlað sér að sækja um hæli. Þar er um að ræða einstaklinga sem hafa ætlað sér að komast ólöglega til Bandaríkjanna eða Kanada en eru stöðvaðir í Keflavík þegar í ljós kemur að skilríki þeirra eru fölsuð. Að undanförnu hefur hlutfall þeirra sem fá hæli eða dvalarleyfi hér á landi hækkað og skýrist það af því að stærri hópur hælisleitenda en áður kemur frá löndum þar sem miklir erfiðleikar eru. Í ríkjum ESB er, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, 77% umsókna synjað á fyrsta stigi (síðasti ársfjórðungur 2008). Þessir 62 einstaklingar eru þó ekki þeir einu sem hér hefur verið leyft að setjast að vegna aðstæðna í heimaríki. Ísland hefur í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ tekið á móti ríflega 200 flóttamönnum á síðustu tíu árum. Ólíku er þó saman að jafna hve miklu færri flóttamenn og hælisleitendur koma til Íslands en flestra landa sem við berum okkur saman við. Miklu skiptir að vandað sé til verka við meðferð hælismála enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þá er mikilvægt að málsmeðferð sé hraðað eins og unnt er. Að undanförnu hefur tekist að vinna niður þann fjölda sem bíður niðurstöðu yfirvalda og er nú svo komið að innan við tíu einstaklingar bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar í hælismálum en voru rúmlega fjörutíu í fyrrasumar. Það skiptir líka máli að opinber umræða um þessi mál sé málefnaleg en byggi ekki á innistæðulausum ásökunum, sem gjarnan eru settar fram í tengslum við umfjöllun um mál einstakra hælisleitenda. Höfundur var síðasta ár settur forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Virðist á köflum að hver sá sem hér sækir um hæli sé sendur í opinn dauðann og oft fullyrt að einn af 600 hælisleitendum sem hingað hafi komið síðustu ár hafi fengið landvist. Er ánægjulegt að leiðrétta þetta í stuttu máli. 577 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi á árunum 1996-2007. Af þeim drógu 150 umsóknir sínar til baka, eða létu sig hverfa áður en tekin var ákvörðun í málum þeirra. Er varla við stjórnvöld að sakast í þeim efnum. 200 í viðbót voru sendir til annarra Evrópuríkja, flestir þar sem þeir höfðu þegar sótt um hæli annars staðar, en sumir vegna þess að önnur ríki tóku samkvæmt Dublinarreglunum ábyrgð á að fjalla um hælisbeiðnir þeirra um leið og þau ákváðu að veita þeim dvalarleyfi eða landgöngu inn á Schengen-svæðið. Átti meirihluti þessa hóps að baki hælisbeiðnir á hinum Norðurlöndunum. Hvað sem líður einstökum atriðum í Dublinarreglunum og aðstæðum í einstökum Evrópuríkjum er hér að miklum meirihluta um að ræða mál sem sammæli hlýtur að vera um að skuli lokið í þeim ríkjum þar sem til þeirra er stofnað. Af þeim 227 sem sótt hafa um hæli og fengið efnisákvörðun um sína hælisbeiðni hér á landi á þessum tíma fengu 62 leyfi til að dveljast á Íslandi en 165 var synjað. Aðeins tveir af þessum 62 hafa fengið stöðu pólitísks flóttamanns, enda er skilgreining flóttamannasamnings SÞ, sem byggt er á í lögum um útlendinga, mjög þröng. Samningurinn veitir þó fleirum vernd en þeim og það sama gildir um íslensk lög. Frá sjónarhóli þess sem þarf á vernd að halda frá ofsóknum eða hörmungum í heimaríki sínu skiptir þessi munur litlu og er rétt að hafa í huga að enginn þeirra sextíu sem fengið hafa dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi hefur þurft að yfirgefa Ísland. Í norrænum rétti hefur þróunin undanfarið verið í þá átt að fjalla um alla þá sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda í einu lagi, án tillits til þessa greinarmunar. Það má deila um það hvort þetta hlutfall – 73% synjanir á móti 27% jákvæðra niðurstaðna – sé eðlilegt. Í reynd hlýtur það hver útkoman verður þó að ráðast af þeim málum sem fjallað er um hverju sinni. Það hefur sín áhrif á þetta hlutfall að nokkur hluti hælisleitenda á Íslandi ber upp hælisbeiðni án þess að hafa fyrirfram ætlað sér að sækja um hæli. Þar er um að ræða einstaklinga sem hafa ætlað sér að komast ólöglega til Bandaríkjanna eða Kanada en eru stöðvaðir í Keflavík þegar í ljós kemur að skilríki þeirra eru fölsuð. Að undanförnu hefur hlutfall þeirra sem fá hæli eða dvalarleyfi hér á landi hækkað og skýrist það af því að stærri hópur hælisleitenda en áður kemur frá löndum þar sem miklir erfiðleikar eru. Í ríkjum ESB er, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, 77% umsókna synjað á fyrsta stigi (síðasti ársfjórðungur 2008). Þessir 62 einstaklingar eru þó ekki þeir einu sem hér hefur verið leyft að setjast að vegna aðstæðna í heimaríki. Ísland hefur í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ tekið á móti ríflega 200 flóttamönnum á síðustu tíu árum. Ólíku er þó saman að jafna hve miklu færri flóttamenn og hælisleitendur koma til Íslands en flestra landa sem við berum okkur saman við. Miklu skiptir að vandað sé til verka við meðferð hælismála enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þá er mikilvægt að málsmeðferð sé hraðað eins og unnt er. Að undanförnu hefur tekist að vinna niður þann fjölda sem bíður niðurstöðu yfirvalda og er nú svo komið að innan við tíu einstaklingar bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar í hælismálum en voru rúmlega fjörutíu í fyrrasumar. Það skiptir líka máli að opinber umræða um þessi mál sé málefnaleg en byggi ekki á innistæðulausum ásökunum, sem gjarnan eru settar fram í tengslum við umfjöllun um mál einstakra hælisleitenda. Höfundur var síðasta ár settur forstjóri Útlendingastofnunar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun