Fleiri fréttir

Tuðland

Dr. Gunni skrifar

Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni.

Verkefnin eru ærin í 100 daga áætluninni

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást.

Bréf til Svavars

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig.

Nýtt samningaþóf

Þorsteinn Pálsson skrifar

Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kaflaskil í stjórnmálasögunni.

Gulur, rauður, grænn og blár

Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum.

Vinstri stjórn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er engan veginn auðvelt eða sjálfsagt mál fyrir VG og Samfylkingu að mynda saman ríkisstjórn: flokkarnir hafa í grundvallaratriðum andstæðar skoðanir í Evrópumálum og foringjar beggja flokkanna þurfa að geta staðið frammi fyrir sínu fólki og varið þá leið sem farin var. Úr mörgu þarf að greiða.

Ný stjórn VR og staðan í dag

Birgir Már Guðmundsson skrifar

Málefni VR Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar breytingar í félaginu sem átti meðal annars að felast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna.

Er ekkert að óttast?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Í Fréttablaðinu þann 1. maí sl. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 firrur um Evrópusambandið, sem ýmsir frambjóðendur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesendur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virkilega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið?

Vorhreingerningin

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu.

Átök um Evrópu

Á lýðveldistímanum hafa verið útkljáðar tvær stórorrustur um Evrópumál. Andstæðar fylkingar hafa tekist á með stílvopninu um hvernig samskiptum við Evrópu skuli háttað. Fyrsta orrustan snerist um aðildina að EFTA. Þá heyrðust raddir sem fullyrtu að EFTA-aðild myndi grafa undan sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar; þess yrði ekki langt að bíða að Ísland yrði „ofurseldur útnári Evrópu“.

Ísland í meðferð

Þorvaldur Gylfason skrifar

Engum er minnkun að því að leggjast inn á Vog, öðru nær. Margir Íslendingar hafa kosið að fara í meðferð, sem hefur skilað álitlegum hópi manna góðum og varanlegum árangri. Margir fara að sönnu of seint af stað, draga það of lengi gegn ítrekuðum áskorunum aðstandenda og lækna. Vandinn hneigist til að ágerast um afneitunartímann. En þegar menn horfast loksins í augu við sjálfa sig, ástvini sína og aðra og leggjast inn, vaknar von um að sigrast á vandanum. Þá ríður á samheldni, trausti og úthaldi: að þrauka, þreyja Þorrann, gefast ekki upp.

Góð fjárfesting

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört.

Biðin langa

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti.

Enn er kallað á veglega lækkun vaxta

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag.

Háskaleg blekking

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Útrás og einangrun

Sverrir Jakobsson skrifar

Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont. Það lýsir sér í því að þeir sem vilja upphefja land og þjóð telja okkur hátt yfir aðrar þjóðir hafnar, nema þá einna helst stórþjóðir. Ekki þarf að leita langt eftir dæmum. Fyrir fáeinum misserum ályktaði t.d. Viðskiptaráð að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum". Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga. Núna ættu aðrar þjóðir að læra bissness af okkur en við þyrftum svo sannarlega ekkert að læra af þeim. Á bak við orðræðuhefð útrásarinnar var þó áratugagömul hugmyndaleg ræktun íslensku minnimáttarkenndarinnar sem birtist til skiptis í vesældómi og vantrú á eigin getu á milli þess sem hún brýst út í monti og ofmati á eigin hæfileikum.

Í Stjórnarráðinu

Bergsteinn Sigurðsson. skrifar

Jóhanna feykir upp dyrunum og drífur sig óðamála inn. „Hæ, Steingrímur. Fyrirgefðu hvað ég er sein, var stoppuð af fréttamönnum frammi." Steingrímur svarar án þesss að líta upp úr dagblaðinu. „Ekkert mál, ekki eins og okkur liggi á. Hvað sagðirðu þeim annars?" Jóhanna hengir rauða jakkann upp á snaga. „Bara það sama og síðast, að okkur þokaði vel áfram í stjórnarmyndunarviðræðum en ég gæti ekkert gefið upp fyrr en endanlega niðurstaða lægi fyrir. Og svo minnti ég þá á að það er ennþá starfandi ríkisstjórn."

Óþörf óvissa

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum með skýru þingræðislegu umboði. Nú hefur hún fengið umboð fólksins í kosningum með sögulegum sigri VG og góðri kosningu Samfylkingarinnar. Hvers vegna þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma nú í samninga um stjórnarmyndun?

Eigendavald hvað?

Jón Kaldal skrifar

Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum.

Ellefu firrur um Evruland

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Öllum þessum frambjóðendum tókst að fara í gegnum kosningabaráttuna án þess að upplýsa þjóðina um hvað hún skuldaði mikið; án þess að segja henni frá neyðarfjárlögum með niðurskurði og skattahækkunum; og án þess að þorri kjósenda hafi grænan grun um yfirvofandi bankahrun ríkisbanka, sem eru klyfjaðir ónýtum lánasöfnum.

Nú er lið að Neytendastofu

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð.

Á hverjum bitnar niðurskurðurinn?

Að loknum kosningum kemur oft tímabil pólitískrar eyðu, svokallaðir hveitibrauðsdagar, þar sem stjórnvöld hafa meira rými til að koma stefnumálum í framkvæmd en ella án þess að verða fyrir mikilli gagnrýni. Ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram er ljóst að slíkir frídagar verða ekki í boði, bæði vegna þess að þetta er framhald núverandi stjórnar og vegna þess að á óvissutímum sem þessum er ekki hægt að bjóða upp á leyfi frá pólitíkinni og lausnum. Flokkarnir ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa, sem er vel ef þeir ætla að komast að góðri niðurstöðu um stjórnarsáttmálann. Hins vegar getur þjóðin ekki beðið í margar vikur með hálfstarfandi ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Þorvaldur Gylfason skrifar

Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist vera í réttum farvegi, þótt miklir erfiðleikar steðji enn að mörgum heimilum og fyrirtækjum af völdum bankahrunsins.

Samfylkingin og Evrópusambandið

Ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar fóru mikinn í Evrópuumræðunni í nýliðinni kosningabaráttu. Sögðu þeir Íslendinga bókstaflega verða að ganga í Evrópusambandið sem allra fyrst. Annars yrði hér allsherjar efnahagshrun, stórfelldur fyrirtækja- og fólksflótti og viðvarandi svartnætti. Íslendingar ættu ekkert val. Þessir talsmenn Samfylkingarinnar byggja afstöðu sína á bölskoðun á íslensku efnahagslífi og brennandi trú á Evrópusambandinu sem fátt virðist geta haggað. Jafnframt hafa þessir sömu talsmenn sagt að tafarlaus undirbúningur að aðild að Evrópusambandinu sé skilyrði í stjórnarsamstarfi við aðra flokka. Sumir þessarra talsmanna bæta því samt við að þeir séu ekkert endilega að leggja til að Ísland gangi í ESB - þeir séu bara að berjast fyrir því að Íslendingar sæki um og semji um aðild að ESB til að gá og sjá hvað við fáum í svona samingi. Þjóðin geti svo tekið afstöðu til samningsins.

Lady Gaga

Dr.Gunni skrifar

Alveg var mér sama um áhrif ofbeldistölvuleikja og rassadillandi söngglyðra á ungmenni áður en ég eignaðist sjálfur börn. Ég hefði líklega talið það bölvað kerlingavæl ef umræða um þetta hefði orðið á vegi mínum.

Er umræðunni lokið?

Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt róttækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúkleikamerki eða vitnisburður um lýðræðishalla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niðurstöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslendingar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarðanatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni.

1978 eða 1994?

Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir.

Þankar á lágu plani um ESB

Mikið vildi ég að Björgvin Halldórsson væri meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það vantar nefnilega talsvert grúv í þessa gerilsneyddu pólitísku veröld. Það vantar töffara með kjark sem þarf ekki vandræðagang um völundarhús lýðræðisins til þess að koma málum á braut beins lýðræðis.

Vegna tilboðs til hluthafa Exista

Nýlega sendum við bræður þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Í ljósi skrifa og ummæla, sem fallið hafa í kjölfarið, viljum við að skýrt komi fram að það er ekki markmið okkar að komast yfir hluti annarra hluthafa í Exista. Yfirtökutilboð eignarhaldsfélags okkar, BBR ehf., er til komið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar í Exista. Hér er ekki um innlausn að ræða og við munum hvorki hvetja né letja aðra hluthafa til þess að taka tilboðinu.

Fortíðarvandi nýju bankanna

Mestur hluti útlána íslenzku bankanna í lok september 2008 var fjármagnaður með erlendum lánum. Bankarnir voru því milliliðir erlendra fagfjárfesta og lántakenda innanlands og utan. Í septemberlok voru almenn innlán í krónum um 1.300 milljarðar eða um 8,4% af 14.000 milljarða heildarskuldum bankanna. Þar af voru innlendar skuldir liðlega 3500 milljarðar og erlendar skuldir rúmir 10.300 milljarðar.

Áskorun sem ekki má víkjast undan

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs varð meirihlutastjórn í kosningunum á laugardag.

Mannvænt á höfuðborgarsvæðinu

Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði.

Með vor í brjósti

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Nú þegar úrslit alþingiskosninga liggja fyrir má vel taka undir með þeim sem sagði að einsleitnin á löggjafarsamkomunni væri á undanhaldi. Meðal nýrra þingmanna eru skáld og rithöfundar, hagfræðingar, þjóðfræðingur, skipulagsfræðingur, markaðsfræðingur, dýralæknir, bóndi, skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk. Ég hefði vel getað hugsað mér iðnaðarmenn í þessum hópi, til dæmis húsasmíðameistara eða múrarameistara. Menn sem eru að gera hlutina, ekki markaðssetja þá, tala um þá eða skrifa um þá, þó að það sé að sjálfsögðu bæði gott og gagnlegt.

Ertu kannski módel?

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móðirin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru.

Um þetta var kosið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Evrópusambandið er borð að sitja við; það er vettvangur þar sem málum er ráðið - það er hugsunarháttur þar sem hver og einn lærir að taka tillit til annarra þegar reynt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Vinstri-, jafnréttis- og ESB-sigur

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Vinstri sveiflan á laugardag kom ekki á óvart, þó hún væri aðeins minni en spár gerðu ráð fyrir. Það sem einna helst kom á óvart var hve sterkur Framsóknar­flokkurinn var þrátt fyrir allt. Sá flokkur klárlega sigraði skoðanakannanirnar, þó hann hafi ekki átt stærsta kosningasigurinn.

Pigeon aux petits pois

Gerður Kristný skrifar

Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi.

Atvinnutruflarar

Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis.

Erfið og óvinsæl verkefni framundan

Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út.

Ríkisstjórn á réttri leið

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili.

Af launaþróun og skattpíningu

Karólína Einarsdóttir skrifar

Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn af launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað átjánfalt í launum á meðan lægstu launin hafa aðeins hækkað um rúman þriðjung. Þessar niðurstöður eru í besta falli ólíðandi en um leið sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.

Í upphafi skyldi endinn skoða

Um daginn sagði Fréttablaðið frá því, að í mars hefðu þrír fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) farið til Japan að ræða við Mitsubishi um frestun á afhendingu 5 vélasamstæða, vegna tafa Norðuráls í Helguvík. Óskað var eftir frestun um 9 til 20 mánuði á afgreiðslu véla, sem átti að afgreiða á árunum 2010 til 2011. Fyrir tæpu ári kostuðu vélarnar 14 miljarða, sem í dag er hátt í 30 miljarða.

Sjá næstu 50 greinar