Auður Íslands 18. maí 2009 06:00 Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnuvegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breytingar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niðurskurður veiðiheimilda og tilflutningur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggðir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fallvötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborgarsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð. Nú er hinsvegar komið það hljóð í strokkinn að landsbyggðin vill og þarf á öllum sínum möguleikum að halda. Því segjum við Þingeyingar að við ætlum að nýta orku okkar landshluta til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Það sama hafa Austfirðingar gert og sjá vildi ég það sama í auknum mæli á Suðurlandi og í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Allir þekkja uppbygginguna á Hvalfjarðarströnd og Vestfirðingar eiga sóknarfæri í því að treysta raforkuframleiðslu sína og rafmagnsöryggi. Á Norðurlandi vestra eru möguleikar að framleiða rafmagn og sjálfsagt væri að nýta það rafmagn sem nú er framleitt í Blönduvirkjun til að styrkja heimabyggðina þar sem á þarf að halda. Meðan ríkir íslenskir bankar lánuðu til fjárfestinga í útlöndum sem fuku í vindinn var Byggðastofnun að lána til innlendrar atvinnuuppbyggingar, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og nýsköpun sem skapar gjaldeyri og veitir vinnu. Eins hefur stofnunin aukið lánveitingar sínar til landbúnaðar, sem er mikið byggðamál, sem treystir byggð og sparar gjaldeyri. Nú er treyst á þessa atvinnuvegi sem aldrei fyrr og munu auðlindir landsbyggðarinnar vega þungt í endurreisninni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel Reynihlíð 20. maí 2009 kl. 13.00 og er öllum velkomið að mæta til fundarins. Umræðuefni fundarins verður nýting orkuauðlinda til svæðisbundinnar uppbyggingar. Verða þannig skoðaðir þeir möguleikar sem þjóð okkar á til að komast betur og fyrr upp úr því fúafeni skulda og alþjóðlegrar skammar sem við erum öll í. Með nýtingu auðlinda getum við eflt innviði samfélagsins, heilbrigðis- og menntakerfi, menningu og mannlíf. Höfundur er varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnuvegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breytingar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niðurskurður veiðiheimilda og tilflutningur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggðir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fallvötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborgarsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð. Nú er hinsvegar komið það hljóð í strokkinn að landsbyggðin vill og þarf á öllum sínum möguleikum að halda. Því segjum við Þingeyingar að við ætlum að nýta orku okkar landshluta til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Það sama hafa Austfirðingar gert og sjá vildi ég það sama í auknum mæli á Suðurlandi og í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Allir þekkja uppbygginguna á Hvalfjarðarströnd og Vestfirðingar eiga sóknarfæri í því að treysta raforkuframleiðslu sína og rafmagnsöryggi. Á Norðurlandi vestra eru möguleikar að framleiða rafmagn og sjálfsagt væri að nýta það rafmagn sem nú er framleitt í Blönduvirkjun til að styrkja heimabyggðina þar sem á þarf að halda. Meðan ríkir íslenskir bankar lánuðu til fjárfestinga í útlöndum sem fuku í vindinn var Byggðastofnun að lána til innlendrar atvinnuuppbyggingar, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og nýsköpun sem skapar gjaldeyri og veitir vinnu. Eins hefur stofnunin aukið lánveitingar sínar til landbúnaðar, sem er mikið byggðamál, sem treystir byggð og sparar gjaldeyri. Nú er treyst á þessa atvinnuvegi sem aldrei fyrr og munu auðlindir landsbyggðarinnar vega þungt í endurreisninni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel Reynihlíð 20. maí 2009 kl. 13.00 og er öllum velkomið að mæta til fundarins. Umræðuefni fundarins verður nýting orkuauðlinda til svæðisbundinnar uppbyggingar. Verða þannig skoðaðir þeir möguleikar sem þjóð okkar á til að komast betur og fyrr upp úr því fúafeni skulda og alþjóðlegrar skammar sem við erum öll í. Með nýtingu auðlinda getum við eflt innviði samfélagsins, heilbrigðis- og menntakerfi, menningu og mannlíf. Höfundur er varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun