Auður Íslands 18. maí 2009 06:00 Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnuvegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breytingar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niðurskurður veiðiheimilda og tilflutningur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggðir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fallvötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborgarsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð. Nú er hinsvegar komið það hljóð í strokkinn að landsbyggðin vill og þarf á öllum sínum möguleikum að halda. Því segjum við Þingeyingar að við ætlum að nýta orku okkar landshluta til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Það sama hafa Austfirðingar gert og sjá vildi ég það sama í auknum mæli á Suðurlandi og í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Allir þekkja uppbygginguna á Hvalfjarðarströnd og Vestfirðingar eiga sóknarfæri í því að treysta raforkuframleiðslu sína og rafmagnsöryggi. Á Norðurlandi vestra eru möguleikar að framleiða rafmagn og sjálfsagt væri að nýta það rafmagn sem nú er framleitt í Blönduvirkjun til að styrkja heimabyggðina þar sem á þarf að halda. Meðan ríkir íslenskir bankar lánuðu til fjárfestinga í útlöndum sem fuku í vindinn var Byggðastofnun að lána til innlendrar atvinnuuppbyggingar, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og nýsköpun sem skapar gjaldeyri og veitir vinnu. Eins hefur stofnunin aukið lánveitingar sínar til landbúnaðar, sem er mikið byggðamál, sem treystir byggð og sparar gjaldeyri. Nú er treyst á þessa atvinnuvegi sem aldrei fyrr og munu auðlindir landsbyggðarinnar vega þungt í endurreisninni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel Reynihlíð 20. maí 2009 kl. 13.00 og er öllum velkomið að mæta til fundarins. Umræðuefni fundarins verður nýting orkuauðlinda til svæðisbundinnar uppbyggingar. Verða þannig skoðaðir þeir möguleikar sem þjóð okkar á til að komast betur og fyrr upp úr því fúafeni skulda og alþjóðlegrar skammar sem við erum öll í. Með nýtingu auðlinda getum við eflt innviði samfélagsins, heilbrigðis- og menntakerfi, menningu og mannlíf. Höfundur er varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnuvegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breytingar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niðurskurður veiðiheimilda og tilflutningur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggðir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fallvötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborgarsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð. Nú er hinsvegar komið það hljóð í strokkinn að landsbyggðin vill og þarf á öllum sínum möguleikum að halda. Því segjum við Þingeyingar að við ætlum að nýta orku okkar landshluta til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Það sama hafa Austfirðingar gert og sjá vildi ég það sama í auknum mæli á Suðurlandi og í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Allir þekkja uppbygginguna á Hvalfjarðarströnd og Vestfirðingar eiga sóknarfæri í því að treysta raforkuframleiðslu sína og rafmagnsöryggi. Á Norðurlandi vestra eru möguleikar að framleiða rafmagn og sjálfsagt væri að nýta það rafmagn sem nú er framleitt í Blönduvirkjun til að styrkja heimabyggðina þar sem á þarf að halda. Meðan ríkir íslenskir bankar lánuðu til fjárfestinga í útlöndum sem fuku í vindinn var Byggðastofnun að lána til innlendrar atvinnuuppbyggingar, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og nýsköpun sem skapar gjaldeyri og veitir vinnu. Eins hefur stofnunin aukið lánveitingar sínar til landbúnaðar, sem er mikið byggðamál, sem treystir byggð og sparar gjaldeyri. Nú er treyst á þessa atvinnuvegi sem aldrei fyrr og munu auðlindir landsbyggðarinnar vega þungt í endurreisninni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel Reynihlíð 20. maí 2009 kl. 13.00 og er öllum velkomið að mæta til fundarins. Umræðuefni fundarins verður nýting orkuauðlinda til svæðisbundinnar uppbyggingar. Verða þannig skoðaðir þeir möguleikar sem þjóð okkar á til að komast betur og fyrr upp úr því fúafeni skulda og alþjóðlegrar skammar sem við erum öll í. Með nýtingu auðlinda getum við eflt innviði samfélagsins, heilbrigðis- og menntakerfi, menningu og mannlíf. Höfundur er varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun