Óttinn við lýðræðið 18. maí 2009 06:00 Haraldur Flosi Tryggvason og Kristín Pétursdóttir skrifa um Evrópumál Fjölmargir eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu kæmi landi og þjóð vel. Þá eru aðrir þeirrar skoðunar að Evrópusambandsaðild komi Íslandi og Íslendingum illa. Langflestir í þessum hópum eru jafnframt þeirrar skoðunar að lýðræðisfyrirkomulagið sé það fyrirkomulag sem best hentar íslensku samfélagi. Iðulega er þetta fólk sammála um að leggja beri samning um aðild að Evrópusambandinu í dóm þjóðarinnar. En þá eru ekki allir taldir. Til eru þeir sem eru hræddir um að samningur um aðild að Evrópusambandinu verði ekki góður og að þjóðin muni þrátt fyrir það samþykkja slíkan samning í kosningum. Ótti kemur í veg fyrir að þetta fólk vilji ganga til samninga. Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarviðræðum á þessum grundvelli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið. Haraldur Flosi Tryggvason. Til að koma til móts við viðhorf síðastnefnda hópinn hafa stjórnmálamenn, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, lagt til að þjóðin kjósi um það hvort ganga eigi til samninga um aðild að Evrópusambandinu. En um hvað ætti slík kosning að snúast? Væri ekki réttast að þar væri spurt hvort þú óttist um að aðrir velji á endanum eitthvað sem þér ekki líkar. Með öðrum orðum þá snerist spurningin um hvort þú óttaðist lýðræði eða ekki. Hverskonar ákvörðun kæmi út úr slíkri kosningu? Ef niðurstaðan yrði sú að þjóðin óttaðist ekki lýðræðið þá mætti túlka hana þannig að taka skuli ákvörðun um málið reista á rökum. Að öðrum kosti væri niðurstaðan sú að þjóðin vildi láta óttann stjórna sér, hún teldi rétt að leita ekki upplýsinga. Val af þessu tagi getur engan veginn talist til upplýstrar ákvarðanatöku og er óboðlegt lýðræðisþjóð. Við teljum að umtalsverð líkindi séu til þess að Evrópusambandsaðild væri gæfuspor fyrir íslenska þjóð. Við erum sammála um að mikilvægt sé að afla betri upplýsinga um málið með aðildarviðræðum og að niðurstaðan skuli borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í lýðræðislegum kosningum. Við höfum ásamt tæplega 15.000 öðrum undirritað yfirlýsingu þessa efnis á heimasíðunni www.sammala.is í þeim tilgangi að hvetja stjórnvöld til þess að ganga óhrædd til aðildarviðræðna og þjóðina til að ganga óhrædd til kosninga. Við teljum brýnt að skoða alla kosti sem gætu leitt til endurnýjaðs stöðugleika og hagsældar á Íslandi. Látum ekki óttann við lýðræðið koma í veg fyrir að þjóðin taki afstöðu til þessa mikilvæga máls. Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarviðræðum á þessum grundvelli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið.Haraldur Flosi er lögfræðingur og Kristín forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason og Kristín Pétursdóttir skrifa um Evrópumál Fjölmargir eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu kæmi landi og þjóð vel. Þá eru aðrir þeirrar skoðunar að Evrópusambandsaðild komi Íslandi og Íslendingum illa. Langflestir í þessum hópum eru jafnframt þeirrar skoðunar að lýðræðisfyrirkomulagið sé það fyrirkomulag sem best hentar íslensku samfélagi. Iðulega er þetta fólk sammála um að leggja beri samning um aðild að Evrópusambandinu í dóm þjóðarinnar. En þá eru ekki allir taldir. Til eru þeir sem eru hræddir um að samningur um aðild að Evrópusambandinu verði ekki góður og að þjóðin muni þrátt fyrir það samþykkja slíkan samning í kosningum. Ótti kemur í veg fyrir að þetta fólk vilji ganga til samninga. Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarviðræðum á þessum grundvelli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið. Haraldur Flosi Tryggvason. Til að koma til móts við viðhorf síðastnefnda hópinn hafa stjórnmálamenn, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, lagt til að þjóðin kjósi um það hvort ganga eigi til samninga um aðild að Evrópusambandinu. En um hvað ætti slík kosning að snúast? Væri ekki réttast að þar væri spurt hvort þú óttist um að aðrir velji á endanum eitthvað sem þér ekki líkar. Með öðrum orðum þá snerist spurningin um hvort þú óttaðist lýðræði eða ekki. Hverskonar ákvörðun kæmi út úr slíkri kosningu? Ef niðurstaðan yrði sú að þjóðin óttaðist ekki lýðræðið þá mætti túlka hana þannig að taka skuli ákvörðun um málið reista á rökum. Að öðrum kosti væri niðurstaðan sú að þjóðin vildi láta óttann stjórna sér, hún teldi rétt að leita ekki upplýsinga. Val af þessu tagi getur engan veginn talist til upplýstrar ákvarðanatöku og er óboðlegt lýðræðisþjóð. Við teljum að umtalsverð líkindi séu til þess að Evrópusambandsaðild væri gæfuspor fyrir íslenska þjóð. Við erum sammála um að mikilvægt sé að afla betri upplýsinga um málið með aðildarviðræðum og að niðurstaðan skuli borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í lýðræðislegum kosningum. Við höfum ásamt tæplega 15.000 öðrum undirritað yfirlýsingu þessa efnis á heimasíðunni www.sammala.is í þeim tilgangi að hvetja stjórnvöld til þess að ganga óhrædd til aðildarviðræðna og þjóðina til að ganga óhrædd til kosninga. Við teljum brýnt að skoða alla kosti sem gætu leitt til endurnýjaðs stöðugleika og hagsældar á Íslandi. Látum ekki óttann við lýðræðið koma í veg fyrir að þjóðin taki afstöðu til þessa mikilvæga máls. Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarviðræðum á þessum grundvelli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið.Haraldur Flosi er lögfræðingur og Kristín forstjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar