Jafnvægi og takmörk 26. maí 2009 05:00 Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun