Stúdentaráð blekkir stúdenta 29. maí 2009 05:00 Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun