Stúdentaráð blekkir stúdenta 29. maí 2009 05:00 Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun