Ný stjórn VR og staðan í dag Birgir Már Guðmundsson skrifar 11. maí 2009 06:00 Málefni VR Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar breytingar í félaginu sem átti meðal annars að felast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna. Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því ný stjórn og formaður hlutu kosningu og enn hefur ekkert til þeirra spurst. Á sama tíma berast okkur reglulega fréttir af félögum okkar sem margir hverjir búa við erfið kjör. Samkvæmt fréttum á heimasíðu VR eru atvinnulausir félagar okkar nú rúmlega 10%. Það eru álíka margir og tóku þátt í síðustu kosningum félagsins. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá núverandi formanni okkar og nýrri stjórn. Til að bæta gráu ofan á svart er sú staða komin upp að 40% af atvinnulausum félagsmönnum VR kjósa að greiða ekki félagsgjöld af bótum sínum. Það eru skýr skilaboð til formanns og stjórnar þess efnis að félagsmenn telji hagsmuni sína ekki bættari með aðild að VR. Sennilega má einnig draga þá ályktun að félagsmenn eru í auknum mæli að missa traust sitt á félaginu og forustu þess. Varla er við öðru að búast þegar framkoma við félagsmenn er með þessum hætti. Enn bólar ekkert á sýnileikanum og vinnustaðaheimsóknunum, sem voru hins vegar tíðar í kosningabaráttunni. Ég vil nota tækifærið og benda á hversu afleitt ástandið er orðið. Það segir sig alveg sjálft að félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tapa dýrmætum réttindum sem eru margfalt verðmætari en sú upphæð sem greiða á í félagsgjöld. Ég skora því á stjórn og formann VR að vakna af þyrnirósarsvefninum og bregðast við þessari afleitu þróun með AÐGERÐUM. Ég vil einnig nota tækifærið og skora á félagsmenn í VR að krefjast þess að haldinn verði félagsfundur hið fyrsta til að krefjast svara. Við þögn og þetta aðgerðaleysi verður ekki búið lengur! Höfundur er trúnaðarmaður VR á vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Málefni VR Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar breytingar í félaginu sem átti meðal annars að felast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna. Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því ný stjórn og formaður hlutu kosningu og enn hefur ekkert til þeirra spurst. Á sama tíma berast okkur reglulega fréttir af félögum okkar sem margir hverjir búa við erfið kjör. Samkvæmt fréttum á heimasíðu VR eru atvinnulausir félagar okkar nú rúmlega 10%. Það eru álíka margir og tóku þátt í síðustu kosningum félagsins. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá núverandi formanni okkar og nýrri stjórn. Til að bæta gráu ofan á svart er sú staða komin upp að 40% af atvinnulausum félagsmönnum VR kjósa að greiða ekki félagsgjöld af bótum sínum. Það eru skýr skilaboð til formanns og stjórnar þess efnis að félagsmenn telji hagsmuni sína ekki bættari með aðild að VR. Sennilega má einnig draga þá ályktun að félagsmenn eru í auknum mæli að missa traust sitt á félaginu og forustu þess. Varla er við öðru að búast þegar framkoma við félagsmenn er með þessum hætti. Enn bólar ekkert á sýnileikanum og vinnustaðaheimsóknunum, sem voru hins vegar tíðar í kosningabaráttunni. Ég vil nota tækifærið og benda á hversu afleitt ástandið er orðið. Það segir sig alveg sjálft að félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tapa dýrmætum réttindum sem eru margfalt verðmætari en sú upphæð sem greiða á í félagsgjöld. Ég skora því á stjórn og formann VR að vakna af þyrnirósarsvefninum og bregðast við þessari afleitu þróun með AÐGERÐUM. Ég vil einnig nota tækifærið og skora á félagsmenn í VR að krefjast þess að haldinn verði félagsfundur hið fyrsta til að krefjast svara. Við þögn og þetta aðgerðaleysi verður ekki búið lengur! Höfundur er trúnaðarmaður VR á vinnustað.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar