Háskaleg blekking Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar