Fleiri fréttir

Ný leiðarstjarna

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um síðustu helgi skýrðu línur um margt. Ríkisfjármálapólitíkin er óskrifað blað í báðum flokkum. Báðir völdu nýja leiðtoga. Leiðir þeirra skildu hins vegar með afgerandi hætti í Evrópumálum.

Leiðtogar lífsins

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir.

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla?

L-listinn hefur haldið uppi þremur samfélagslegum grunngildum sem lúta að fæðuöryggi heimila og þjóðar, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð efnahag. L-listinn hefur boðið fram lausn fyrir heimili sem komin eru í greiðsluerfiðleika, en hún lýtur að því að ríkið kaupi skuldir skuldsettra heimila að hluta eða að fullu að undangengnu greiðslumati, og leigi skuldurum íbúðina og veiti þeim jafnframt forkaupsrétt að íbúðinni að kreppunni lokinni.

Sá er hlífa skyldi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja.

Heilsulandið Ísland

Magnús Orri Schram skrifar um heilsu Ferðaþjónusta getur gegnt lykilhlutverki við endurreisn atvinnulífsins okkar. Atvinnugreinin er atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. Hins vegar má búast við að hefðbundin ferðaþjónusta sé í vörn á heimsvísu og því er mikilvægt að Ísland bregðist við með einhverjum hætti. Innan ferðageirans er horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Almenningur virðist síður vilja spara við sig er kemur að því að sinna sjálfum sér, andlega sem líkamlega, hvort sem er til heilsubótar eða í lækningaskyni.

Baulað úr bómull

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar?

Hin helga mær

Gerður Kristný skrifar

Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur.

Framar á flestum sviðum?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér.

Brýnu máli ýtt á hliðarspor?

Auðunn Arnórsson skrifar

Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla“. Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna.

Elskaðu náunga þinn

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga.

ESB-málum ýtt út af borðinu

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu.

Grundvallabreytinga er þörf

Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra.

Taka þarf á þvísem máli skiptir

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá.

Boðskapurinn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað.

Minnisblöð embættismanna

Jóhanna Gunnlaugsdóttir skrifar

Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði.

Um útlenda embættismenn

Sigurður Líndal skrifar

Frá því að norskur maður var settur seðlabankastjóri hafa efasemdir verið látnar í ljós um hvort það samrýmist 20. gr. stjórnarskrárinnar þar sem íslenzkur ríkisborgararéttur er áskilinn til skipunar í embætti.

Upplýsingar vegna frétta af REI

Hjörleifur B. Kvaran skrifar

Í mánudagsútgáfu Fréttablaðsins er fjallað um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja vegna jarðhitaverkefna vestan hafs á vegum Iceland America Energy (IAE), sem um árabil hefur verið í eigu íslenskra aðila. Má skilja fréttina þannig að Reykjavík Energy Invest (REI) hafi lagt tæpa tvo milljarða króna í orkuútrás í Bandaríkjunum og tapað þeim fjármunum.

Stórt og smátt

Sverrir Jakobsson skrifar

Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin.

Völd og málefni

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin.

Neyðarlínan

Guðmundur Andri Thorsson. skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni?

Fríríkið Ísland

Þórhildur Elín Elínardóttir. skrifar

Enginn þeirra fjármála­spekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu.

Fiskveiðar gegn atvinnuleysi

Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara.

Við færum þér völdin

Ástþór Magnússon skrifar um lýðræði Lýðræðishreyfingin www.lydveldi.is vill moka út spillingu sem hefur þróast undir flokksræðinu. Höfnum bakherbergjamakki Alþingis þar sem flokkseigendafélög eða hagsmunaklíkur stýra þingmönnum flokksins eins og peðum á skákborði og maka síðan krókinn á kostnað almennings.

Opið bréf til borgarfulltrúa

Gerður Aagot Árnadóttir skrifar opið bréf til Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur Sæl Þorbjörg Helga. Í pistli þínum í Fréttablaðinu í síðustu viku víkur þú að Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og virðist óhress með að hún skyldi einfaldlega neita að skera niður útgjöld Félags- og tryggingamálaráðuneytisins á fjárlögum 2009. Fólk eins og ég, sem hef komið að málefnum fatlaðs fólks undanfarin ár og þekki þann alvarlega skort sem til staðar er í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi, verður nokkuð undrandi á athugasemdum þínum minnug þess að Jóhanna nýtur trausts almennings f.o.f. fyrir það að hafa alla sína tíð barist fyrir bættum hag almennings í landinu, ekki síst þeirra sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í samfélaginu.

Kompás söknuður

Guðjón Sigurðsson skrifar

Að taka Kompás af skjánum voru mikil mistök að mínu mati. „Er ekki nóg af fréttaþáttum?“ spyrja þá einhverjir. Jú það er alveg hárrétt en Kompás hefur sérstöðu fyrir efnistök og efnisval og ekki síður það traust sem þau nutu sem unnu við þáttinn. Dögg Pálsdóttir greiddi fyrir að fá að koma í tvö viðtöl í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.

Tvær leiðir

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá.

Saga palestínsku stúlkunnar Sawson Dawod

Ari Tryggvason skrifar

Hún var aðeins 14 ára þegar hún var tekin höndum og sett í dimman fangaklefa sem líktist helst gröf eða holu. Hún var í varðhaldi í tvö ár þar sem hún mátti þola barsmíðar og vera bundin á höndum og fótum.

Lífeyrissjóði til eigenda sinna

Páll Baldvin baldvinsson skrifar

Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja.

Ríkisstjórn biðstöðunnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

Ekki aftur Jenga

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll.

Hvað er til ráða?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi.“ Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða?

Hvalveiðar gegn atvinnuleysi

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust.

Sá hæfasti var ráðinn

Röskva hefur síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Yfirlýsingarnar eru því miður svo uppfullar af röngum staðhæfingum og ómerkilegum málflutningi, sem nú hefur ratað í fjölmiðla, að óhjákvæmilegt er orðið að svara honum og leiðrétta með þessari yfirlýsingu.

Síðasta prófkjörið

Símon Sturluson skrifar

17 einstaklingar hafa gefið kost á sé í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi sem fram fer næstkomandi laugardag. Mikið af hæfu fólki býður fram krafta sína og þar á meðal er Ásbjörn Óttarsson sem gefur kost á sér í forystusæti.

Þjóðhagsleg hagkvæmi hvað er það?

Björn Birgisson skrifar

Við veltum eflaust mörg okkar fyrir okkur hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og hvað ekki. Við heyrum og sjáum menn og konur skiptast á skoðunum um hvað er gott og slæmt í þeim efnum. Lengi vorum við að átta okkur á því að það var ekki þjóðhagslega hagkvæmt að einkavæða bankana,í þeirri mynd sem það var gert. Lengi vorum við að átta okkur að stór hluti þjóðarinnar var á fjárfestingarfyllerí og er undirritaður ekkert undanskilinn í þeim efnum að hluta.

Lygasaga um lýðræði

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut.

Hófleg bjartsýni

Óli kristján Ármannsson skrifar

Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku.

Grænir sprotar efnahagsbatans

Nú er komið að því að Íslendingar ákveði hvort þeir ætla að taka höndum saman um að rífa sig upp úr svartnætti vetrarins og horfa fram á veginn með markvissri uppbyggingu samfélagsins eða halda áfram að vorkenna sér.

Valdaskiptin staðfest

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing.

Vinstri og hægri hönd Framsóknar

Skúli Helgason skrifar

Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar.

Brotinn er baugur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Baugur þýðir hringur. Þetta er hátíðlegt orð, hefur á sér fornan blæ, næstum skáldlegan, enda höfðu skáld til forna ást á fyrirbærinu sem þau fengu iðulega að kvæðalaunum hjá konungum. Baugurinn er djásn karlmannsins og getur táknað dyggðir sem karlmenn sjá stundum í eigin fari: algjöra hollustu, einbeitni, styrk. Orðið vekur hugrenningatengsl um góðmálm sem höfðingjum hæfir: baugur var eftirlætisdjásn hinna glysgjörnu víkinga.

Rökþrota Illugi

Árni Finnsson skrifar

Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars.

Sjá næstu 50 greinar