„Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 18. september 2025 10:01 „Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
„Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar