Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 18. september 2025 15:02 Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun