Barna- og unglingastarf í uppnámi 3. apríl 2009 06:30 Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir, samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fjárhagsáætlun sem meirihlutinn fullyrðir að stríði ekki gegn aðgerðaráætlun borgarinnar, þar sem kveðið er á um að standa skuli vörð um störf á vegum borgarinnar, þjónustan verði ekki skert og gjaldskrár ekki hækkaðar. Fullyrðingar meirihlutans standast því miður ekki. Á flestum sviðum er gengið í berhögg við aðgerðaráætlunina, en tvö skýr dæmi um það er að finna í endurskoðaðri fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs. Í fyrsta lagi er alls ekki útséð um að staðinn verði vörður um störf á vegum sviðsins, þar sem ekki hefur verið tryggt fjármagn í starfsemi vinnuskólahópa á vegum félagsmiðstöðvanna í ár. Félagsmiðstöðvahóparnir hafa verið starfræktir um margra ára skeið og hafa reynst afar mikilvægir fyrir unglinga í áhættuhópi. Áframhaldandi starf og áframhaldandi fastráðning 22 starfsmanna ÍTR veltur á því að einhvers staðar finnist 10 milljónir króna. Hagræðing um 10 milljónir þar sem mikilvægt forvarnarstarf og 22 stöðugildi eru í húfi getur ekki borgað sig. Annað skýrt dæmi um skammsýni meirihlutans eru áform um að loka frístundaheimilum á frídögum skóla. Frá stofnun frístundaheimilanna hefur frístundastarf staðið börnum í 1.-4. bekk til boða allan daginn á starfsdögum og foreldraviðtalsdögum, í jólafríum og páskafríum. Í hagræðingarskyni ætlar meirihlutinn nú að afnema þessa þjónustu og fría sig ábyrgð á börnunum í borginni þá 16 daga sem um er að ræða á hverju ári. Forgangsröðun meirihlutans kemur ekki aðeins til með að bitna á börnum og fjölskyldum samtímans, heldur er hún verulega kostnaðarsöm þegar til lengri tíma er litið. Það vita Finnar og það vita Svíar. En meirihlutinn hefur ekki – og ætlar ekki – að taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar. Markmið þeirra er að skila sléttu og snurðulausu bókhaldi á síðasta ári fyrir kosningar. Redda deginum í dag og árinu í ár. Slík vinnubrögð eru óábyrg og beinlínis skaðleg fyrir samfélagið Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir, samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fjárhagsáætlun sem meirihlutinn fullyrðir að stríði ekki gegn aðgerðaráætlun borgarinnar, þar sem kveðið er á um að standa skuli vörð um störf á vegum borgarinnar, þjónustan verði ekki skert og gjaldskrár ekki hækkaðar. Fullyrðingar meirihlutans standast því miður ekki. Á flestum sviðum er gengið í berhögg við aðgerðaráætlunina, en tvö skýr dæmi um það er að finna í endurskoðaðri fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs. Í fyrsta lagi er alls ekki útséð um að staðinn verði vörður um störf á vegum sviðsins, þar sem ekki hefur verið tryggt fjármagn í starfsemi vinnuskólahópa á vegum félagsmiðstöðvanna í ár. Félagsmiðstöðvahóparnir hafa verið starfræktir um margra ára skeið og hafa reynst afar mikilvægir fyrir unglinga í áhættuhópi. Áframhaldandi starf og áframhaldandi fastráðning 22 starfsmanna ÍTR veltur á því að einhvers staðar finnist 10 milljónir króna. Hagræðing um 10 milljónir þar sem mikilvægt forvarnarstarf og 22 stöðugildi eru í húfi getur ekki borgað sig. Annað skýrt dæmi um skammsýni meirihlutans eru áform um að loka frístundaheimilum á frídögum skóla. Frá stofnun frístundaheimilanna hefur frístundastarf staðið börnum í 1.-4. bekk til boða allan daginn á starfsdögum og foreldraviðtalsdögum, í jólafríum og páskafríum. Í hagræðingarskyni ætlar meirihlutinn nú að afnema þessa þjónustu og fría sig ábyrgð á börnunum í borginni þá 16 daga sem um er að ræða á hverju ári. Forgangsröðun meirihlutans kemur ekki aðeins til með að bitna á börnum og fjölskyldum samtímans, heldur er hún verulega kostnaðarsöm þegar til lengri tíma er litið. Það vita Finnar og það vita Svíar. En meirihlutinn hefur ekki – og ætlar ekki – að taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar. Markmið þeirra er að skila sléttu og snurðulausu bókhaldi á síðasta ári fyrir kosningar. Redda deginum í dag og árinu í ár. Slík vinnubrögð eru óábyrg og beinlínis skaðleg fyrir samfélagið Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar