Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 12. desember 2025 13:00 Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun