Þá riðu hetjur um héruð! 8. apríl 2009 00:01 Umræðan Hjördís Árnadóttir skrifar um félagslega þjónustu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Í kjölfar bankahrunsins og þess efnahagsástands sem við nú búum við, leita margir að nýjum fyrirmyndum og hetjum til að líta upp til. Einn er sá hópur sem stendur mér nærri, sem full ástæða er að líta á sem fyrirmynd, en það er starfsfólk sem vinnur við félagslega þjónustu hvort heldur er hjá sveitarfélögunum eða á öðrum vettvangi. Þörfin fyrir félagslega þjónustu og samfélagslega hjálp hefur fylgt manninum frá upphafi og mun fylgja honum um ókomna tíð. Í góðu árferði verður almenningur almennt lítið var við það mikla starf sem fer fram á vettvangi félagslegrar þjónustu. Þó er ávallt mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu. Þegar að herðir reynir meira á en ella og þá aukast líkur á því að einstaklingar og fjölskyldur leiti sér aðstoðar. Þeir sem starfa á vettvangi félagslegrar þjónustu hafa strax á fyrstu mánuðum þessa árs orðið varir við töluverða aukningu eftirspurnar eftir margvíslegri félagslegri þjónustu og samfara því er mikil útgjaldaaukning. Í þrengingum er ekki um það að ræða að bæta við stöðugildum þó álag aukist, þó almennt sé áhersla lögð á að treysta grunnþjónustuna. Af þessu tvennu leiðir mun meira álag á þá starfsmenn sem sinna félagslegri þjónustu. Þessir starfsmenn eru ekki framarlega í opinberri umfjöllun almennt, nema helst þegar um neikvæða umfjöllun er að ræða s.s. í málum tengdum barnavernd og öðru sem snertir neikvæða stöðu einstaklinga í samfélaginu. Á hverjum degi er þetta sama starfsfólk að vinna að því að hjálpa þúsundum einstaklinga og fjölskyldna á öllum sviðum og ekkert er því óviðkomandi. Auðvitað eru ekki alltaf allir sáttir við afgreiðslu sinna mála, en það er þannig í lífinu öllu. Í fljóti bragði kann það að sýnast svo að fjölmiðlaumræða um félagslega þjónustu einkennist af neikvæðni. Það er hins vegar ekki rétt ef barnavernd er undanskilin. Fjöldi fjölmiðlafólks hefur metnað til þess að fjalla um mannlífið á jákvæðan hátt og lítur á félagslega þjónustu sem mikilvægan þátt og fyrir það ber að þakka. Það er mér bæði ljúft og skylt að vekja athygli á þessum starfsmönnum sem vissulega eru hetjur sinnar samtíðar hverju sinni. Sem betur fer er fullt af fólki þakklátt þessum hetjum og sýnir það í orði og verki, það fólk heldur þeim gangandi samhliða óþrjótandi áhuga þeirra á samfélaginu og samferðamönnum sínum. Það hefur aukist á síðustu áratugum að fólk mennti sig sérstaklega til þessara starfa og er menntun í félagsráðgjöf sérstaklega byggð upp með hliðsjón af störfum við félagslega þjónustu. Ýmsar aðrar fagstéttir á sviði félagsvísinda og heilbrigðismála falla einnig vel að félagslegri þjónustu. Við ykkur öll sem starfið á sviði félagslegrar þjónustu vil ég segja: þið eruð hetjur! Höfundur er framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Umræðan Hjördís Árnadóttir skrifar um félagslega þjónustu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Í kjölfar bankahrunsins og þess efnahagsástands sem við nú búum við, leita margir að nýjum fyrirmyndum og hetjum til að líta upp til. Einn er sá hópur sem stendur mér nærri, sem full ástæða er að líta á sem fyrirmynd, en það er starfsfólk sem vinnur við félagslega þjónustu hvort heldur er hjá sveitarfélögunum eða á öðrum vettvangi. Þörfin fyrir félagslega þjónustu og samfélagslega hjálp hefur fylgt manninum frá upphafi og mun fylgja honum um ókomna tíð. Í góðu árferði verður almenningur almennt lítið var við það mikla starf sem fer fram á vettvangi félagslegrar þjónustu. Þó er ávallt mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu. Þegar að herðir reynir meira á en ella og þá aukast líkur á því að einstaklingar og fjölskyldur leiti sér aðstoðar. Þeir sem starfa á vettvangi félagslegrar þjónustu hafa strax á fyrstu mánuðum þessa árs orðið varir við töluverða aukningu eftirspurnar eftir margvíslegri félagslegri þjónustu og samfara því er mikil útgjaldaaukning. Í þrengingum er ekki um það að ræða að bæta við stöðugildum þó álag aukist, þó almennt sé áhersla lögð á að treysta grunnþjónustuna. Af þessu tvennu leiðir mun meira álag á þá starfsmenn sem sinna félagslegri þjónustu. Þessir starfsmenn eru ekki framarlega í opinberri umfjöllun almennt, nema helst þegar um neikvæða umfjöllun er að ræða s.s. í málum tengdum barnavernd og öðru sem snertir neikvæða stöðu einstaklinga í samfélaginu. Á hverjum degi er þetta sama starfsfólk að vinna að því að hjálpa þúsundum einstaklinga og fjölskyldna á öllum sviðum og ekkert er því óviðkomandi. Auðvitað eru ekki alltaf allir sáttir við afgreiðslu sinna mála, en það er þannig í lífinu öllu. Í fljóti bragði kann það að sýnast svo að fjölmiðlaumræða um félagslega þjónustu einkennist af neikvæðni. Það er hins vegar ekki rétt ef barnavernd er undanskilin. Fjöldi fjölmiðlafólks hefur metnað til þess að fjalla um mannlífið á jákvæðan hátt og lítur á félagslega þjónustu sem mikilvægan þátt og fyrir það ber að þakka. Það er mér bæði ljúft og skylt að vekja athygli á þessum starfsmönnum sem vissulega eru hetjur sinnar samtíðar hverju sinni. Sem betur fer er fullt af fólki þakklátt þessum hetjum og sýnir það í orði og verki, það fólk heldur þeim gangandi samhliða óþrjótandi áhuga þeirra á samfélaginu og samferðamönnum sínum. Það hefur aukist á síðustu áratugum að fólk mennti sig sérstaklega til þessara starfa og er menntun í félagsráðgjöf sérstaklega byggð upp með hliðsjón af störfum við félagslega þjónustu. Ýmsar aðrar fagstéttir á sviði félagsvísinda og heilbrigðismála falla einnig vel að félagslegri þjónustu. Við ykkur öll sem starfið á sviði félagslegrar þjónustu vil ég segja: þið eruð hetjur! Höfundur er framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar.