Fleiri fréttir

Sandkassinn: Sjórán og ribbaldaháttur

Það verða læti hjá strákunum í Sandkassanum í kvöld þar sem þeir hífa Jolly Roger að húni og leggjast í sjórán. Það munu þeir gera í leiknum Sea of Thieves.

Babe Patrol: Sameinaðar á ný

Stelpurnar í Babe Patrol eru loks sameinaðar á ný og stefna á tiltekt í Verdansk. Í kvöld munu þær sum sé spila Warzone og keppast um að standa einar uppi eftir harða bardaga.

Battlefield 2042: Ókláraður og á köflum óspilandi

Battlefield 2042 hefur valdið mér miklum vonbrigðum og hefur að mestu verið nánast óspilanlegur. Leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn en hann hefur sína kosti og gæti jafnvel talist mjög efnilegur. Það vantar þó töluvert upp á enn sem komið er.

Mánudagsstreymið: Sveitalífið í GameTíví

Það verður sveitarstemning í streymi strákanna í GameTíví í kvöld. Nú verða strákarnir sendir í sveiti og munu þeir spila leikinn Farming Simulator 2022 á milli þess em þeir gugga í Bændablaðið.

GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér

„Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition.

Tíu ára útgáfa Skyrim: Féll aftur í gildru Bethesda

Ég veit ekki hversu oft ég hef bjargað heiminum frá drekanum Alduin. Ég hef gert það sem nokkurs konar dreka-víkingur með sverð og skjöld, sem galdrakarl og sem bogamaður, svo eitthvað sé nefnt. Skyrim spilaði ég mjög mikið þegar hann kom út í nóvember 2011. Síðan þá, ekki svo mikið.

Queens: Taka tangó og spila Resident Evil 5

Móna og Valla eru mættar aftur og ætla að spila samvinnuleikinn Operation Tango. Þetta er þó líklegast í síðasta sinn þar sem aðeins eitt verkefni er eftir í leiknum en í honum stíga stelpurnar í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa ýmis verkefni í sameiningu.

Mánudagsstreymið: Squid Game og glænýr Battlefield

Það verður nóg um að vera í mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Strákarnir ætla að byrja á að keppa í Squid Game leiknum Crab Game. Eftir það verður hinn glænýi Battlefield 2042 prófaður.

Skyrim er tíu ára og fær enn eina útgáfuna

Hinn gífurlega vinsæli tölvuleikur The Elder Scrolls V: Skyrim kom út fyrir tíu árum í dag. Af því tilefni fær leikurinn enn eina útgáfuna og nú sérstaka afmælisútgáfu.

Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð

Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur.

Gestagangur í Queens

Það verður gestagangur hjá stelpunum í Queens í streymi kvöldsins. Þær fá til sín þá Dóa og Ingólf Grétarson til að spila og spjalla.

Mánudagsstreymið: Fjölmenna í Vanguard

Það verður bæði fjölmennt og góðmennt hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir fá til liðs við sig þau Evu úr Babe Patrol og bardagakappann Gunnar Nelson til að spila nýjasta Call of Duty leikinn.

Sýndu tuttugu mínútur úr Elden Ring

Bandai Namco birti í gær rúmlega tuttugu mínútna sýnishorn úr leiknum Elden Ring frá From Software. Þeir eru þekktastir fyrir Souls-leikina svokölluðu en Elden Ring fylgir formúlu þeirra leikja fast eftir.

Age of Empires 4: Ef það er ekki bilað, ekki breyta því

Framleiðendum Age of Empires IV tókst að gera svolítið sem hefur reynst mörgum erfitt í gegnum árin. Það er að gera nýjan leik í gamalli og gífurlega vinsælli leikjaseríu og takast það vel. Age of Empires IV er mögulega betri en AoE2.

Queens taka aftur tangó

Stelpurnar í Queens ætla að snúa bökum saman í kvöld og spila samspilunarleikinn Operation Tango. Í honum þurfa þær að setja sig í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni.

Sjá næstu 50 fréttir