Fleiri fréttir

Laura Whit­mor­e segir skilið við Love Is­land

Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. 

Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda

Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir.

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“

Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Idol leitar að stjörnu í Reykjavík

Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi.

Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta

Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista.

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Rómantískur sumarbústaður Péturs Gauts og Berglindar

Pallar og tréstígar eru um allt sumarbústaðaland listahjónanna Pétur Gauts og Berglindar Guðmundsdóttur. Gras innkeyrsla er við bústaðinn þar sem hægt er að tjalda. Vala Matt fór í heimsókn til þeirra í sveitina og skoðaði bústaðinn.

Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti

Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt.

Gunna Dís og Kristján kíktu á skepnuna

Fjölmiðlakonan Gunna Dís Em­ils­dótt­ir og eiginmaður hennar Kristján Þór Magnús­son nutu lífsíns saman í Andalúsíu í sumar. Gleðin var við völd í gærkvöldi þegar þau mættu eldhress á forsýningu myndarinnar Beast í leikstjórn Baltasar Kormáks í Laugarásbíó. 

Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt

Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi.

Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“

Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann.

Jonah Hill setur geðheilsuna í fyrsta sæti

Leikarinn Jonah Hill segist ekki ætla að taka þátt í kynningarherferðum sem tengjast þeim kvikmyndum sem hann kemur að í náinni framtíð. Þetta gerir hann til þess að forðast kvíðann og kvíðaköstin sem hafa fylgt slíkum störfum hjá honum í gegnum árin. 

„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“

Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt.

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Hætt í Selling Sunset

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur verið afar umdeild í þáttunum Selling Sunset á Netflix þar sem hún hefur tekið þátt í fimm seríum. Nú er ljóst að hún mun ekki snúa aftur í þættina. 

Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið

Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 

Þor­­steinn og Birgitta Líf tekju­hæst á­hrifa­valda

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði.

Fjór­tán ára sögu „Veistu hver ég var?“ að ljúka

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, hefur ákveðið að hætta með útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? sem hefur verið á dagskrá Bylgjunnar síðdegis á laugardögum síðastliðin fjórtán ár.

Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni

Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur.

„Við græðum bara á því“

Í kvöld verður fyrsti þátturinn af LXS frumsýndur á Stöð 2 en dansarinn Ástrós Traustadóttir er ein af þeim stelpum sem hafa opnað dyrnar að lífi sínu fyrir áhorfendum. Vísir fékk að heyra meira af því hvernig tilfinningin sé að þátturinn sé að fara í loftið en Ástrós segist vera sultuslök fyrir stóra kvöldið. 

Nota blómapott sem grill í garðinum

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttir búa í Hafnarfirði þar sem nostrað hefur verið við garðinn sem Berglind hannaði sjálf. Í garðinum má með annars finna blómapott sem er notaður sem grill og gólfsíðar hurðar sem þau settu til þess að komast beint út í garð.

Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar

Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu.

Skvísurnar „Lísurnar“ í Grundarfirði

Þær eru flottar skvísurnar, sem kalla sig „Lísurnar“ í Grundarfirði en þær eiga það sameiginlegt að vera allar á fjórhjólum og hjóla saman reglulega. „Gleði og gaman saman“ eru einkunnarorð hópsins.

Hætt að vera Glowie í bili

Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. 

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Um­deild Love Is­land stjarna komin til Ís­lands

Breska fyrirsætan og Love Island stjarnan Molly-Mae Hague er á Íslandi um þessar mundir. Af myndum Molly á Instagram story að dæma kom hún til landsins fyrr í dag og virðist vera stödd hér vegna myndatöku.

Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman

Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“

Sjá næstu 50 fréttir