Fleiri fréttir Ræðir við del Toro Leikstjórinn Guillermo del Toro vill fá leikkonuna Emmu Stone til að fara með hlutverk í nýrri kvikmynd eftir sig. Kvikmyndin er hrollvekja sem ber titilinn Crimson Peak. 17.1.2013 18:00 Lítillækkandi stimpill Megan Fox fannst hún vanmáttug eftir að hún var stimpluð kynbomba af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali sem leikkonan veitti Esquire. „Mér fannst ég vanmáttug. Mér fannst ég ekki sterk. Stimpillinn át alla aðra þætti persónuleika míns, ekki persónulega heldur í því hvernig fólk sá mig. Það var ekkert annað sem því þótti vert að vita eða sjá. Það gerði lítið úr mér. Ég var ímynd. Ég var uppstilling,“ sagði Fox, sem hefur að mestu dregið sig í hlé frá leiklistinni og frægðinni. 17.1.2013 16:00 Hreinskilinn við Cox Courteney Cox og David Arquette standa í skilnaði um þessar mundir en það þýðir ekki að þeim sé ekki vel til vina. Cox mærði fyrrverandi eiginmann sinn í viðtalsþætti Ellen DeGeneres fyrir skemmstu og Arquette dásamaði Cox í nýlegu viðtali við People. 17.1.2013 12:00 Egill leikur Egil Atriði fyrir Hollywood-myndina The Man Who Sold the World verður tekið upp í stúdíói Silfurs Egils í dag. 17.1.2013 11:00 Alvitað leyndarmál Leikarinn Victor Garber staðfesti í viðtali við bloggarann Greg Hernandez að hann væri samkynhneigður. Hann sagði kynhneigð sína ekki vera neitt leyndarmál, enda hefði hann verið í sambúð með kærasta sínum, listamanninum Rainer Andreesen, í þrettán ár. 17.1.2013 06:00 Alveg einstakur persónuleiki "Hann var búinn að vera veikur, með tannsýkingu og sýkingu í beinum, og hættur að borða eins og dýr gera þegar þau gefast upp. Dýralæknar voru búnir að meðhöndla hann eins og hægt var og að lokum tókum við þá erfiðu ákvörðun um að láta svæfa hann,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Kattholts, um heimilisköttinn Bjart sem kvaddi þennan heim á þriðjudag. Bjartur var mörgum vel kunnur, enda sinnti hann hlutverki móttökustjóra Kattholts. 17.1.2013 06:00 Ómissandi snyrtivörur Ebbu Ebba Guðný Guðmundsdóttir ástríðukokkur með meiru hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún heldur úti fróðlegri matarsíðu PureEbba.com samhliða því að skrifa matreiðsluækur á sinn einstaka máta. Lífið spurði Ebbu hvaða fimm snyrtivörur hún getur ekki verið án. 16.1.2013 16:00 Við erum vinir – ekki elskhugar Mikið hefur verið slúðrað um það síðustu daga að Íslandsvinurinn Russell Crowe sé byrjaður með hinni þokkafullu Ditu Von Teese. Russell segir það hins vegar ekki vera satt. 16.1.2013 16:00 Flaggar trúlofunarhringnum á setti Trúlofunarhringur Oliviu Wilde er sko ekkert slor en hún játaðist grínistanum Jason Sudeikis stuttu eftir jól. Olivia var ófeimin að sýna hringinn á setti nýjustu myndar sinnar, The Third Person. 16.1.2013 15:00 Charlie Sheen verður afi Ærslabelgurinn Charlie Sheen verður afi í fyrsta sinn seinna á árinu. Elsta dóttir hans, Cassandra Estevez, gengur með sitt fyrsta barn en hún er 28 ára gömul. 16.1.2013 13:30 Ég er hommi Leikarinn Victor Garber, sem lék meðal annars Jack Bristow í Alias og skipasmiðinn Thomas Andrews í Titanic, staðfesti það í vikunni að hann er samkynhneigður. 16.1.2013 12:30 Crawford hefur engu gleymt Tískusíðan Fashion Gone Rouge birti nýlega myndaþátt þar sem ofurfyrirsætan Cindy Crawford var mynduð af Andrew Macpherson. Myndaþátturinn var tekinn sérstaklega fyrir heimasíðuna og bar hann einfaldlega nafnið Cindy. Þar sat hún fyrir í fötum frá Giorgio Armani, DAY Birger et Mikkelsen, Calvin Klein, Acne og fleirum. Það er deginum ljósara að hin 46 ára gamla Crawford hefur engu gleymt, en hún hefur starfað sem fyrirsæta í fjölda ára. Til gamans má geta að árið 1995 var hún sú fyrirsæta í heiminum sem þénaði mest og var valin kynþokkafyllsta kona allra tíma af tímaritinu Men's Health um árið. 16.1.2013 12:00 Fótalaus afrekskona með meiru Meðfylgjandi má sjá myndir af Aimee Mullins, 37 ára, fyrrum Ólympíufara sem keppti á árum áður fyrir hönd Bandaríkjanna. Afrekskonan Aimee er fyrirsæta sem á tólf pör af fótleggjum, eða öllu heldur gervifætur fyrir öll tilefni... 16.1.2013 10:45 Hélt að hún gæti ekki eignast börn Rapparinn Kanye West tilkynnti um óléttu kærustu sinnar, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, stuttu fyrir áramót. Það hefur þó ekki reynst þeim auðvelt að eignast barn. 16.1.2013 09:30 Bensínlaus ÓB-maður Grínistarnir úr Mið-Íslandi, þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Björn Bragi Arnarsson, komust í hann krappan í gær þegar bíllinn þeirra varð bensínlaus á miðri Hringbrautinni, með öllum þeim vandræðagangi sem því fylgdi. 16.1.2013 12:00 Samvinna í gegnum Skype og Dropbox Vinkonurnar Kari Ósk Grétudóttir og Kristín Eiríksdóttir hafa lokið við sitt fyrsta leikverk. Leikritið, Karma fyrir fugla, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1. mars. 16.1.2013 07:00 Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16.1.2013 07:00 Stórar Eurovision-stjörnur á svið Hörpu Pink Iceland stendur fyrir Eurovision-tónleikum á Rainbow Reykjavík-hátíðinni um mánaðamótin næstu. Söngvararnir eru margreyndir. 16.1.2013 07:00 Útötuð í drullu Leikkonan Demi Moore skellti sér í heilsumeðferð í Mexíkó í vikunni. Hún skellti sér í hugleiðslu á ströndinni og ataði sig alla út í drullu til að fá sem mest út úr stundinni. 15.1.2013 15:00 Kjóllinn rifnaði í látunum 15.1.2013 13:30 Gjaldþrota poppari Söngvarinn Shane Filan var eitt sinn hluti af Westlife, vinsælasta strákabandi Írlands allra tíma. Á blómaskeiði sveitarinnar rakaði hann inn milljónum á ári en nú er hann orðinn gjaldþrota. 15.1.2013 13:00 Farðaði heimsfrægan fótboltamann Lífið heyrði stuttlega í Elínu Reynisdóttur förðunarmeistara sem býr í Dubai ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Elín hefur unnið við fjölda spennandi verkefna í Saudi Arabíu og nú síðast farðaði hún engan annan en Raul einn frægasta fótboltamann Spánverja sem spilaði með með Real Madrid 1992-2010. Hvernig stendur á því að þú ert að farða stjörnuna? "Ég var að vinna í sjónvarpsauglýsingu í fjóra daga í Quatar Doha fyrir Bank of Quatar og í henni voru fullt af íþróttastjörnum, aðallega stjörnur í Quatar. Þar voru arabameistarinn í boxi, körfuboltalið Quatar, sund- og dýfingafólk, fimleikafólk, spretthlauparar, langhlauparar og margir aðrir. Hann Raul var aðalstjarnan. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri frægur fótboltamaður. Ég hélt fyrst að hann væri einn af hlaupurunum," svarar Elín. Hvernig var að vinna með kappanum? "Hann var algjört yndi og var að segja mér frá því að hann ætti fimm börn, fjóra stráka og svo loksins eina stelpu. Hann sýndi mér myndir mjög stoltur," útskýrir Elín. 15.1.2013 11:00 Alveg eins og pabbi heitinn Matilda, dóttir leikarans Heath Ledger heitins, er mjög lík föður sínum. Þetta segir Sally Ledger, móðir leikarans, í ástralska tímaritinu New Idea. 15.1.2013 10:00 Ein á ströndinni Ofurmódelið Irina Shayk leiddist ekki á ströndinni á Miami í vikunni þó að kærasti hennar, fótboltakappinn Cristiano Ronaldo, væri víðsfjarri. 15.1.2013 16:00 Hollustan rauði þráðurinn í lífinu Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári? 15.1.2013 09:00 Hita upp fyrir Eurovision með sínum hætti Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson taka þátt í Söngvakeppninni. 15.1.2013 06:00 Gallafatnaður vinsæll Eitt af aðal tískutrendum vorsins er klárlega gallaefni. Gallaefni sést til að mynda í buxum, skyrtum, pilsum, stuttbuxum og jökkum. Gallaskyrturnar eru með herralegu sniði en þó ekki þannig að það líti út fyrir að þú hafir skellt þér í skyrtu af karlinum þínum, sniðin eru kvenlegri en áður og það má með sanni segja að gallatískan sé mjög fjölbreytt og spennandi í ár. Í dag er reglan sú að það er engin regla eins og segir á vefnum Tíska.is. Gallaefni í kjólum verður áberandi þannig að þar blandast saman hversdagstískan og kvenlegheit sem okkur finnst snilld. Nú eru útsölur í fullum gangi hér á landi og um að gera að tryggja sér gallaflíkur sem þú getur notað áfram í vor. Hér eru nokkur dæmi beint af tískupöllunum. 14.1.2013 19:00 Trúlofað stjörnupar Leikkonan Olivia Wilde og grínistinn Jason Sudeikis eru búin að trúlofa sig. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi Oliviu um helgina. 14.1.2013 18:00 5 ómissandi hlutir Tinnu Alavis Lífið spurði Tinnu Alavis nema og tískubloggara á Secrets.is hvaða húð- og hárvörur hún getur ekki verið án. Tinna nefndi fimm hluti sem hún notar daglega þegar kemur að útlitinu og af hverju. 14.1.2013 16:15 Fann ástina á ný Leikkonan Jennie Garth, sem er hvað best þekkt úr sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er búin að finna ástina á ný í örmum tónlistarmannsins Jeremy Salken. 14.1.2013 13:00 Magnaðar myndir af norðurljósunum Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók þessar fallegu myndir af norðurljósunum í gærkvöldi á eyðibýli sem heitir Fiskilækur. Eins og sjá má logaði himininn af norðurljósunum á magnaðan hátt. 14.1.2013 12:00 Stóllinn drepur þig Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir? 14.1.2013 11:45 Gæti keppt í Ungfrú heimi fyrir Filippseyjar Ásdís Lísa stígur sín fyrstu skref í heimi fegurðarsamkeppna og getur treyst á leiðsögn frá kærastanum sínum, Ólafi Geir Jónssyni, sem var krýndur Herra Ísland árið 2005. 14.1.2013 11:00 Erfitt að vera ofurfyrirsæta Kate Moss og Naomi Campbell eru tvær af þekktustu ofurfyrirsætum heims. Þær eru vanar því að klæðast hátískufatnaði, sóla sig á snekkjum og umgangast frægasta fólk í heimi en þær segja þetta módellíf þó ekki vera dans á rósum. 14.1.2013 09:00 Trúlofuð strippara Glamúrfyrirsætan Katie Price er fljót að finna sér nýjan unnusta. Hún sleit trúlofun við Leandro Penna fyrir ellefu vikum og er nú trúlofuð fatafellunni Kieran Hayler. 14.1.2013 07:45 Svart og hvítt í sumar Í sumar verður afar vinsælt að klæðast svörtu og hvítu saman ef marka má helstu tískuspekúlanta. Þessi samsetning spilaði stórt hlutverk í vor -og sumar sýningum hönnuða á borð við Marc Jacobs, Céline, Alexander Wang og Jil Sander. Það má segja að þetta trend sé nokkur tilbreyting frá fyrri árum, en það er venjan að litadýrð sé við völd í sumartískunni. Skemmtileg tilbreyting í anda sjöunda áratugarins. 13.1.2013 18:45 Klæðaburður Destiny's Child í gegnum tíðina Það ætlaði allt um koll að keyra í heimsbyggðinni þegar hljómsveitin Destiny's Child með Beyoncé í fararbroddi tilkynnti um endurkomu sína á dögunum... 13.1.2013 18:30 Ritstýra Vogue nýr stílisti Balenciaga? 13.1.2013 16:15 Svona hafið þið aldrei séð hana Ofurfyrirsætan Kate Moss er nánast óþekkjanleg í nýrri auglýsingaherferð fyrir vor- og sumarlínu Versace. Kate er óvenju brún á myndunum úr herferðinni og sannar í eitt sinn fyrir öll að hún er kameljón. 13.1.2013 13:00 Hætt saman! Leikkonan Jennifer Lawrence og kærasti hennar til tveggja ára, leikarinn Nicholas Hoult, eru hætt saman. Jennifer hefur í nægu að snúast í leiklistinni og hafði ekki tíma til að sinna ástinni. 13.1.2013 12:00 Býður mömmu á Óskarinn Þó að lítið gangi í ástarlífinu hjá sjarmörnum Bradley Cooper þá er leiklistarferill hans á uppleið. Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í vikunni sem besti leikarinn og er löngu búinn að ákveða með hverjum hann fer á verðlaunahátíðina. 13.1.2013 11:00 Myndar dóttur Jagger fyrir H&M Tískurisinn H&M mun senda frá sér ,,rokk og ról" línu nú í vor. Fyrirsætan fyrir auglýsingaherferðina er engin önnur en Georgia May Jagger, en hún er dóttir rokkarans Mick Jaggers og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall. Stjörnuljósmyndarinn Terry Richardson sá um að taka myndirnar. Georgia , sem er 21 árs, segir rokktónlistina og umhverfið sem hún ólst upp í hafa haft mikil áhrif á sig. Einnig telur hún að tónlist hafi haft mikil áhrif á tísku í gegnum tíðina. Línan verður fáanleg í H&M í með vorinu. 13.1.2013 10:45 Demi með nýjan – 19 ára aldursmunur Leikkonan Demi Moore er búin að finna ástina í veitingastaðaeigandanum Harry Morton. Þau hafa farið á fjöldamörg stefnumót síðustu vikur og eru afar hrifin af hvort öðru. 13.1.2013 10:00 Já, hún var einu sinni ljóshærð Modern Family-skvísan Sofia Vergara er búin að vera í stuði síðustu daga að rifja upp gamla tíma. Hún birti röð af myndum af sjálfri sér á Twitter síðan hún var að byrja leiklistarferilinn í Kólumbíu og það kom mörgum á óvart að hún var einu sinni ljóshærð. 13.1.2013 09:00 Íslenskar systur í mest lesna blaði Seattle Systurnar Kristín Maríella og Áslaug Íris Friðjónsdætur hafa heldur betur slegið í gegn með skartgripalínunni Twin Within sem þær sendu frá sér í nóvember síðastliðnum. Kristín segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa og þær systur eru í skýjunum yfir velgengninni, en hálsmenin hafa selst eins og heitar lummur. 12.1.2013 21:15 Sjá næstu 50 fréttir
Ræðir við del Toro Leikstjórinn Guillermo del Toro vill fá leikkonuna Emmu Stone til að fara með hlutverk í nýrri kvikmynd eftir sig. Kvikmyndin er hrollvekja sem ber titilinn Crimson Peak. 17.1.2013 18:00
Lítillækkandi stimpill Megan Fox fannst hún vanmáttug eftir að hún var stimpluð kynbomba af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali sem leikkonan veitti Esquire. „Mér fannst ég vanmáttug. Mér fannst ég ekki sterk. Stimpillinn át alla aðra þætti persónuleika míns, ekki persónulega heldur í því hvernig fólk sá mig. Það var ekkert annað sem því þótti vert að vita eða sjá. Það gerði lítið úr mér. Ég var ímynd. Ég var uppstilling,“ sagði Fox, sem hefur að mestu dregið sig í hlé frá leiklistinni og frægðinni. 17.1.2013 16:00
Hreinskilinn við Cox Courteney Cox og David Arquette standa í skilnaði um þessar mundir en það þýðir ekki að þeim sé ekki vel til vina. Cox mærði fyrrverandi eiginmann sinn í viðtalsþætti Ellen DeGeneres fyrir skemmstu og Arquette dásamaði Cox í nýlegu viðtali við People. 17.1.2013 12:00
Egill leikur Egil Atriði fyrir Hollywood-myndina The Man Who Sold the World verður tekið upp í stúdíói Silfurs Egils í dag. 17.1.2013 11:00
Alvitað leyndarmál Leikarinn Victor Garber staðfesti í viðtali við bloggarann Greg Hernandez að hann væri samkynhneigður. Hann sagði kynhneigð sína ekki vera neitt leyndarmál, enda hefði hann verið í sambúð með kærasta sínum, listamanninum Rainer Andreesen, í þrettán ár. 17.1.2013 06:00
Alveg einstakur persónuleiki "Hann var búinn að vera veikur, með tannsýkingu og sýkingu í beinum, og hættur að borða eins og dýr gera þegar þau gefast upp. Dýralæknar voru búnir að meðhöndla hann eins og hægt var og að lokum tókum við þá erfiðu ákvörðun um að láta svæfa hann,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Kattholts, um heimilisköttinn Bjart sem kvaddi þennan heim á þriðjudag. Bjartur var mörgum vel kunnur, enda sinnti hann hlutverki móttökustjóra Kattholts. 17.1.2013 06:00
Ómissandi snyrtivörur Ebbu Ebba Guðný Guðmundsdóttir ástríðukokkur með meiru hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún heldur úti fróðlegri matarsíðu PureEbba.com samhliða því að skrifa matreiðsluækur á sinn einstaka máta. Lífið spurði Ebbu hvaða fimm snyrtivörur hún getur ekki verið án. 16.1.2013 16:00
Við erum vinir – ekki elskhugar Mikið hefur verið slúðrað um það síðustu daga að Íslandsvinurinn Russell Crowe sé byrjaður með hinni þokkafullu Ditu Von Teese. Russell segir það hins vegar ekki vera satt. 16.1.2013 16:00
Flaggar trúlofunarhringnum á setti Trúlofunarhringur Oliviu Wilde er sko ekkert slor en hún játaðist grínistanum Jason Sudeikis stuttu eftir jól. Olivia var ófeimin að sýna hringinn á setti nýjustu myndar sinnar, The Third Person. 16.1.2013 15:00
Charlie Sheen verður afi Ærslabelgurinn Charlie Sheen verður afi í fyrsta sinn seinna á árinu. Elsta dóttir hans, Cassandra Estevez, gengur með sitt fyrsta barn en hún er 28 ára gömul. 16.1.2013 13:30
Ég er hommi Leikarinn Victor Garber, sem lék meðal annars Jack Bristow í Alias og skipasmiðinn Thomas Andrews í Titanic, staðfesti það í vikunni að hann er samkynhneigður. 16.1.2013 12:30
Crawford hefur engu gleymt Tískusíðan Fashion Gone Rouge birti nýlega myndaþátt þar sem ofurfyrirsætan Cindy Crawford var mynduð af Andrew Macpherson. Myndaþátturinn var tekinn sérstaklega fyrir heimasíðuna og bar hann einfaldlega nafnið Cindy. Þar sat hún fyrir í fötum frá Giorgio Armani, DAY Birger et Mikkelsen, Calvin Klein, Acne og fleirum. Það er deginum ljósara að hin 46 ára gamla Crawford hefur engu gleymt, en hún hefur starfað sem fyrirsæta í fjölda ára. Til gamans má geta að árið 1995 var hún sú fyrirsæta í heiminum sem þénaði mest og var valin kynþokkafyllsta kona allra tíma af tímaritinu Men's Health um árið. 16.1.2013 12:00
Fótalaus afrekskona með meiru Meðfylgjandi má sjá myndir af Aimee Mullins, 37 ára, fyrrum Ólympíufara sem keppti á árum áður fyrir hönd Bandaríkjanna. Afrekskonan Aimee er fyrirsæta sem á tólf pör af fótleggjum, eða öllu heldur gervifætur fyrir öll tilefni... 16.1.2013 10:45
Hélt að hún gæti ekki eignast börn Rapparinn Kanye West tilkynnti um óléttu kærustu sinnar, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, stuttu fyrir áramót. Það hefur þó ekki reynst þeim auðvelt að eignast barn. 16.1.2013 09:30
Bensínlaus ÓB-maður Grínistarnir úr Mið-Íslandi, þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Björn Bragi Arnarsson, komust í hann krappan í gær þegar bíllinn þeirra varð bensínlaus á miðri Hringbrautinni, með öllum þeim vandræðagangi sem því fylgdi. 16.1.2013 12:00
Samvinna í gegnum Skype og Dropbox Vinkonurnar Kari Ósk Grétudóttir og Kristín Eiríksdóttir hafa lokið við sitt fyrsta leikverk. Leikritið, Karma fyrir fugla, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1. mars. 16.1.2013 07:00
Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16.1.2013 07:00
Stórar Eurovision-stjörnur á svið Hörpu Pink Iceland stendur fyrir Eurovision-tónleikum á Rainbow Reykjavík-hátíðinni um mánaðamótin næstu. Söngvararnir eru margreyndir. 16.1.2013 07:00
Útötuð í drullu Leikkonan Demi Moore skellti sér í heilsumeðferð í Mexíkó í vikunni. Hún skellti sér í hugleiðslu á ströndinni og ataði sig alla út í drullu til að fá sem mest út úr stundinni. 15.1.2013 15:00
Gjaldþrota poppari Söngvarinn Shane Filan var eitt sinn hluti af Westlife, vinsælasta strákabandi Írlands allra tíma. Á blómaskeiði sveitarinnar rakaði hann inn milljónum á ári en nú er hann orðinn gjaldþrota. 15.1.2013 13:00
Farðaði heimsfrægan fótboltamann Lífið heyrði stuttlega í Elínu Reynisdóttur förðunarmeistara sem býr í Dubai ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Elín hefur unnið við fjölda spennandi verkefna í Saudi Arabíu og nú síðast farðaði hún engan annan en Raul einn frægasta fótboltamann Spánverja sem spilaði með með Real Madrid 1992-2010. Hvernig stendur á því að þú ert að farða stjörnuna? "Ég var að vinna í sjónvarpsauglýsingu í fjóra daga í Quatar Doha fyrir Bank of Quatar og í henni voru fullt af íþróttastjörnum, aðallega stjörnur í Quatar. Þar voru arabameistarinn í boxi, körfuboltalið Quatar, sund- og dýfingafólk, fimleikafólk, spretthlauparar, langhlauparar og margir aðrir. Hann Raul var aðalstjarnan. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri frægur fótboltamaður. Ég hélt fyrst að hann væri einn af hlaupurunum," svarar Elín. Hvernig var að vinna með kappanum? "Hann var algjört yndi og var að segja mér frá því að hann ætti fimm börn, fjóra stráka og svo loksins eina stelpu. Hann sýndi mér myndir mjög stoltur," útskýrir Elín. 15.1.2013 11:00
Alveg eins og pabbi heitinn Matilda, dóttir leikarans Heath Ledger heitins, er mjög lík föður sínum. Þetta segir Sally Ledger, móðir leikarans, í ástralska tímaritinu New Idea. 15.1.2013 10:00
Ein á ströndinni Ofurmódelið Irina Shayk leiddist ekki á ströndinni á Miami í vikunni þó að kærasti hennar, fótboltakappinn Cristiano Ronaldo, væri víðsfjarri. 15.1.2013 16:00
Hollustan rauði þráðurinn í lífinu Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári? 15.1.2013 09:00
Hita upp fyrir Eurovision með sínum hætti Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson taka þátt í Söngvakeppninni. 15.1.2013 06:00
Gallafatnaður vinsæll Eitt af aðal tískutrendum vorsins er klárlega gallaefni. Gallaefni sést til að mynda í buxum, skyrtum, pilsum, stuttbuxum og jökkum. Gallaskyrturnar eru með herralegu sniði en þó ekki þannig að það líti út fyrir að þú hafir skellt þér í skyrtu af karlinum þínum, sniðin eru kvenlegri en áður og það má með sanni segja að gallatískan sé mjög fjölbreytt og spennandi í ár. Í dag er reglan sú að það er engin regla eins og segir á vefnum Tíska.is. Gallaefni í kjólum verður áberandi þannig að þar blandast saman hversdagstískan og kvenlegheit sem okkur finnst snilld. Nú eru útsölur í fullum gangi hér á landi og um að gera að tryggja sér gallaflíkur sem þú getur notað áfram í vor. Hér eru nokkur dæmi beint af tískupöllunum. 14.1.2013 19:00
Trúlofað stjörnupar Leikkonan Olivia Wilde og grínistinn Jason Sudeikis eru búin að trúlofa sig. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi Oliviu um helgina. 14.1.2013 18:00
5 ómissandi hlutir Tinnu Alavis Lífið spurði Tinnu Alavis nema og tískubloggara á Secrets.is hvaða húð- og hárvörur hún getur ekki verið án. Tinna nefndi fimm hluti sem hún notar daglega þegar kemur að útlitinu og af hverju. 14.1.2013 16:15
Fann ástina á ný Leikkonan Jennie Garth, sem er hvað best þekkt úr sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er búin að finna ástina á ný í örmum tónlistarmannsins Jeremy Salken. 14.1.2013 13:00
Magnaðar myndir af norðurljósunum Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók þessar fallegu myndir af norðurljósunum í gærkvöldi á eyðibýli sem heitir Fiskilækur. Eins og sjá má logaði himininn af norðurljósunum á magnaðan hátt. 14.1.2013 12:00
Stóllinn drepur þig Hvað getur þú gert í þínu lífi til að halda efnaskiptunum og brennslunni þinni hærri en hún er fyrir, án þess að taka æfingarnar inn í spilið ef þær eru það fyrir? 14.1.2013 11:45
Gæti keppt í Ungfrú heimi fyrir Filippseyjar Ásdís Lísa stígur sín fyrstu skref í heimi fegurðarsamkeppna og getur treyst á leiðsögn frá kærastanum sínum, Ólafi Geir Jónssyni, sem var krýndur Herra Ísland árið 2005. 14.1.2013 11:00
Erfitt að vera ofurfyrirsæta Kate Moss og Naomi Campbell eru tvær af þekktustu ofurfyrirsætum heims. Þær eru vanar því að klæðast hátískufatnaði, sóla sig á snekkjum og umgangast frægasta fólk í heimi en þær segja þetta módellíf þó ekki vera dans á rósum. 14.1.2013 09:00
Trúlofuð strippara Glamúrfyrirsætan Katie Price er fljót að finna sér nýjan unnusta. Hún sleit trúlofun við Leandro Penna fyrir ellefu vikum og er nú trúlofuð fatafellunni Kieran Hayler. 14.1.2013 07:45
Svart og hvítt í sumar Í sumar verður afar vinsælt að klæðast svörtu og hvítu saman ef marka má helstu tískuspekúlanta. Þessi samsetning spilaði stórt hlutverk í vor -og sumar sýningum hönnuða á borð við Marc Jacobs, Céline, Alexander Wang og Jil Sander. Það má segja að þetta trend sé nokkur tilbreyting frá fyrri árum, en það er venjan að litadýrð sé við völd í sumartískunni. Skemmtileg tilbreyting í anda sjöunda áratugarins. 13.1.2013 18:45
Klæðaburður Destiny's Child í gegnum tíðina Það ætlaði allt um koll að keyra í heimsbyggðinni þegar hljómsveitin Destiny's Child með Beyoncé í fararbroddi tilkynnti um endurkomu sína á dögunum... 13.1.2013 18:30
Svona hafið þið aldrei séð hana Ofurfyrirsætan Kate Moss er nánast óþekkjanleg í nýrri auglýsingaherferð fyrir vor- og sumarlínu Versace. Kate er óvenju brún á myndunum úr herferðinni og sannar í eitt sinn fyrir öll að hún er kameljón. 13.1.2013 13:00
Hætt saman! Leikkonan Jennifer Lawrence og kærasti hennar til tveggja ára, leikarinn Nicholas Hoult, eru hætt saman. Jennifer hefur í nægu að snúast í leiklistinni og hafði ekki tíma til að sinna ástinni. 13.1.2013 12:00
Býður mömmu á Óskarinn Þó að lítið gangi í ástarlífinu hjá sjarmörnum Bradley Cooper þá er leiklistarferill hans á uppleið. Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í vikunni sem besti leikarinn og er löngu búinn að ákveða með hverjum hann fer á verðlaunahátíðina. 13.1.2013 11:00
Myndar dóttur Jagger fyrir H&M Tískurisinn H&M mun senda frá sér ,,rokk og ról" línu nú í vor. Fyrirsætan fyrir auglýsingaherferðina er engin önnur en Georgia May Jagger, en hún er dóttir rokkarans Mick Jaggers og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall. Stjörnuljósmyndarinn Terry Richardson sá um að taka myndirnar. Georgia , sem er 21 árs, segir rokktónlistina og umhverfið sem hún ólst upp í hafa haft mikil áhrif á sig. Einnig telur hún að tónlist hafi haft mikil áhrif á tísku í gegnum tíðina. Línan verður fáanleg í H&M í með vorinu. 13.1.2013 10:45
Demi með nýjan – 19 ára aldursmunur Leikkonan Demi Moore er búin að finna ástina í veitingastaðaeigandanum Harry Morton. Þau hafa farið á fjöldamörg stefnumót síðustu vikur og eru afar hrifin af hvort öðru. 13.1.2013 10:00
Já, hún var einu sinni ljóshærð Modern Family-skvísan Sofia Vergara er búin að vera í stuði síðustu daga að rifja upp gamla tíma. Hún birti röð af myndum af sjálfri sér á Twitter síðan hún var að byrja leiklistarferilinn í Kólumbíu og það kom mörgum á óvart að hún var einu sinni ljóshærð. 13.1.2013 09:00
Íslenskar systur í mest lesna blaði Seattle Systurnar Kristín Maríella og Áslaug Íris Friðjónsdætur hafa heldur betur slegið í gegn með skartgripalínunni Twin Within sem þær sendu frá sér í nóvember síðastliðnum. Kristín segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa og þær systur eru í skýjunum yfir velgengninni, en hálsmenin hafa selst eins og heitar lummur. 12.1.2013 21:15