Fleiri fréttir

Bókin Rof kom fyrst út rafrænt

„Við sjáum alls staðar að rafbókavæðingin er að sækja á,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti og Veröld. Glæpasaga Ragnars Jónassonar, Rof, er komin í sölu sem raf- og hljóðbók þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að koma út í hinni hefðbundnu prentuðu útgáfu. Þetta sætir tíðindum hjá svona stóru forlagi en hingað til hafa bækur komið fyrst út, og jafnvel eingöngu út, í rafrænu formi hjá smærri útgáfufélögum.

Danir hrifnir af Pabbanum

Einleikurinn Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson hefur hlotið mjög góð viðbrögð í Danmörku. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um hann og dagblöðin Politiken og Berlinske Tidende splæstu bæði á hann fjórum stjörnum.

1.700 hundruð manns í Viðey

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Yoko Ono sem mætti ásamt fylgdarliði út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni í sjötta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu voru tæplega 1700 manns viðstaddir athöfnina.

Nakin á plötuumslaginu

Söngkonan Christina Aguilera sýndi aðdáendum sínum á Twitter nýja umslagið fyrir plötuna Lotus fyrir helgi.

19 ára aldursmunur stöðvar ekki sanna ást

Leikkonan Amber Tamblyn giftist Arrested Development-stjörnunni David Cross um helgina. Amber er 29 ára en David 48 ára og þau hafa verið saman í dágóðan tíma.

Kate Middleton gaf Reese sængurgjöf

Hertogynjan Kate Middleton er hjartahlý með eindæmum og sendi sængurgjöf til leikkonunnar Reese Witherspoon þegar hún eignaðist soninn Tennessee James fyrr í mánuðinum.

Ég er Tyra Banks og ég er með appelsínuhúð!

Ofurfyrirsætan og viðskiptamógúllinn Tyra Banks er með sjálfstraustið í lagi. Hún deildi myndum á Twitter og Instagram úr myndatöku sem hún fór í og skilaboðin eru skýr.

Glæsilegir gestir Yoko Ono í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í dag þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum / LENNONONO GRANT FOR PEACE. Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er annað hvert ár í Reykjavík og er þetta í fjórða sinn sem athöfnin fer fram hér á landi.

Gnarr, Gaga og Yoko Ono á rauða dreglinum

Vel fór á með þeim Lady Gaga, Yoko Ono og Jóni Gnarr er þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu rétt í þessu eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Afslöppuð þrátt fyrir kynþokkann

Leikkonan Mila Kunis, 29 ára, kynþokkafyllsta núlifandi konan í öllum heiminum að mati tímaritsins Esquire var afslöppuð klædd í gráar í jogging-buxum ásamt kærastanum, leikaranum Ashton Kutcher, 34 ára.

Margrét Gnarr æfir eins og skepna

Dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, komst ekki á verðlaunapall á IFBB heismeistarmótinu í fitness sem fram fór í Póllandi síðustu helgi. Nú er hún stödd í Madríd þar sem hún keppir í Arnold Classic keppninni næstu helgi...

Pæjur á pólómóti

Fræga og fallega fólkið kom saman á Clicquot Polo Classic á dögunum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið lagt upp úr því að klæðast rétta dressinu á rauða dreglinum.

Kynferðislegar langanir Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hikar ekki við að segja í meðfylgjandi myndbandi hvað henni þykir kynferðislega óaðlaðandi í fari karlmanna. Myndbandið var tekið af Kim í miðri myndatöku fyrir tímaritið Tatler. Hún segir meðal annars að slæmar tennur, neglur og stór eyru hafi áhrif á löngun hennar á karlmönnum.

Orðrómurinn staðfestur

Þá er orðrómurinn staðfestur. Robert Pattinson og Kristen Stewart eru tekin saman á ný. People Magazine hefur það nú eftir nokkrum heimildarmönnum og nákomnum vinum fyrrverandi Twilight parsins að það sé tekið saman á ný. Parið hittist í Los Angeles í síðasta mánuði til að ræða málin eftir framhjáhald Stewart með leikstjóranum Rupert Sanders. Virðist parið hafa fundið ástina á ný og í kjölfarið ákvað Pattinson að hætta við að selja heimili þeirra eins og hann hafði ákveðið.

Stjörnusminka fagnar með stæl

Kristín H. Friðriksdóttir förðunarmeistari sem hefur farðað stjörnur Íslands hvorki meira né minna en 27 ár og er enn að - hélt upp á fimmtugsafmælið sitt með stæl í sal Karlakórs Fóstbræðra. Fjöldi gesta fagnaði með Stínu eins og hún er ávallt kölluð. Eins og myndirnar sýna leiddist engum í afmælisveislunni og veitingarnar voru aldeilis ekki af verri endanum.

Lady Gaga og Julian Assange eyddu kvöldi saman

Stórstjarnan Lady Gaga, sem mun taka á móti LENNON/ONO friðarverðlaunum í Hörpu í dag, hitti stofnanda WikiLeaks um helgina, skömmu eftir að hún hafði kynnt nýtt ilmvatn í versluninni Harrods.

Skautað til sigurs

Clair Williams kom til Íslands fyrir tæpu ári til að starfa sem yfirþjálfari listskautadeildar Bjarnarins.

Forbrydelsen 3 fær góðar viðtökur

Tæplega 1,7 milljónir Dana sátu límdar við skjáinn er fyrsti þáttur í þriðju röð Forbrydelsen var frumsýndur í Danmörku í síðustu viku. Glæpaþættirnir, með lögreglukonuna Söru Lund í fararbroddi, hafa notið gríðarlegra vinsælda og þriðju þáttaraðarinnar verið beðið með eftirvæntingu.

Útbúa fimm umslög fyrir Skúla

Myndlistarkonan Ingibjörg Birgisdóttir og Orri Jónsson ætla að hanna umslög fyrir fimm plötur bassaleikarans Skúla Sverrissonar. Þau hafa þegar lokið við eitt, sem er við nýja plötu Skúla og saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar, The Box Tree. Það er ansi óvenjulegt því hægt er að opna það þannig að það lítur út eins og landakort.

Þessi tvö eru óaðskiljanleg

Kærustuparið Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru víst yfir sig ástfangin af hvort öðru ef marka má vin parsins.

Trúlofunarhringur Jennifer Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, er með risastóran hring á baugfingri vinstri handar eins og sjá má á myndinni sem tekin var af henni og unnustanum leikaranum Justin Theroux fyrir utan hótelið sem þau gistu á í Mexíkó á laugardaginn var. Það er eflaust hrikalega mikil pressa á Justin Theroux að standa sig í þessu sambandi því samanburðurinn við engan annan en leikarann Brad Pitt hverfur aldrei. Slúðurheimurinn beggja vegna vestan hafs mun sjá til þess - ó já!

Slétt sama - ómáluð

Fyrirsætan og leikkonan Brooke Shields, 47 ára, er stórglæsileg kona sem er greinilega slétt sama þó að ljósmyndarar elti hana á röndum þegar hún skellir sér í bæinn - ómáluð.

Klessti á og skildi eftir miða

Leikarinn Ben Affleck komst í hann krappann um helgina þegar hann klessti á kyrrstæðan bíl í Santa Monica í Kaliforníu.

Langaði alltaf að verða læknir

"Ég fer nú fyrst alltaf í skólann og þegar ég kem heim fer ég á frjálsíþróttaæfingu eða á píanóæfingu. Þegar ég kem heim borða ég kvöldmat og fer í sturtu og læri heima og síðan horfi ég oft á sjónvarpið," segir Sigurlaug sigurvegari Elite...

Ballið búið eftir 30 ára hjónaband

Leikarinn Danny DeVito er skilinn við leikkonuna Rheu Perlman en þau giftu sig 28. janúar árið 1982. Fjölmiðlafulltrúi leikarans hefur staðfest orðróminn sem var orðinn ansi hávær í Hollywood. Sagan segir að Rhea hafi fengið nóg af Danny eftir öll þessi ár en hann mætti til dæmis haugadrukkinn í viðtöl og fleira í þeim dúr.

Tók danska kúrinn á þetta

Söngvarinn Daníel Oliver flutti búferlum til Svíþjóðar árið 2011. Síðan þá hefur hann haft nóg að gera þar í landi en hann hefur meðal annars komið fram á tónlistarhátíðunum Malmö Beach Festival og Stockholm Pride ásamt því að troða upp á tónleikum í London í lok september.

Hvor er flottari?

Þær eru án efa báðar í flokki þeirra flottustu í hinni stóru Hollywood um þessar mundir þær Blake Lively og Leighton Meester en þær eiga það líka sameiginlegt að leika í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Gir...

Þokkagyðja klippir á borða

Leikkonan og þokkagyðjan Monica Bellucci var glæsileg við opnun nýrra Cartier verslunar í Mílano á Ítalíu um helgina en hún var fengin til að klippa á borða í opnuninni.

Lady Gaga ældi í miðju lagi - en missti ekki úr takti

Stórstjarnan Lady Gaga, sem mun veita friðarverðlaunum Yoko Ono og John Lennon móttöku á morgun, átti heldur erfiða helgi, en hún ældi fjórum sinnum á sviði þar sem hún var að spila fyrir aðdáendur sína í Barcelona á Spáni.

Ofurfyrirsæta frumsýnir fatalínu

Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Doutzen Kroes frumsýndi fatalínu sína fyrir veturinn í Hamborg um helgina. Fatalínan ber heitið Repeat by Doutzen og leggur áherslu á þægindi en mikið er um kashmir, ull og bómullarefni í línunni.

Verður glæsilegri með árunum

Það er ekki hægt að deila um það að stórleikkonan Gwyneth Paltrow verður glæsilegri með hverju árinu. Hún slær iðulega í gegn á rauða dreglinum með vel völdum kjólum og mikilli útgeislun. Svo má ekki gleyma því að hún er í mjög góðu líkamlegu formi en hún æfir í heitum sal daglega með þjálfara.

Dansaði fyrir aðdáendur og ljósmyndara

Breska söngkonan Leona Lewis tekur sig augljóslega ekki of hátíðlega en hún sló á létta strengi og steig nokkur dansspor fyrir aðdáendur sína og ljósmyndara í London um helgina. Lewis var á leið sinni á fyrsta úrslitakvöld breska hæfileikaþáttarins X Factor í London um helgina með vinkonu sinni þegar hún var mynduð í bak og fyrir en Lewis sigraði einmitt sömu keppni árið 2006 og hefur ferill hennar gengið ævintýranlega síðan.

Kærastinn stendur sig vel

Ofurfyrirsætan Heidi Klum naut helgarinnar í Kaliforníu meðal annars með því að horfa á son sinn keppa í fótbolta. Með henni í för voru foreldrar hennar, Gunter og Erna Klum, dætur hennar tvær og nýji kærastinn Martin Kristen.

Örmagna ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Adriana Lima var mynduð um helgina eftir að hafa lokið við æfingu. Fyrirsætan virtist örmagna þar sem hún sat á bekk eftir langt útihlaup með þjálfara sínum. Fyrirsætan hefur talað opinskátt um þær aðferðir sem hún notast við þegar styttist í aðal sýningu ársins, þar að segja Victoria Secret tískusýninguna en fyrir hana drekkur Lima aðeins ferska safa í nokkra daga. Sex vikum fyrir sýningu neytir hún svo hvorki kolvetna ne fitu og æfir tvisvar sinnum á dag. Fyrirsætan viðurkenndi í viðtali að um mikla öfga væri að ræða.

Stuðfólk á afmælistónleikum

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudagskvöldið þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu. Gestir áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni og gleðin lýsti af hverju andliti eins og meðfylgjandi myndir, sem Daníel Rúnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók, bera með sér.

Sjá næstu 50 fréttir