Fleiri fréttir

Hádegismatur með mömmu

Það hefur mikið mætt á Mariu Shriver og hennar fjölskyldu eftir að eiginmaður hennar Arnold Schwarzenegger gaf út ævisögu sína þar sem ýmislegt skrautlegt er að finna.

Auglýsingabransinn eins og hann leggur sig

Gríðarlegur áhuginn var á ráðstefnu um Krossmiðlun, sem fyrirtækin í Kaaberhusinu, Fíton, Kansas, Skapalón, Miðstræti og Auglýsingamiðlun, stóðu að í gærdag. Hátt í 500 atvinnumenn í markaðsmálum fylltu norðurljósa-sal Hörpunnar. Meðal fyrirlesara voru fulltrúar frá Google, Huge Inc., Timgu og Dominos. Þeir kynntu mikilvægi þess að hugsa markaðsmál sem heild og á hvernig vefur, samfélagsmiðlar og snjallasímar skipa ríkan sess í markaðssetningu, vöru og þjónustu ásamt hefðbundnum miðlum. Skoða myndir frá ráðstefnunni HÉR.

Katrín opnar stærstu bókabúð landsins

Í gær opnaði Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formlega stærstu bókabúð landsins að viðstöddum helstu bókaútgefendum Íslands. Á eBækur.is fást allar helstu rafbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku auk hundruða þúsunda erlendra bókatitla. Bæði er um rafbækur og hljóðbækur að ræða. Samhliða vefnum bjóða eBækur upp á fyrsta íslenska rafbóka-appið til að fullkomna séríslenska lestrarupplifun í spjaldtölvum og snjallsímum. Hægt er að nálgast eBóka appið á App Store og Play Store.eBækur eru samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og í tilefni af Lestrarhátíð í október gefa eBækur rafbókina Vögguvísu eftir Elías Mar.Í tilefni opnunar eBóka býðst notendum 30% afsláttur af fyrstu kaupum auk fimm sérvaldra bóka án endurgjalds við skráningu. Með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma hefur útgáfa og notkun hljóð- og rafbóka tekið stökk á stuttum tíma. Fyrirsjáanleg er útgáfa stöðugt fleiri titla og rafbókin mun jafnvel taka við af þeirri prentuðu í einhverjum tilvikum.

Stoltir hundaeigendur ganga Laugaveginn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hljómskálagarðinum eftir árlega göngu niður Laugaveginn sem Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir. Gengið var frá Hlemmi niður að tjörn. Skólahljómsveit Kópavogs sló taktinn með stoltum hundaeigendum. Vísir fangaði stemninguna með því að mynda nokkra hunda og eigendur þeirra eins og sjá má HÉR. Hundaræktarfélag Íslands - heimasíða.

Heimsókn hjá Hönnu Birnu á Stöð 2

Hún er fyrrverandi bingó- og borgarstjóri og gerir heimsins besta kakó að mati yngri dótturinnar. Í heimsókn kvöldsins bankar Sindri Sindrason upp á hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem býr í fallegu raðhúsi í Fossvoginu. Heimsókn hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 og er í opinni dagskrá.

Hætt saman

90210-stjarnan AnnaLynne McCord og kærasti hennar, leikarinn Dominic Purcell, eru hætt saman. Þau voru saman í rúmlega ár.

Jennifer giftir sig á búgarði Juliu Roberts

Heitasta kjaftasagan í Hollywood í dag er að vinalega leikkonan Jennifer Aniston ætli að ganga að eiga unnusta sinn Justin Theroux á búgarði leikkonunnar Juliu Roberts í Nýju-Mexíkó.

Ómáluð og með hárið í handklæði

Leikkonan Kate Hudson var í góðu skapi á setti nýjustu sjónvarpsmyndar sinnar í Boston í gær. Kate var klædd í gallabuxur og hvítan bol, nýbúin að þvo á sér hárið og var ekkert að hafa fyrir því að mála sig fyrir paparassana – enda mesti óþarfi.

Fjölmennt í Fíton fögnuði

Í gærkvöldi hélt auglýsingastofan Fíton árlegt partí í Kaaberhúsinu þar sem Auglýsingamiðlun, Skapalón, Miðstræti og Kansas, fögnuðu útgáfu Fítonblaðsins með viðskiptavinum og fjölda gesta sem skemmtu sér greinilega mjög vel eins og meðfylgjandi myndir sem Sigurjón Ragnar tók sýna. Skoða myndir HÉR.

Ég var næstum því dáin

Spéfuglinn Rosie O'Donnell hefur lifað viðburðarríku lífi. Hún fékk hjartaáfall fyrr á árinu og segir að sú lífsreynsla hafi breytt henni til hins betra.

Hundraðkall til að klappa kettinum Bjarti

"Ég man ekki nákvæmlega hvenær hann kom. Ætli það hafi ekki verið í kringum 2004, fljótlega eftir að Emil, gamli heimiliskötturinn, dó. Sigríður Heiðberg var formaður Kattavinafélagsins þá og hún var svo hrifin af Bjarti að hún gerði hann að næsta heimilisketti. Hann hefur verið hér síðan og er mjög hress miðað við aldur," segir Petrún Sigurðardóttir, starfsmaður Kattholts, um heimilisköttinn Bjart, sem fagnaði fjórtán ára afmæli á fimmtudag og verður viðstaddur sýningu kynjakatta í dag þar sem hann safnar fé til styrktar Kattholti.

Þarna leiddist engum

Verslunin Kastanía sem er í turninum Höfðatorgi fagnaði haustkomu á fimmtudagskvöldið. Fjöldi gesta mætti, skoðaði klútana, veskin, fatnaðinn og skartið samhliða því að njóta veitinga sem boðið var upp á...

Lifir á pasta og kampavíni

Poppstjarnan Christina Aguilera er óhrædd við að tala opinskátt um holdafar sitt sem fólk virðist elska að velta sér upp úr. Hún hefur bætt aðeins á sig síðustu misseri en heldur því fram að hún lifi heilsusamlegu lífi. Mataræðið segir annað.

Heldur með Obama

Rapparinn Snoop Dogg er mikill aðdáandi Barack Obama. Hann birti nýverið mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann útlistaði kosti Obama og galla Mitt Romney.

McCartney indæll náungi

Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John.

Fjörutíu milljóna klúbbhús frá góðærinu er til sölu

„Við vorum nokkrir félagar sem áttum þessa húseign og erum búnir að selja hana. Við áttum golfhermi saman inni í þessu húsi og spiluðum golf þarna og horfðum á enska boltann. Það var nú ekkert merkilegra en það,“ segir Ragnar Gíslason, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi.

Afdrifarík kassetta

Nýr útvarpsþáttur sem verður á bylgjunni sem Þorgeir Ástvaldsson hefur gert um Ellý.

Segir frá 50 ára grínferli

John Cleese ætlar að láta allt flakka um fimmtíu ára grínferil sinn í nýrri sjálfsævisögu sem Random House gefur út. Í bókinni ætlar hinn 72 ára Cleese að segja frá tíma sínum í Monty Python-leikhópnum og Hollywood-myndum sínum. Hann ætlar einnig að tala um fjögur hjónabönd sín. „Núna er hárréttur tími til að líta til baka á sama tíma og ég bíð spenntur eftir næstu fimmtíu árum,“ sagði Cleese. Susan Sandon hjá Random House er hæstánægð með samninginn. „Sjálfsævisögur gríngoðsagna verða ekki áhugaverðari en þessi.“

Læra umboðsmennsku í London

Guðný Lára Thorarensen og Steinþór Helgi Arnsteinsson hafa verið valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá breskri umboðsskrifstofu í allt að tíu vikur.

Er þetta trúlofunarhringur?

Jennifer Lopez hefur sést bera risastóran demantshring alla tískuvikuna í París og velta fjölmiðlar því nú fyrir sér hvort dívan sé búin að fá enn eitt bónorðið en eins og frægt er orðið á Lopez nokkur hjónabönd að baki.

Justin Bieber og Selena í sitthvoru lagi

Poppstjarnan Justin Bieber og kærasta hans, leik- og söngkonan Selena Gomez, yfirgáfu trampolín-skemmtigarð í Kaliforníu í sitthvoru lagi í gærdag. Ástæðan er eflaust ágengir ljósmyndarar sem sitja fyrir parinu hvert sem það fer. Eins og sjá má var Justin klæddur í stuttermabol merktan Drop Dead fataframleiðandanum með áletruninni "I Love Drop Dead". Fötin sem Justin gengur í seljast eins og heitar lummur vestan hafs sem er ekkert skrýtið miðað við aðdáendafjöldann sem elskar hann.

Ég hataði sjálfa mig

Söngkonan og fyrrum X Factor dómari Nicole Scherzinger hefur stigið fram og viðurkennt að hún faldi stórt vandamál, lotugræðgi eða búlimíu sem er átröskunarsjúkdómur sem einkennist af gífurlegu ofáti í lotum, yfirleitt á mjög kaloríuríkum mat sem síðan er þvingaður út úr líkamanum aftur, ýmist með uppköstum eða notkun laxerandi lyfja. Nicole sagðist hafa verið verst þegar hún skemmti með stúlknasveitinni Pussycat Dolls...

Ólétt ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen sást útrétta í vikunni en hún á von á sínu öðru barni á næstunni með unnusta sínum og fótboltamanninum Tom Brady. Sást glitta í stækkandi maga fyrirsætunnar sem ber óléttuna vel! Stutt er á milli barna en fyrir á hún tveggja ára gamlan son með fótboltamanninum.

Hanna Birna heimsótt í Fossvoginn

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum í fallegu raðhúsi í Fossvogi. Heimilið er stílhreint og fallegt en Hanna segir húsið vera til að nota það og stressar sig ekkert þótt yngri dóttirin spili fótbolta innan dyra eins og hún á það til að gera. Annað kvöld, á Stöð 2 strax á eftir kvöldfréttum heimsækir Sindri Sindrason Hönnu Birnu og fjölskylduna. Ekki láta þáttinn fram hjá þér fara!

Ástfanginn upp fyrir haus

Það leikur enginn vafi á því að 51 árs sjarmatröllið George Clooney sér ekki sólina fyrir kærustunni sinni, Stacy Keibler, 32 ára. Ef myndirnar eru skoðaðar er greinilegt að leikarinn getur ekki sleppt stúlkunni sem var stórglæsileg, reyndar klædd í mjög efnislítinn kjól en það er önnur saga, þar sem hún stillti sér upp með honum á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Argo í Beverly Hills í gær.

Greinilega nóg að gera hjá Gunnu Dís

Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni...

Fimmtíu ára afmæli Bond

Í dag eru fimmtíu ár liðin síðan fyrsta myndin um njósnarann James Bond, Dr. No, var frumsýnd.

Kátir frumsýningargestir

Leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin í leikverkinu Á sama tíma að ári sem frumsýnt var síðustu helgi í Borgarleikhúsinu. Verkið lagðist þetta líka svona vel í gesti sem mættu prúðbúnir á frumsýninguna síðustu helgi...

Heimsækir Ísland

Heimsækir Ísland Fyrirsætan Daria Werbowy er stödd á Íslandi um þessar mundir.

Idol-stjarna eignast stelpu

Idol-stjarnan Carly Smithson eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Todd í lok septembermánaðar. Parið fékk stúlku sem þau hafa nefnt Oliviu Mabel Smithson.

Ekkja Patrick Swayze deitar á ný

Lisa Niemi, sem var gift leikaranum Patrick Swayze heitnum í 34 ár, er byrjuð að deita á ný. Sá heppni er skartgripahönnuðurinn Albert DePrisco en þau hittust í afmæli Lisu.

Chris Brown hættur með píunni

Tónlistarmaðurinn Chris Brown er hættur með kærustu sinni Karrueche Tran. Ástæðan? Jú, vinskapur Chris við fyrrverandi kærustu sína Rihönnu sem hann gekk í skrokk á hér um árið.

Gyðja með gleraugu

Mad Men-leikkonan Christina Hendricks sýndi á sér nýja hlið á viðburði á vegum Specsavers í Sydney í Ástralíu á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir