Fleiri fréttir

Kínverjar ritskoða Titanic í þrívídd

Kvikmyndin Titanic hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda út um allan heim eftir að hún var nýverið frumsýnd í þrívídd. Kínverjar fá hins vegar ekki að sjá alla myndina í þrívídd. Kínverska kvikmyndaeftirlitið hefur ritskoðað myndina og til dæmis klippt út atriðið þar sem Kate Winslet situr fyrir berbrjósta. Ástæðuna segja þeir vera til að koma í veg fyrir káf í bíósalnum.

Koma fram hjá Fallon

Velgengni hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í Bandaríkjunum er á allra vörum. Plata hljómsveitarinnar, My Head Is an Animal situr í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldist í 55 þúsund eintökum vestanhafs í síðustu viku.

Þakklát fyrir tímann með Garðari

"Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð hvort sem ég er í sambandi eða ekki. Aðstæðurnar verða auðvitað aðeins erfiðari fjárhagslega en það er enginn sem þarf að hafa áhyggjur af mér. Ég er í tilfinningalega góðu jafnvægi og mér líður vel...

Beyonce og barnið

Söngkonan Beyonce Knowles, 30 ára, var með dóttur sína, Blue Ivy, vafða inn í teppi þegar hún yfirgaf heimili sitt í New York í gærdag. „Ég er mannleg eins og allir aðrir og hef ekki alltaf stjórn á aðstæðum hvað þá tilfinningum mínum,“ sagði Beyonce. Beyonce er með Lotho sólgleraugu á mynd.

Kominn með þvottabretti

Stjörnubloggarinn Perez Hilton, ritstjóri bloggsíðunnar Perezhilton.com, hefur misst 36 kíló síðan hann tók upp heilbrigðari lífsstíl árið 2008.

Ég bið ekki um mikið, segir Ásdís um draumaprinsinn

Aðspurð í Lílfinu, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag, hvort hún geti hugsa sér að hleypa öðrum manni inn í líf sitt og orðið ástfangin á ný svarar fyrirsætan Ásdís Rán: Já, já. Það eru svo margir ótrúlega góðir drengir í boði fyrir mig það er alveg það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Ég var ekki lengi að átta mig á því. Nú vil ég bara vera ein í einhvern tíma, njóta lífsins og leika mér en maður svo sem stjórnar því ekki þegar ástin ber að dyrum þó að það sé ekki á planinu hjá mér.

Ánægð í sambúð

Leikkonan Kate Bosworth segist hafa fundið þann eina rétta í leikstjóranum Michael Polish. Parið kynntist við gerð kvikmyndarinnar Big Sur sem Polish leikstýrði.

Jóga linnir skólakvíða

HeilsaRegluleg jógaiðkun bætir andlega heilsu ungmenna, þetta leiddi ný rannsókn á vegum Harvard Medical School í ljós.

Sýnishorn úr nýrri dogmamynd um Andrés Önd

Vísir sýnir hér sýnishorn úr glænýrri dogmamynd eftir danska leikstjórann Mads von Eibeltoft þar sem hinum skrautlega Andrési Önd er fylgt eftir. Sýnishornið var frumsýnt í nýjasta þætti grínhópsins Mið-Íslands á Stöð 2 í kvöld.

Spennumynd eftir uppskrift

Spennumyndin The Cold Light of Day segir frá ungum manni sem fer til Spánar til að hitta fjölskyldu sína en fríið fer ekki eins og til var ætlast og breytist fljótt í baráttu upp á líf og dauða. Myndin er frumsýnd annað kvöld.

Ron lendir í forræðisdeilu

Framhalds hinnar vinsælu gamanmyndar Anchorman er beðið með mikilli eftirvæntingu en Will Ferrell, Adam McKay, Steve Carell og Paul Rudd sitja nú við handritaskriftir.

Teiknaði fjölskyldu sína

Matt Groening, skapari Simpsons-fjölskyldunnar, upplýsti lesendur tímaritsins Smithsonian um ýmsa leyndardóma á bak við Simpson-þættina. Groening sagðist meðal annars hafa skapað persónurnar eftir eigin fjölskyldu.

Rihanna heifst af Skarsgård

Rihanna fer með hlutverk í spennumyndinni Battleship sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins. Þar leikur söngkonan á móti Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård og Liam Neeson og var hún að eigin sögn mjög heilluð af Skarsgård.

Nýr háralitur Rihönnu

Söngkonan Rihanna, 24 ára, er orðin dökkhærð. Ef myndirnar, sem teknar voru af henni í Sydney í Ástralíu í dag, eru skoðaðar má sjá að hún hefur látið raka vinstri hliðina...

Styrkja götubörn

Júlí Heiðar og Guðrún Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum til styrktar götubörnum í Kenía í kvöld klukkan 19.30.

Vinningshafar fara með þyrlu á Hróarskeldu

"Leikurinn snýst í raun um það að vera sniðugur og hugmyndaríkur, taka það upp og senda inn,“ segir Einar Thor um leik sem armbandaframleiðandinn Thorshammer hefur nú efnt til í samstarfi við Tuborg og X977.

Silfrað hárband Hilton

Paris Hilton hefur ekki verið áberandi í slúðurmiðlum vestan hafs undanfarið en hún vakti aldeilis lukku í Los Angeles í gær í bleikum kjól með málmbelti í mittið og silfrað hárband...

Brúðkaupsdagurinn ekki ákveðinn

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var með köflóttan sixpensara, í gærkvöldi þegar hún fékk sér að borða með unnusta sínum, tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake í Frakklandi en parið er á ferðalagi um Evrópu....

Ásdís Rán: Tígrisdýrið gengur laust

Tilveran er alltaf yndisleg. Maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf, segir fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir meðal annars í forsíðuviðtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins. Þar ræðir Ásdís í einlægni um skilnaðinn við knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson, fyrirsætuferilinn, lífið í Búlgaríu og framtíðarástina.

Glæsimenni á frumsýningu Battleship

Spennumyndin Battleship var frumsýnd nýverið og hafa stjörnur myndarinnar verið iðnar við að mæta á frumsýningar víða um heim. Battleship er byggð á hinu þekkta borðspili, Sjóorustu, og skartar Alexander Skarsgård, Liam Neeson, Taylor Kitsch, Tadanobu Asano, fyrirsætunni Brooklyn Decker og söngkonunni Rihönnu í aðalhlutverkum. Söguþráður myndarinnar hefur þó verið kryddaður með geimverum og geimflaugum og fjallar því um sjóorustu milli manna og geimvera.

Ráðherrar rekast á

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur líklega verið að flýta sér aðeins um of á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.

Fær frið frá eltihrelli

Leikarinn Alec Baldwin hefur loksins fengið frið frá eltihrellinum og kanadísku leikkonunni Genevieve Sabourin sem var á dögunum dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Baldwin og Sabourin fóru einu sinni á stefnumót árið 2010 en síðan þá hefur leikkonan aldeilis fengið Baldwin á heilann. Baldwin hefur meðal annars þurft að breyta um símanúmer eftir að hafa fengið þúsundir skilaboða frá Sabourin, sem einnig hefur ítrekað mætt óboðin í heimsókn til leikarans. Á dögunum varð lögreglan að fjarlægja hana frá tónleikunum í New York þar sem Baldwin var kynnir.

Endurvekja Gullkindina

„Það er búið að vera svo rosalega mikið af lélegu auglýsingarefni, sjónvarpsefni og útvarpsefni á boðstólum að undanförnu að okkur fannst við verða að heiðra það,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson um endurvakningu verðlaunahátíðarinnar Gullkindin.

Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót

Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum.

Húmor, spenna og Bollywood

Fimm myndir verða frumsýndar á Indverskri kvikmyndahátíð í Bíói Paradís í kvöld. Um er að ræða rómantísku myndina Stóri dagurinn (Band Baaja Baaraat), vísindamyndina Vélmenni (Enthirian), spennumyndina Dhoom 2 og dramamyndirnar Talaðu (Bol) og Hálsmenið (Madrasapattinam).

Mest stolið um páskana

Kvikmyndin Contraband, sem kom út í Bandaríkjunum í upphafi árs, er ein vinsælasta mynd ólöglegu deilisíðunnar The Pirate Bay.

Ber sérhannaðan hring

Justin Timberlake hannaði sjálfur trúlofunarhringinn sem hann gaf unnustu sinni, Jessicu Biel, en samkvæmt US Weekly er stúlkan ekki alltof hrifin af hönnun unnustans.

Er með glútenóþol

Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir holdafar sitt undanfarnar vikur. Einhverjir halda því fram að söngkonan þjáist af lystarstoli en Cyrus hefur vísað gagnrýninni á bug.

Stórafmæli Tom Cruise á Íslandi

Tom Cruise er væntanlegur til landsins í júní með tökuliði stórmyndarinnar Oblivion. Þetta staðfesti Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, í frétt á vef RÚV í gær.

Myndaði Eiffel-turninn í polli

Grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason á ljósmynd í bókinni 200 Best Ad Photographers sem hið virta þýska tímarit Lürzer's Archive gefur út á tveggja ára fresti.

María Sigrún orðin mamma

Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir er orðin léttari. Samkvæmt heimildum Vísis ól hún heilbrigðan og fallegan dreng. Eiginmaður Maríu Sigrúnar er Pétur Árni Jónsson, útgáfustjóri Viðskiptablaðsins en þau giftu sig síðastliðið sumar. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna.

Frumsýndi soninn á Twitter

Stjörnurnar eru farnar að nota samskiptasíðuna Twitter í auknum mæli en leikkonan Hillary Duff er greinilega hrifin af þessa samskiptatækni. Í síðustu viku birti hún í fyrsta sinn myndir af nýfæddum syni sínum á Twitter við góðar undirtektir aðdáenda sinna. Á sínum tíma var hún líka dugleg að deila meðgöngunni með fylgjendum sínum á samskiptavefnum.

Fyrrverandi fór heim með Brad Pitt

Hnefaleikakappinn Mike Tyson sagði spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien að hann hefði eitt sinn orðið vitni að því þegar eiginkona hans fyrrverandi kom heim með Brad Pitt.

Lagið Allt varð hljótt hljómar í Hunger Games

"Það er ekkert leiðinlegt að eiga tónlistina í mynd sem átti þriðju stærstu opnunina í Bandaríkjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, spurður út í lagið sitt Allt varð hljótt. Það hljómar í kvikmyndinni The Hunger Games sem hefur farið sigurför um heiminn. Aðeins myndirnar Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 2 og The Dark Knight hafa náð í meiri pening á frumsýningarhelgi sinni vestanhafs.

Fæðingar taka lengri tíma en áður

Konur eru lengur að fæða í dag en þær voru fyrir hálfri öld. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum National Institutes of Health sem birtist í American Journal of Obstetrics and Gynecology.

Vinsæl hönnun Ostwald Helgason

Hönnun tískumerkisins Ostwald Helgason hefur vakið töluverða athygli undanfarið ár og á meðal aðdáenda merkisins er bloggarinn heimsþekkti Susie Bubble.

Spila á hátíð í Austin

Rokkararnir í Singapore Sling spila á tónlistarhátíðinni Psych Fest í Austin í Texas í lok apríl. Þar verða einnig kunnar sveitir á borð við Meat Puppets og Brian Jonestown Massacre.

Derek er öðruvísi en The Office

Ricky Gervais segir að nýjustu gamanþættirnir hans, Derek, séu töluvert frábrugðnir öðrum þáttum sem hann hefur gert. Hann segir að aðalpersónan Derek Noakes sé meðvitaðri um sjálfan sig en David Brent úr The Office.

Vann ekki úr sorginni

Pete Doherty þykir leitt að hafa ekki verið boðið í jarðarför vinkonu sinnar Amy Winehouse. Í viðtali við NME sagði hann að söngkonan hefði viljað hafa hann á staðnum.

Vel heppnuð hátíð

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór að venju fram um páskana og þótti afar vel lukkuð. Einhverjir áttu þó erfitt með að komast aftur til Reykjavíkur að hátíðinni lokinni sökum veðurs.

Sjá næstu 50 fréttir