Lífið

Fyrrverandi fór heim með Brad Pitt

Hnefaleikakappinn Mike Tyson sagði spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien að hann hefði eitt sinn orðið vitni að því þegar eiginkona hans fyrrverandi kom heim með Brad Pitt.

Tyson var gestur O'Briens og lýsti því fyrir áhorfendum þegar hann sá fyrrverandi konu sína, Robin Givens, með hjartaknúsaranum.

„Við Robin áttum stundum ástarfundi eftir skilnaðinn og eitt sinn sat ég fyrir utan heimili hennar og beið og sá hana koma akandi með Brad Pitt. Ég varð miður mín, ég breyttist úr hörðum nagla í lina núðlu," sagði Tyson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.