Fleiri fréttir

Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC

"Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip.

Kærastinn í myndbandinu

Tónlistarkonan Jennifer Lopez er ófeimin við að flagga nýja kærastanum, dansaranum unga Casper Smart, en hann leikur lykilhlutverk í nýju myndbandi Lopez við lagið Love is Blind. Parið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aldursmunarins en Lopez er 18 árum eldri en Smart.

Börnin mega bíða

Kántrýsöngkonan geðþekka Carrie Underwood segist ekki ætla út í barneignir á næstunni. Hin 29 ára gamla Idol-söngkona giftist NHL hokkýkappanum Mike Fisher í júlí 2010. Hún segir þau vera mjög sátt við stöðu mála eins og er og að barneignir séu ekki í spilunum hjá þeim alveg strax.

Á von á strák

Victoria Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á von á litlum strák. Þetta tilkynnti fyrirsætan á Facebook-síðu sinni en hún á von á sér um miðjan maí samkvæmt vefsíðu People Magazine. „Við ætluðum að láta kynið koma okkur á óvart en vorum svo forvitin að við gátum ekki beðið,“ skrifar fyrirsætan í samskiptasíðuna en unnusti hennar og barnsfaðir er Jamie Mazur.

14 ára tvíburar setja upp leikjasíðu

„Við bjuggum síðuna og leikjaþjóninn til alveg sjálf og settum þetta allt saman upp. Við sjáum líka um fjármálin sjálf, en ef það verður of flókið þarf mamma stundum að hjálpa okkur,“ segir hinn 14 ára gamli Guðni Natan Gunnarsson um heimasíðuna osom.is sem hann heldur úti ásamt tvíburasystur sinni, Sigríði Stellu Gunnarsdóttur.

Sársaukafullt að ættleiða

Leikkonan Mariska Hargitay, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Law & Order: SVU, segir ættleiðingu erfitt ferli að ganga í gegnum. Hargitay og eiginmaður hennar, Peter Hermann, eiga einn líffræðilegan son og tvö ættleidd börn.

Páskatónleikar þvert um landið

„Kannski það verði páskaegg númer 3 með í för, en Matti er í einhverju kolvetnisátaki og ég er alltaf á fullu í íþróttunum svo það verður meira um harðfisk og banana held ég,“ segir Ingó Veðurguð sem verður að spila út um allt land með Matta Matt úr Pöpunum yfir páskahelgina.

Nánast óþekkjanleg

Leikkonan Lara Flynn Boyle, sem margir muna eftir úr sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, er nánast óþekkjanleg vegna allra þeirra lýtaaðgerða sem hún hefur farið í síðustu ár.

Of Monsters and Men í 2. sæti á Itunes

Platan My Head is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men situr nú í öðru sæti á vinsældarlista Itunes í Bandaríkjunum. Platan kom út þar í landi á þriðjudag, eins og nýjasta plata rappkvendisins Nicki Minaj, sem situr í efsta sæti listans.

Hættir ekki sjálfur

Daniel Craig, sem leikur James Bond, ætlar að halda áfram að leika njósnarann eins lengi og hann mögulega getur.

Hefði rekið mömmu sína

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian tjáir sig um samband sitt og móður sinnar, Kris Jenner, í nýjasta hefti tímaritsins Cosmopolitan.

Bæjarstjórinn skemmti sér með upptökustjóra Foo Fighters

Stjörnum prýtt brúðkaup fór fram í Hveragerði um síðustu helgi og var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, á meðal viðstaddra. Foreldrar körfuknattleiksmannsins Louie Kirkman létu pússa sig saman og á meðal gesta var Butch Vig, trommuleikari hljómsveitarinnar Garbage, meðlimir írsku sveitarinnar Undertones og sjónvarpsmaðurinn Chris Packham.

Borðaði eina máltíð á dag

Ástralski leikarinn Liam Hemsworth fer með hlutverk Gale Hawthorne í kvikmyndinni Hunger Games. Hann kveðst hafa borðað lítið sem ekkert á meðan hann bjó sig undir hlutverkið.

Sundur og saman

Hönnuðurinn og leikkonan Ashley Olsen sást með söngvaranum Jared Leto síðasta sunnudag. Síðast var stúlkan orðuð við hinn gifta leikara Johnny Depp.

Betrumbætt Hótel Borg

Glæsilegasta fólk landsins kom saman tilað fagna endurnýjun veitingastaðarins Lounge á Borginni síðustu helgi. Eins og sjá má var margt um manninn og gleðin við völd....

Stebbi og Eyfi á túr

Meðfylgjandi myndir tók Óskar Pétur Friðriksson í Hallarlundi á laugardaginn þegar félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson héldu tónleika. Þeir munu halda tvenna tónleika á Hótel KEA Akureyri, á morgun, fimmtudag og á laugarda. Þar verður með þeim tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Félagarnir ætla að túra um Ísland eins og hér segir: 5. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30) 7. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30) 23. apríl: Hvammstangakirkja (kl. 20.30) 24. apríl: Eyvindarstofa, Blönduósi (kl. 20.30) 25. apríl: Sauðárkrókskirkja (kl. 20.30) 26. apríl: Hofsósskirkja (kl. 20.30) 27. apríl: Saltfisksetrið, Grindavík (kl. 21.30) 7. maí: Ólafsfjarðarkirkja (kl. 20.30) 8. maí: Menningarhúsið Berg, Dalvík (kl. 20.30) 9. maí: Kaffi Brekka, Hrísey (kl. 20.30) 10. maí: Kaffi Rauðka, Siglufirði (kl. 21.00) 11. maí: Veitingastaðurinn Salka, Húsavík (kl. 22.00)

Gaman í Battleship

Rihanna hafði gaman af því að leika sterka kvenpersónu í hasarmyndinni Battleship. Þetta er fyrsta kvikmynd söngkonunnar og þar fer hún með hlutverk Coru Raikes. Liam Neeson leikur einnig í myndinni.

James Bond hefur leika

James Bond mun setja Ólympíuleikana sem fara fram í London í sumar. Það er leikarinn Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk Bonds í síðustu kvikmyndunum um njósnara hennar hátignar.

Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga

"Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir.

Hollywood sýnir Frost áhuga

Hollywood-fyrirtækið XYZ Films hefur sýnt áhuga á að endurgera íslenska spennutryllinn Frost fyrir bandarískan markað. Glæný þrjátíu sekúnda stiklu úr myndinni virðist hafa heillað fyrirtækið upp úr skónum.

Vill leika Houston

Rihanna hefur lýst yfir áhuga á að leika söngkonuna Whitney Houston verði kvikmynd um ævi hennar einhvern tímann gerð.

Anna Mjöll trúir ennþá á ástina

"Ég sakna orkunnar og minninganna á Íslandi. Annars gef ég mér nú ekki mikinn tíma til að sakna neins. Það breytir engu. Pabbi sagði við mig rétt áður en þetta skall á allt saman: "Maður heldur alltaf ...

Vice teygir anga sína til Íslands

"Ég skrifaði undir ráðningarsamning á servíettu í Stokkhólmi í febrúar,“ segir Daníel Ólafsson plötusnúður, viðskiptafræðinemi og nú tengiliður tímaritsins Vice á Íslandi.

Gagnrýna Madonnu

Madonna segir börnin sín fjögur vera óvægin í gagnrýni sinni á tónlist hennar. Söngkonan segir gagnrýnina stundum særa hana að innstu hjartarótum.

Fetar í fótspor stórstjarna

Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð.

Laumuleg óhollusta

Ekki er allur "hollur“ matur jafn hollur og ætla mætti ef marka má nýja rannsókn á vegum U.S. Department of Agriculture's Economic Research Service. Þar kemur fram að mikið af matvælum sem fyrirtæki markaðsetja sem holl eru það alls ekki.

Leyndardómar kjólsins

Enn dúkka upp sögur um leynimakkið er umkringdi brúðarkjól Kate Middleton. Nýjasta sagan frá því hvernig Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen, fór að því að panta efnið í kjólinn án þess að upp um hana kæmist.

Skilja sem vinir

Söngvarinn Adam Levine, sem syngur með hljómsveitinni Maroon 5, og kærasta hans til tveggja ára, Anna V, hafa bundið enda á samband sitt.

Segir Leo vera feitan

Leikkonan Kate Winslet hefur verið dugleg að kynna Titanic 3D í fjölmiðlum og hefur látið ýmislegt misjafnt flakka í tilefni þess. Leikkonan hefur meðal annars kallað mótleikara sinn feitan.

Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót

Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní.,,

Fer í vont skap í svörtu

Þorsteinn Blær, stílisti, hefur vakið eftirtekt fyrir litríkan klæðaburð sinn og nú síðast fangaði hann athygli ljósmyndara vefsíðunnar Fashionista.com sem birti mynd og viðtal við stílistann á síðu sinni. Fashionista.com er ein af vinsælli tískuvefsíðum heims og því ætti litríkur klæðnaður Þorsteins að ná augum fjölda fólks.

Transkona má vera með í Miss Universe

Transkonunni Jenna Talackova hefur verið heimilað að taka þátt í úrslitakeppni Miss Universe í Kanada. Aðstandendur keppninnar höfðu dregið Talackova úr keppni fyrir viku síðan eftir að upp komst að hún fæddist strákur. Í yfirlýsingu frá keppninni segir að Talackova fái að taka þátt, ef hún fylgir reglum keppninnar.

Dagblöð ekki í fararbroddi

Robert Redford segir að heimildarmyndir hafi tekið við af dagblöðum sem helsta vígi rannsóknarblaðamennsku. Redford, sem lék blaðamanninn Bob Woodward í All the President"s Men, segir að blöðin séu á niðurleið hvað þetta varðar. „Þess vegna eru heimildarmyndir svona mikilvægar. Þær koma sannleikanum líklega betur á framfæri,“ sagði hann við BBC. Fjöldi heimildarmynda frá Sundance-hátíðinni sem Redford stjórnar verður sýndur á kvikmyndahátíðinni Sundance London í apríl.

Tekur lífernið í gegn

Söngkonan Adele og kærasti hennar, Simon Konecki, hafa tekið mataræði sitt í gegn og gerðust nýverið grænmetisætur.

Axl Rose hatar mig

Slash, fyrrum gítarleikari Guns N"Roses, telur að söngvarinn Axl Rose hati sig. Í viðtali við Rolling Stone sagðist Slash endilega vilja spila með Guns N"Roses þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í Ohio 14. apríl. Hann gerir sér samt grein fyrir því að það mun ekki verða af því enda talar hann aldrei við Rose. „Hann hatar mig. Það eru margar ástæður fyrir því og ég veit ekki hverjar þær allar eru,“ sagði Slash, sem gefur út sína aðra sólóplötu, Apocalyptic Love, 21. maí.

Madonna slær út Elvis

Madonna hefur slegið met Elvis Presley yfir þá sólólistamenn sem hafa átt flestar plötur í efsta sæti breska vinsældarlistans. Plata hennar, MDNA, fór beint á toppinn um helgina og varð þar með hennar tólfta til að ná efsta sætinu þar í landi. Á plötunni nýtur hin 53 ára Madonna aðstoðar upptökustjórans Williams Orbit og fleiri aðila.

Litrík smekkleysa á hátíð barnanna

Verðlaunahátíðin Kids Choice Awards fór fram í Hollywood um helgina. Hátíðin er á vegum Nickelodeon-stöðvarinnar en það var kántrísöngkonan Taylor Swift sem vann aðalverðlaun kvöldsins en forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, afhenti þau. Kynnir kvöldsins var Will Smith og Katy Perry var meðal þeirra sem komu fram. Klæðnaður stjarnanna var óvenju ósmekklegur í ár þar sem margir ákváðu að láta reyna á skrítnar fatasamsetningar með misgóðum árangri.

Grétu á forsýningunni

Veturhús, ný heimildarmynd eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, var forsýnd á Eskifirði og Tjarnarbíói á dögunum. Myndin verður svo frumsýnd á Stöð 2 á Páskadag.

Verður pabbi

Breski söngvarinn Robbie Williams og eiginkona hans, bandaríska leikkonan Ayda Field, eiga von á sínu fyrsta barni. Williams tilkynnti fréttirnar á bloggsíðu sinni fyrir helgi.

Unga Carrie Bradshaw

Átján ára leikkonan AnnaSophia Robb var mynduð í New York við tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð „The Carrie Diaries“ eða Dagbók Carrie Bradshaw sem leikkonan Sarah Jessica Parker lék eftirminnilega í Sex and the City kvikmyndunum og sjónvarpsþáttarö Eins og sjá má á myndunum er AnnaSophia ekkert svo ólík Söruh Jessicu.

Willis faðir í fjórða sinn

Bruce Willis er orðinn pabbi í fjórða sinn. Hinn 57 ára leikari og eiginkona hans, Emma Heming Willis, eru alsæl með dótturina Mabel Ray Willis sem kom í heiminn 1. apríl. Willis á fyrir dæturnar Rumer, Scout og Tallulah, sem eru 18 til 23 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Demi Moore.

Jack and Jill fékk öll verðlaunin

Gamanmyndin Jack and Jill með Adam Sandler setti nýtt met þegar hún hrifsaði til sín öll verðlaunin á Razzies-skammarhátíðinni í Kaliforníu.

Ef Cobain væri á lífi

Endurgerða myndin A Star is Born sem er í undirbúningi fjallar um fyrrum söngvara Nirvana, Kurt Cobain, ef hann væri enn á lífi. Þetta segir Will Fetters, handritshöfundur myndarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir