Lífið

Vann ekki úr sorginni

Pete Doherty varð mjög sorgmæddur eftir að Amy Winehouse dó.
Pete Doherty varð mjög sorgmæddur eftir að Amy Winehouse dó.
Pete Doherty þykir leitt að hafa ekki verið boðið í jarðarför vinkonu sinnar Amy Winehouse. Í viðtali við NME sagði hann að söngkonan hefði viljað hafa hann á staðnum.

„Mér hefur ekki tekist að vinna úr þessari sorg," sagði Doherty, sem er þekktur fyrir misnotkun sína á vímuefnum. Hann bætti við að hann hefði verið í tómu rugli eftir að hann frétti af dauða söngkonunnar.

„Ég gat ekki talað við eða hitt nokkurn mann. Þegar ég tók upp gítarinn spilaði ég sorglegar ballöður um að Amy kæmi ekki í heimsókn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.