Boladagurinn í dag - Íslendingar hrella stjörnur á Twitter Boði Logason skrifar 2. mars 2012 10:44 Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður, er hérna í einum góðum bol. mynd úr einkasafni „Það sem er búið að vera gerast síðustu tíu klukkutímana er langt frá mínum björtustu vonum og maður er gjörsamlega orðlaus," segir íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson, sem stendur fyrir Boladeginum svokallaða á samskiptasíðunni Twitter í dag. Boladagurinn gengur út á að Íslendingar trufli erlendar stórstjörnur á Twitter. Markmiðið er að fá svar frá þeim á samskiptavefnum með öllum tiltækum ráðum. Sá sem fær svar frá stærstu erlendu stjörnunni er sigurvegari Boladagsins en þetta er í annað skiptið sem þessi dagur er haldinn á síðunni. Í fyrra sigraði körfuboltaspekingurinn Baldur Beck en hann fékk svar frá Fred Durst, söngvara Limp Bizkit og körfuboltamanninum Ron Artest. Þátttakan hefur vægast sagt verið góð en Boladagurinn hófst á miðnætti og stendur yfir í sólarhring. „Skömmu eftir að ég byrjaði á Twitter þá uppgötvaði ég að þetta gæti verið algjörlega frábær leið til þess að drepa tímann. Í þröngra vinahópi ákváðum við að blása til þessa dags fyrir ári síðan með mjög fínum árangri og mikilli skemmtun. Það var pressa frá mörgum strax að þetta yrði árlegur viðburður og var það því ákveðið." „Það er ótrúlegt að fylgjast með þeirri geðveiki sem er í gangi á Twitter og það verður magnað að fylgjast með þessu í allan dag. Það eru hundruð manna og þúsundir tísta, þetta er algjörlega með ólíkindum. Menn voru mjög ófrumlegir framan af en eftir því sem líður á eru frumlegheitin að detta í þetta. Það er mörg snilldar tíst að skila sér þó svo að því miður þurfi alltaf ákveðnir aðilar verða sér til skammar með einhverjum viðbjóðsheitum. En það er óhjákvæmilegur fylgifiskur allra fjöldasamkomna." Hægt er að taka þátt í boladeginum á Twitter með því að skrifa #boladagur í lok tísts. Og þá er einnig hægt að fylgjast með völdum tístum á heimasíðu boladagsins, boladagur.wordpress.com Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Það sem er búið að vera gerast síðustu tíu klukkutímana er langt frá mínum björtustu vonum og maður er gjörsamlega orðlaus," segir íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson, sem stendur fyrir Boladeginum svokallaða á samskiptasíðunni Twitter í dag. Boladagurinn gengur út á að Íslendingar trufli erlendar stórstjörnur á Twitter. Markmiðið er að fá svar frá þeim á samskiptavefnum með öllum tiltækum ráðum. Sá sem fær svar frá stærstu erlendu stjörnunni er sigurvegari Boladagsins en þetta er í annað skiptið sem þessi dagur er haldinn á síðunni. Í fyrra sigraði körfuboltaspekingurinn Baldur Beck en hann fékk svar frá Fred Durst, söngvara Limp Bizkit og körfuboltamanninum Ron Artest. Þátttakan hefur vægast sagt verið góð en Boladagurinn hófst á miðnætti og stendur yfir í sólarhring. „Skömmu eftir að ég byrjaði á Twitter þá uppgötvaði ég að þetta gæti verið algjörlega frábær leið til þess að drepa tímann. Í þröngra vinahópi ákváðum við að blása til þessa dags fyrir ári síðan með mjög fínum árangri og mikilli skemmtun. Það var pressa frá mörgum strax að þetta yrði árlegur viðburður og var það því ákveðið." „Það er ótrúlegt að fylgjast með þeirri geðveiki sem er í gangi á Twitter og það verður magnað að fylgjast með þessu í allan dag. Það eru hundruð manna og þúsundir tísta, þetta er algjörlega með ólíkindum. Menn voru mjög ófrumlegir framan af en eftir því sem líður á eru frumlegheitin að detta í þetta. Það er mörg snilldar tíst að skila sér þó svo að því miður þurfi alltaf ákveðnir aðilar verða sér til skammar með einhverjum viðbjóðsheitum. En það er óhjákvæmilegur fylgifiskur allra fjöldasamkomna." Hægt er að taka þátt í boladeginum á Twitter með því að skrifa #boladagur í lok tísts. Og þá er einnig hægt að fylgjast með völdum tístum á heimasíðu boladagsins, boladagur.wordpress.com
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira