Fleiri fréttir

Friðrik Dór sendir frá sér sitt fyrsta myndband

Söngvarinn Friðrik Dór hefur gefið frá sér sitt fyrsta myndband. Það er við lagið Fyrir hana. Hann frumsýndi myndbandið á Óliver síðastliðinn Fimmtudag og fékk góðar undirtektir.

Taka upp auglýsingu fyrir Yellow Pages hér á landi

Íslenska kvikmydadúóið Árni & Kinski eru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingu fyrir bandarísku útgáfuna af Gulu Síðunum. Stefán Árni og Siggi Kinski eru báðir búsettir í Bandaríkjunum með fjölskyldum sínum en segjast nýta hvert tækifæri til að koma og taka upp auglýsingar hér heima.

Ofuránægð með soninn

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen segir sjö mánaða gamlan son sinn, Benjamin, vera orðinn klósetvanann. „Hann hefur mjög reglulegar hægðir, tvisvar á dag, og ég set hann alltaf beint á koppinn. Það er þó örlítið erfiðara að fá hann til að pissa í koppinn,“ sagði hin stolta móðir.

Sumir kunna að gera salat sem heilar - myndband

„Þetta salat gerir þú bara á einni til tveimur mínútum vil ég meina..." sagði Rósa áður en hún sýndi okkur hvernig útbúa má einfalt, hollt og kærleiksríkt salat sem borða má með hverju sem er. Eldað af lífi og sál - matreiðslubók (bókin hennar Rósu (Facebook)). Viljið þið sjá hvað hún er að rækta!!

Eiginmaðurinn illa slasaður

Eiginmaður leikkonunnar Tori Spelling, Dean McDermot, liggur illa slasaður á sjúkrahúsi eftir torfæruslys. McDermot var fluttur á spítala eftir að lunga hans féll saman og mun hann dvelja næstu daga á gjörgæslu þar til hann hefur náð fullum bata. McDermot lenti í öðru torfæruslysi fyrr á árinu og brotnaði þá á öxl. Mikið hefur verið fjallað um hjónaband Spelling og McDermot frá því þau létu pússa sig saman og telja sumir að hjónabandið sé aðeins til sýnis, en parið er með sinn eigin raunveruleikaþátt þar sem fylgst er með fjölskyldulífi þeirra.

Hrifinn af áströlskum konum

Breski leikarinn Ed Westwick, sem fer með hlutverk Chuck Bass í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, segist vera hrifinn af eldri konum. Inntur eftir því hvort hann eigi sér laumuskot segist hann hrifinn af leikkonunni Scarlett Johansson.

Harkar í Hollywood innan um atvinnulausa leikara

Darri Ingólfsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Boðbera sem frumsýnd verður á miðvikudaginn kemur. Darri hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarið ár og upplifað ýmislegt skemmtilegt á þeim tíma.

Sharon Osbourne: Ozzy er mjög rómantískur

Sharon Osbourne segir að eiginmaður hennar, Ozzy, sé mun rómantískari en hún sjálf. Þau eiga 28 ára brúðkaupsafmæli í dag og af því tilefni bauð Ozzy elskunni sinni til Feneyja. „Hann er miklu rómantískari en ég. Hann leggur meira upp úr hlutunum en ég," sagði Sharon í gær og bætti við að hana hlakkaði til að heimsækja Feneyjar með eiginmanni sínum.

Victoria innréttar lúxusjeppa - myndband

Í gær var kynnt opinberlega að Victoria Beckham, sem hefur slegið í gegn með fatahönnun sinni, ætlar að hanna Range Rover Evoque alfarið að innan. Margir halda því fram að innréttingin í bílunum er orðin á eftir tímanum og það kom í hennar hlut að endurbæta eða breyta Ákvörðunin var formlega tilkynnt á 40 ára afmæli Range Rover, Victoria hefur verið aðdándi bílanna í fjölda ára sem spililr ekki fyrir henni að gera bílana enn þægilegri fyrir nútímakonur eins og hana. „Þetta er mjög spennandi samstarf. Sígild klassík, topplífsgæði og fegurð er eitthvað sem ég hef alltaf dáðst að og ég vona að ég nái að skapa mína eigin framleðislulínu og vera hluti af skapandi teymi," sagði Victoria.

Patti minntist Hróarskelduslyssins

Tíu ár eru síðan örlagaríka júníkvöldið á Hróarskelduhátíðinni átti sér stað og níu ungmenni tróðust undir á Pearl Jam-tónleikum.

Frasier skilur í þriðja sinn

Camilla Grammer sem er þriðja eiginkona leikarans Kelsey Grammer, sem er betur þekktur sem Frasier, hefur nú sótt um skilnað. Þrátt fyrir að vera þriðja hjónaband leikarans virðist það ekki ætla að ganga upp líkt og orðatiltækið segir.

Skýrði barnið í höfuðið á Lady Gaga

Söngkonan Lady Gaga hefur nú fengið sína fyrstu nöfnu. Það var faðirinn, Ian Clark, sem skírði nýfædda dóttir sína í höfuðið á söngkonunni á dögunum eftir að hafa grínast með það við fjögurra ára gamla stjúpdóttur sína.

Paris ofurpakkar fyrir HM

Hótelerfinginn Paris Hilton er á leiðinni til Suður-Afríku til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 11 dagar eru eftir af keppninni en Hilton hefur pakkað í 12 ferðatöskur til að taka með sér.

Helgi Björns og reiðmenn vindanna koma í hlaðið

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa sent frá sér aðra plötu sína. Platan inniheldur tólf gömul lög sem hljómsveitin gefur nýjan blæ. Fyrri plata Reiðmannanna seldist í um 7.000 eintökum og er því mikil spenna fyrir nýju plötunni.

Ögruðu með nýju lagi

Hljómsveitin Kings of Leon ögraði útgáfufyrirtæki sínu allverulega á tónleikum nú í vikunni.

Ferð til Japans í verðlaun í ritgerðarkeppni

Nokkrum íslenskum ungmennum verður boðið í tíu daga kynnisferð til Japans í nóvember. Haldin verður ritgerðarkeppni þar sem skila á inn einnar blaðsíðu ritgerð um efnið „Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?”

Heiða líka með í Buddy Holly

Útvarps- og leikkonan Heiða Ólafsdóttir hefur verið ráðin í söngleikinn Buddy Holly. Hún fer með hlutverk Vicky, en hún var eiginkona upptökustjórans sem hljóðritaði lög Buddys.

Bók sem skutla má í póstinn

Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar birtist í nýju ljósi í Réttarríkinu eftir myndlistarmanninn Þórodd Bjarnason, en bókin inniheldur tuttugu skopmyndir eftir Þórodd.

Law með Scorsese

Jude Law hefur bæst í leikarahóp Hugo Cabret, nýjustu myndar Martins Scorsese, með Ben Kingsley Ray Winstone og Sacha Baron Cohen.

Sýnir Feneyjaverkin í New York og seldi MOMA

„Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður.

Spyr siðferðislegra spurninga um mannát í smásögu

Siðferðilega hliðin á mannáti er viðfangsefni einnar sögunnar í nýju smásagnasafni Ævars Þórs Benediktssonar. Ævar er þekktastur fyrir að hafa leikið ástmann Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni.

Sátt við vöxtinn

Leikkonan Christina Hendricks, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Mad Men, segist ánægð með líkamsvöxt sinn og henni líði eins og konu, en ekki stúlku.

Hætt í tónlist og langar í barn

Breska söngkonan Lily Allen er forsíðustúlka ágústheftis tískutímaritsins Elle og segir meðal annars frá því hvernig hún kynntist tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld.

Pee Wee snýr aftur á hvíta tjaldið

Leikstjórinn Judd Apatow, sem á meðal annars heiðurinn að kvikmyndunum Knocked Up og 40 Year Old Virgin, hefur nú ákveðið að taka að sér að leikstýra nýrri mynd með Pee Wee Herman.

Sendu inn verðlaunamynd

Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis er hafin. Okkur hafa borist fjöldinn allur af frábærum myndum í keppnina. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Vertu með og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér.

Já var það ekki bara hommar fá afslátt - myndband

„Þetta er vinnustofan okkar. Hérna erum við að búa til endurnýtt föt. Við erum að endurnýja hérna flikur.." sagði Hákon Hildibrand hjá Reykjavík Creative Market í dag sem sér um markaðinn „Reykjavík Creative Market" sem er skapandi vettvangur fyrir eftirtektaverða sprota úr reykvískri menningu. Sá Hákon sýna okkur fötin (óbirt efni). Hér var Hákon illa upplagður (vægast sagt).

Eiður Smári í þyngri kantinum - myndir

Árlegt góðgerðargolfmóts Hermanns Hreiðarssonar, Herminator Invitational 2010, fór fram í Vestmannaeyjum síðustu helgi. Þátttaka hefur aldrei verið betri á mótinu, 84 keppendur eða 21 holl og hefur aldrei verið betri þátttaka. Mótið gekk í allastaði alveg frábærlega og mikil stemmning. Skrautlegir búningar litu dagsins ljós og fór svo að lokum hlaut Birkir Kristinsson, verðlaun fyrir besta búninginn en Sigurður Bjarnason fékk verðlaun fyrir ljótasta búninginn, fjórða árið í röð. Um kvöldið bauð síðan kokkalandslið Vestmannaeyinga upp á glæsilegt sjávarréttarhlaðborð. Stórskemmtileg verðlaunaafhending fór síðan fram síðar um kvöldið. Þórhallur Sverrisson og Gylfi Sigurðsson (READING) hlutu hinn eftirsótta Herminator bikar. Einstaklingsverðlaunin komu í hlut hins gamalkunna Eyjamanns, Ómars Jóhannssonar. Í lok kvöldsins var síðan uppboð, sem gekk vonum framar og ætti að skýrast á næstu dögum hvað söfnunin gaf mikið af sér í heild sinni. Góðgerðarmálefnin sem njóta góðs af mótinu eru; Mæðrastyrksnefnd, Umhyggja, SOS-barnaþorp, Blátt Áfram, Barnaspítali Hringsins og Barnahagur, Vestmannaeyjum. Styrkir til þessara góðgerðarmálefna verða greiddir út við fyrsta tækifæri.

Þig munar EKKERT um þetta - myndband

„Það er fjöldi fólks, saumaklúbbar í Borgarfirði, konur í kvennafangelsinu og fólk á Hrafnistu og á Laufásborg og út um borg og bý hafa verið að búa til bolta..." sagði Alda Lóa einn aðstandenda samtakanna Sóley of félagar sem standa fyrir söfnun fyrir munaðarlausbörn í Tógó á meðan á HM stendur. Sóley og félagar á Facebook.

Friðrik Dór frumsýnir nýtt myndband á Óliver í kvöld

„Mér líst alveg svakalega vel á þetta, það er mikið sumar og mikil gleði í þessu," segir Friðrik Dór sem heldur útgáfupartý fyrir nýtt myndband við lagið „Fyrir hana". Herlegheitin fara fram á Óliver í kvöld og verður myndbandið frumsýnt á milli hálf ellefu og ellefu.

Twilight krakkarnir - myndir

Robert Pattison sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Twilight-seríunni, Eclipse, sem var frumsýnd í Sambíóunum um allt land í gær, lét hafa eftir sér í þýska Glamour tímaritinu: „Ég ætla að syngja inn á plötu, leikstýra kvikmynd og stofna minn eigin trúflokk." Í Twilightmyndunum segir frá ævintýrum hinnar mannlegu Bellu (Kristen Stewart), vampírunnar Edwards Cullen (Robert Pattinson) og varúlfsins Jacob (Taylor Lautner), auk allra þeirra sem tengjast þeim. Meðfylgjandi má sjá aðalleikarana stilla sér upp á rauða dreglinum í Los Angeles.

Mel Gibson neitar að hafa lamið barnsmóður sína

Skilnaðir í heimi fræga fólksins eru sjaldan á rólegu nótunum og nú er leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson í sviðsljósinu. Hann hefur slitið samvistum við barnsmóður sína, rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorievu, og skiptast þau á að úthúða hvort öðru í fjölmiðlum vestanhafs.

Britney sögð óhæf móðir

Lífvörðurinn Fernando Flores, sem kærði söngkonuna Britney Spears fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað, hefur nú einnig sakað hana um slæma meðferð á sonum sínum tveimur, Sean Preston og Jayden James.

Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu

„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld.

Hægt að bæta samfélagið

Gunnar Hersveinn rithöfundur mun í nýrri bók fjalla um gildin tólf sem fulltrúar þjóðfundarins völdu í Laugardalshöll í fyrrahaust.

14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa

Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður.

Vinkonur gera það gott í Danmörku

Ingibjörg og Eva Dögg skipa stílista– og myndatökuteymið Purple Masturbation. Þær halda úti netdagbók með verkefnum sínum sem þær ákveða og stílisera í sameiningu. Stelpurnar hafa komið sér á framfæri með því að skrifa á klósettveggi út um allan heim.

Tónlistarferillinn Pearl Jam að þakka

„Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins,“ segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam.

True Blood vampíra elskar sænskt pönk

Sænski sjarmörinn Alexander Skarsgård hefur slegið rækilega í gegn sem vampíran Eric í sjónvarpsþættinum True Blood. Hann er með nokkuð sérstakan tónlistarsmekk.

Sjá næstu 50 fréttir