Lífið

Bók sem skutla má í póstinn

Réttarríkið, Þóroddur Bjarnason, myndlistarmaður
Réttarríkið, Þóroddur Bjarnason, myndlistarmaður

Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar birtist í nýju ljósi í Réttarríkinu eftir myndlistarmanninn Þórodd Bjarnason, en bókin inniheldur tuttugu skopmyndir eftir Þórodd.

„Þetta er í raun og veru eins konar tímarit og við stefnum á að gefa út alls konar efni í þessu sama formi, áður hefur komið út ljóðabók og nú er það Réttarríkið. Bókin er sambland af bók og umslagi og lítur forsíðan nákvæmlega eins út og lítið umslag þar sem þú getur skrifað á nafn og heimilisfang og sett í póst. Þetta er því tilvalin gjöf sem menn geta skutlað í póstinn,“ útskýrir Þóroddur sem gefur út bókina ásamt nokkrum félögum sínum. Í framtíðinni vonast hann eftir því að fleiri gangi til liðs við þá og leggi til efni í næstu bækur. „Þetta getur verið allt frá kökuuppskriftum, teikningum og smásögum,“ segir hann.

Réttarríkið fjallar eingöngu um kindur og er nafnið tilvísun í réttina og réttarríkið Ísland þar sem þjóðinni er meðal annars líkt við sauð sem leiddur er til slátrunar. Aðspurður segir Þóroddur að ekki hafi verið erfitt að fá hugmyndir að skrítlum í bókina heldur hafi hann þurft að hafa sig allan við að koma þeim á blað. „Það er bara svo margt fyndið við kindur og um leið og maður byrjar á einni þá kemur sú næsta bara til manns.“ Umslagið verður til sölu í bókabúðum Máls og menningar og Eymundsson. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.