Lífið

Sharon Osbourne: Ozzy er mjög rómantískur

„Hann er miklu rómantískari en ég,“ segir Sharon.
„Hann er miklu rómantískari en ég,“ segir Sharon.
Sharon Osbourne segir að eiginmaður hennar, Ozzy, sé mun rómantískari en hún sjálf. Þau eiga 28 ára brúðkaupsafmæli í dag og af því tilefni bauð Ozzy elskunni sinni til Feneyja. „Hann er miklu rómantískari en ég. Hann leggur meira upp úr hlutunum en ég," sagði Sharon í gær og bætti við að hana hlakkaði til að heimsækja Feneyjar með eiginmanni sínum.

Sharon og Ozzy höfðu búið saman í tvö ár þegar þau giftu sig á þessum degi fyrir 28 árum. Sharon er dóttir Don Arden sem var umboðsmaður hljómsveitarinnar Black Sabbath sem skaut Ozzy á stjörnuhimininn. Eftir að þau giftust gerðist Sharon umboðsmaður Ozzy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.