Lífið

Jákvæðar bylgjur í átt að TÞM

Unnið í málinu TÞM átti að loka 1. júlí, en starfsemin er ennþá í gangi og Danni Pollock vonast til að málið leysist á næstu vikum.fréttablaðið/vilhelm
Unnið í málinu TÞM átti að loka 1. júlí, en starfsemin er ennþá í gangi og Danni Pollock vonast til að málið leysist á næstu vikum.fréttablaðið/vilhelm
„Við erum ennþá á staðnum,“ segir Danni Pollock, forsprakki tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM) úti á Granda.

Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá stóð til að loka TÞM 1. júlí ef hún næði ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verði borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir,“ sagði Danni í Fréttablaðinu í júní. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum.“

Danni segir fólk frá ÍTR hafa spjallað við sig og að vilji sé fyrir að leysa málið á farsælan hátt. „Það eru jákvæðar bylgjur í okkar átt,“ segir Danni sem býst við að meira komi í ljós á næstu vikum. - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.