Lífið

Pee Wee snýr aftur á hvíta tjaldið

Leikstjórinn Judd Apatow leikstýrir nýrri mynd með Pee-wee Herman.
Leikstjórinn Judd Apatow leikstýrir nýrri mynd með Pee-wee Herman.

Leikstjórinn Judd Apatow, sem á meðal annars heiðurinn að kvikmyndunum Knocked Up og 40 Year Old Virgin, hefur nú ákveðið að taka að sér að leikstýra nýrri mynd með Pee Wee Herman.

„Við verðum að horfast í augu við það, heimurinn þarfnast Pee-wee Herman. Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að vinna með Paul Reubens, sem mér finnst alveg einstakur leikari og handritshöfundur. Það er frábært að fá hann aftur á hvíta tjaldið," sagði Apatow um væntanlegt samstarf sitt og Reubens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.