Fleiri fréttir

Meira að segja Jesús hatar KR

Eigendur Dogma líta svo á að KR sé hataðasta lið á Íslandi. Þeir gerðu stuttermabol með áletrun sem hefur vakið mikla athygli og rennur út eins og heitar lummur.

Fjölnir er tíður gestur í norsku sjónvarpi

Norsk auglýsing þar sem athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson notar hreinsiefnin Zalo Oppvask og Kjøkkenspray óspart í eldhúsinu hefur verið spiluð mikið upp á síðkastið.

Unglingar og rómverjar

Unnendur skylmingamynda halda áfram að fá dýrindis máltíðir framreiddar á kvikmyndahlaðborðið því stórmyndin Centurion verður frumsýnd um helgina.

Deilt um Frank Sinatra

Dóttir Frank Sinatra og Martin Scorcese deila um hver eigi að leika söngvarann í nýrri mynd um hann.

Bræður í dansi og leik

Aðeins tvær sýningar verða á verkinu Bræður þar sem föngulegir karldansarar eru undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur.

Túristar dansa við Jungle Drum í íslenskri náttúru

Landkynningarátak ferðamálafyrirtækja og iðnaðarráðuneytisins vegna eldgossins er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Vefsíðan inspiredbyiceland.com verður opnuð í dag og nú er verið að leggja lokahönd á óhefðbundna auglýsingu.

Fylgir Jóni eins og skugginn

„Ég er að safna heimildum. Þetta er, held ég, einstakur viðburður í Íslandssögunni,“ segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson sem fylgir grínistanum og frambjóðanda Besta flokksins, Jóni Gnarr, eins og skugginn þessa dagana. „Ég fékk leyfi til að mynda allt þetta ferli. Það er ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þessu. Þetta er líka mjög upplýsandi fyrir fólkið í landinu að sjá hvernig þetta allt fer fram.“

Stones á toppnum

Breska rokksveitin The Rolling Stones á vinsælustu plötuna í Bretlandi í fyrsta skipti í 16 ár. Um er að ræða endurútgáfu á hinni vinsælu plötu Exile On Main Street. Platan kom fyrst út árið 1972 en er nú endurútgefin með áður óútgefnum lögum. Það var árið 1994 sem Stones komst síðast á toppinn í Bretlandi, þá með Voodoo Lounge.

Póker fyrir gott málefni

Góðgerðarpókermót verður haldið á Gullöldinni í Grafarvogi í kvöld klukkan 18. Mótið er til styrktar fjölskyldu Kristófers Darra Ólafssonar, sem lést á leiksvæði í Grafarvogi í maí. Hann var á fjórða aldursári.

Nýtt ofurpar

Bandaríska söngkonan Katy Perry sagði í nýlegu viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest að henni liði sem hún og unnusti hennar væru hið nýja stjörnupar. Söngkonan líkir sér og gamanleikaranum Russell Brand við Angelinu Jolie og Brad Pitt. „Mér finnst eins og ég og Russell séum nýja Brangelina nú þegar kvikmyndin hans, Get him to the Greek, verður frumsýnd. Við munum mæta á rauða dregilinn saman. Það er allt að gerast á sama tíma þessa dagana og það er mikil blessun, ef annaðhvort okkar væri ekki að vinna þá held ég að við yrðum pirruð á hvort öðru."

Eurovision: Hera gerir allt vitlaust - myndband

Við sýnum þennan stutta myndbút sem var tekinn af Heru Björk og Jónatan þegar þau mættu á fjölmiðlafundinn sem haldinn var í Telenor höllinni eftir fyrri undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór í fyrradag.

Eurovision: Hera í ham - myndband

Við fylgdumst með Heru Björk í hádeginu í dag þegar hún tók á móti fjölmiðlum á hótelinu í Osló þar sem hún dvelur ásamt fylgdarliði.

Gorillaz bjarga Bono-veseni Glastonbury

Framkvæmdastjóri Glastonbury tilkynnti rétt í þessu að það verði Damon Albarn og Gorillaz sem troða upp á aðaltónleikunum í stað U2.

Eurovision: Við stefnum klárlega á sigur

Við hittum Jónatan Garðarsson sem heldur utan um íslenska Eurovisionhópinn í Osló í hádeginu í dag. „Það sem ég geri er að skipuleggja þetta frá a-ö. Núna eru margir í hópnum sem hafa gert þetta áður og vita hvaða kröfur ég geri," segir Jónatan. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.

Eurovision: BBC vill Heru Björk

Annað kvöld verður tveimur keppendum sem Bretum þykir að hafi slegið í gegn í gærkvöldi boðið að vera í beinni útsendingu á BBC þegar seinni riðillinn er sýndur þar annað kvöld. Hera Björk er annar af keppendunum en ekki hefur fengist uppgefið hver hinn keppandinn er. Fólk er að velta fyrir sér hvort það sé Grikkinn eða Belginn. Breski Eurovisionklúbburinn hefur spáð Heru Björk sigri í ár.

Eurovision: Gríska goðið fílar Ísland

Við spjölluðum við söngvarann og lagahöfundinn Giorgos Alkaios, fulltrúa Grikklands í Eurovisionkeppninni, eftir lokaæfinguna í gærdag. Við spurðum gríska goðið út í atriðið hans og hvernig honum líst á íslenska hópinn. Grikkinn komst upp úr fyrri undanúrslitakeppninni með lagið OPA sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í gærkvöldi.

Eurovision: Fjölmiðlabann Heru

Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.

Jón Gnarr kvaddi grínheima í kvöld

„Ég er að kveðja grínheima,“ sagði Jón Gnarr þegar hann ávarpaði gesti á uppistandi sem Besti flokkurinn stóð fyrir á staðnum Venue nú í kvöld áður en fyrsti grínistinn steig á svið. Ungbest, ungt fólk í Besta flokknum stóð að uppákomunni en þar komu fram margir af helstu grínistum landsins.

Vill Pacino sem Frank Sinatra

Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra.

Árni Sveins sigurvegari á Skjaldborg

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, var haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina. Hátíðin fór fram á Patreksfirði líkt og fyrri ár og var margt góðra gesta.

Top Model-stjarna elskar Diktu

„Ég hitti strákana í Diktu þegar þeir spiluðu í New York fyrir nokkrum árum. Ég keypti handa þeim Cosmopolitan-kokteila!“ segir fyrirsætan Shandi Sullivan.

Claudia Schiffer eignast Cosimu Violet

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer ól stúlkubarn þann fjórtánda maí síðastliðinn á spítala í London. Stúlkan heitir Cosima Violet Vaughn Drummond og heilsast henni og móðurinni vel að því er fram kemur á vef tímaritsins OK.

Lindsay laug að dómara

Lindsay Lohan sagðist ekki vilja ganga með ökklaband því hún þyrfti að mæta í tökur í Texas.

Kemur fram í Noregi ásamt Belle & Sebastian og Mew

„Við hlökkum mikið til. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað erlendis í marga mánuði,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason Olsen, söngvari hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandið Stefán (UMTBS).

Íslenskt lag um HM í fótbolta

„Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landamæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.

Sjá næstu 50 fréttir