Lífið

Björk tekur upp nýtt efni í Púertó Ríkó

Björk og Gondry hafa áður unnið saman, hann leikstýrði myndböndunum við Bachelorette, Jóga, Hyper-Ballad, Army of Me, Isobel, Human Behaviour og Declare Independence.
Björk og Gondry hafa áður unnið saman, hann leikstýrði myndböndunum við Bachelorette, Jóga, Hyper-Ballad, Army of Me, Isobel, Human Behaviour og Declare Independence.

Á milli þess sem söngkonan Björk Guðmundsdóttir tjáir sig um orkumál á Íslandi og taka á móti virtum verðlaunum í Svíþjóð er hún önnum kafin í hljóðveri við upptökur á nýrri tónlist.

Upptökurnar hafa að mestu farið fram í Púertó Ríkó og hafa þær gengið vel.

Björk er bæði að taka upp efni á nýja sólóplötu og lög fyrir listræna þrívíddarmynd í leikstjórn Michels Gondry og hefur því í mörg horn að líta. Myndinni hefur verið lýst sem vísindaskáldsögulegum söngleik og verður hún um 40 mínútna löng.


Tengdar fréttir

Björk fær tónlistarnóbelinn

Björk Guðmundsdóttir var valin verðlaunahafi Polar-tónlistarverðlaunanna, sem eru kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.