Lífið

Jón Gnarr kvaddi grínheima í kvöld

„Ég er að kveðja grínheima," sagði Jón Gnarr þegar hann ávarpaði gesti á uppistandi sem Besti flokkurinn stóð fyrir á staðnum Venue nú í kvöld áður en fyrsti grínistinn steig á svið. Ungbest, ungt fólk í Besta flokknum stóð að uppákomunni en þar komu fram margir af helstu grínistum landsins.

Jón sagðist vilja nota tækifærið til þess að kveðja grínheima og rifjaði hann upp nokkur gömul uppátæki. Hann minntist þess til dæmis þegar tóka að sér að svara í símann í þjónustuveri Stöðvar 2 eftir að kvörtunum rigndi yfir starfsfólkið vegna Fóstbræðraþáttanna sem þóttu umdeildir í sinni tíð.

Hann rifjaði einnig upp að hann hefði margoft verið kærður fyrir húmorinn, en þó aldrei dæmdur.

Þá hefði hann verið kýldur á Stöðvarfirði af manni sem ekki var par sáttur við kímnigáfu hans. „Áfram allskonar!" sagði Jón svo áður en hann kvaddi til þess að snúa sér alfarið að pólitíkinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.