Lífið

Kelis og Nas loksins skilin

Kelis er loksins frjáls.
Kelis er loksins frjáls.

Söngkonan Kelis og rapparinn Nas eru skilin að skiptum eftir langvinnar deilur. Tónlistarfólkið gekk í hjónaband árið 2005 eftir tveggja ára samband en tilkynnti að þau ætluðu að skilja í apríl í fyrra. Þá gekk Kelis með barn þeirra. Nú ári síðar eru þau loks lögformlega skilin.

Í dómskjölum kemur fram að Nas þarf að greiða Kelis hátt í eina og hálfa milljón króna á mánuði í meðlag. Hann segist hins vegar ekki hafa efni á því.

Nas og Kelis hafa ekki fengist til að tala um ástæður skilnaðarins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó getið sér til að framhjáhald hans sé meginorsökin.

Hér er nýjasta myndbandið frá Kelis, við lagið Acapella. Lagið fjallar einmitt um son hennar og Nas, Knight.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.