Lífið

Beckham á ræðunámskeið hjá Tom Cruise fyrir HM

Beckham sést hér á vináttuleik Englands og Mexíkó í London á mánudag.
Beckham sést hér á vináttuleik Englands og Mexíkó í London á mánudag.
David Beckham og leikarinn Tom Cruise eru ágætis félagar. Nú hefur David beðið Tom um góð ráð til að halda þrumuræður yfir félögum sínum í enska landsliðinu.

Þrátt fyrir meiðsli fer Beckham með liðinu á HM í Suður-Afríku. Ekki til að spila heldur til að halda móralnum í lagi. Hann hefur lýst yfir miklum áhuga á þessu hlutverki sínu og virðist vera byrjaður að undirbúa sig af kappi.

Beckham er oft lýst sem frekar feimnum náunga og er hann ekki vel æfður í því að halda ræður fyrir fjölda manna. Þar gæti spilað inn í veikluleg röddin, sem hefur verið gert mikið grín að í gegnum árin.

En Tom Cruise var fyrsti maðurinn á lista yfir hjálparhellur. Tom er enda afar sjálfsöruggur maður með mikla reynslu í þessum efnum. Svo er bara að sjá hvort ræðunámskeiðið skili enska landsliðinu á verðlaunapall í Suður-Afríku.

Hér má sjá ágætis dæmi um þrumuræðu frá Tom Cruise, byrjun á óborganlegri senu hans úr myndinni Magnolia. Kannski reynir David að taka hana í búningsklefanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.