Lífið

Sarah lá andvaka fyrir frumsýningu vegna kjólsins

Sarah Jessica Parker klæddist þessum glæsilega Valentino-kjól á frumsýningunni.
Nordicphotos/AFP
Sarah Jessica Parker klæddist þessum glæsilega Valentino-kjól á frumsýningunni. Nordicphotos/AFP

Sarah Jessica Parker var svo stressuð vegna kjólsins sem hún valdi fyrir frumsýningu Sex and the City 2 að hún gat ekki sofið nóttina áður. Margir hafa beðið með spenningi eftir að þessi framhaldsmynd yrði frumsýnd og það gerðist loks á mánudagskvöld.

Sarah Jessica valdi skærgulan Valentino-kjól fyrir frumsýninguna og leit frábærlega út. „Ég svaf ekkert í gær. Ég er ennþá stressuð," sagði hún á frumsýningunni.

Sex and the City 2 verður frumsýnd næsta miðvikudag, 2. júní, í íslenskum kvikmyndahúsum.

Hér má sjá hamaganginn á frumsýningunni í New York á mánudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.