Fleiri fréttir

Syngur óð til Jóns Múla

Söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt sínum einstöku Heiðurspiltum ætlar að fagna útkomu sinnar fyrstu sólóbreiðskífu í Austurbæ, miðvikudaginn 9. september. Platan nefnist Á Ljúflingshól og er óður til laga Jóns Múla Árnasonar. Af því tilefni hringdi Vísir í söngkonuna: „Ég er í útlöndum með Hjaltalín. Við erum í Noregi núna. Við erum að spila hérna og komum heim á sunnudag," svarar Sigríður og bætir við að þá byrjar hún væntanlega að æfa fyrir tónleikana með Heiðurspiltum. „Þetta verður bara skemmmtilegt og þægilegt og vonandi vel gert og áheyrilegt," segir Sigríður.

Norðlenskt stuð á Kringlukránni

Hátt í 300 ára löng norðlensk söngreynsla verður samankomin á einu sviði helgina 4. til 5. september á Kringlukránni. Þar munu troða upp þau Stefán Jónsson, kenndur við Lúdó, Helena Eyjólfsdóttir, Skapti Ólafsson, Þorvaldur Halldórsson og Geir Ólafsson. Með þeim spila hljómsveit Andra Backmann og Furstarnir. Þau Stefán, Skapti, Helena og Þorvaldur hafa öll sungið í yfir hálfa öld, Andri hefur verið í bransanum í yfir 30 ár og Geir er svo aftur „unglingurinn" í hópnum. Vart þarf að kynna Stefán og Lúdó sem hafa verið heimilisnafn síðan þeir settu tvistinn út. Helena Eyjólfsdóttir er einnig þjóðkunn enda stóð hún lengi vaktina með hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri. Hvað varðar Skapta Ólafsson og Þorvald Halldórsson má nefna að þeir hafa sungið „Allt á fullu" og „Á sjó" frá því að gömlu síðutogararnir voru hámark tækninnar á Íslandi. Til að reyna að létta mönnum kreppuna munu happaþrennur fylgja öllum aðgöngumiðum á þessa skemmtun.

Ágústa Johnson: Mjótt mitti á methraða

„Það er ekki hægt að stytta sér leið þegar kemur að því að minnka mittismálið. Við erum hættar að reyra korselettið í fyrsta gat og láta fjarlægja innyflin til að mjókka mittið," svarar Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar brosandi aðspurð hvernig mjótt mitt fæst á skjótan og öruggan máta.

Felix slapp við Icesave

„Góð vinkona mín, sem var að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki hér í bæ, hringir í mig og býður mér að koma í prufu fyrir „stærstu auglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi“. Hún sagði að þetta væri auglýsing sem ég vildi ekki missa af fjárhagslega. Það var mjög skýrt,“ segir leikarinn góðkunni Felix Bergsson, sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave-reikninganna í Hollandi.

Dagur Kári leikstýrir nýjum sjónvarpsþætti

Dagur Kári Pétursson mun leikstýra nýjum sjónvarpsþætti sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið en þættirnir fjalla um blokk í Breiðholti og persónurnar sem þar búa. „Það er voðalega lítið hægt að segja núna um þættina, við erum bara að fjármagna þá og svona. En þeir eru teikniborðinu,“ segir Jóhann Ævar í samtali við Fréttablaðið.

Gríðarleg verðmæti í húfi

„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006.

Sex spila í Norðrinu

Tónleikahelgin Norðrið verður haldin á Sódómu Reykjavík um helgina. Á föstudeginum koma fram Cosmic Call, Vicky og Mammút og kvöldið eftir stíga á svið Lydia Grétarsdóttir, Klive og Kira Kira. Mammút hefur þegar spilað í Þýskalandi í tengslum við Norðrið, sem er ætlað að kynna íslenska tónlist þar í landi. Með verkefninu er byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm í Berlín, sem er ein af stærri tónlistar­kaupstefnum í Evrópu. Klive og Kira Kira munu síðan fljótlega fylgja í fótspor Mammúts og spila í Þýskalandi.

Dans fyrir alla í Kramhúsinu

„Við ætlum að kynna þá dansstíla sem við verðum að kenna í Kramhúsinu í vetur. Fólki er boðið að koma og læra nokkur spor hjá hverjum kennara og svo verður opið dansgólf að kennslu lokinni,“ segir Sandra Erlingsdóttir, danskennari hjá Kramhúsinu. Sandra, ásamt Natöshu og Rögnu Þyrí, standa að „Street dans jam session“ þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa dansa á borð við hiphop, krump, break dans og locking.

Löngu tímabær Bítlaútgáfa

Bítlarnir eru á allra vörum um þessar mundir, bæði vegna nýs tölvuleiks og vegna þess að fjórtán plötur þeirra eru að koma út í endurhljóðblönduðum útgáfum.

Veitir kynlífsráðgjöf í Elle

Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood.

Brown úr samhengi

Söngvarinn Chris Brown var gestur spjallþáttastjórnandans Larry King fyrr í vikunni. Þar ræddi Brown opinberlega í fyrsta sinn kvöldið sem hann réðst á fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Stutt brot úr viðtalinu þar sem Brown segist ekki muna eftir árásinni hefur verið notað til að auglýsa þáttinn. Brown er óánægður með myndbrotið og segir það gefa ranga mynd af því sem sagt var.

Downey í stríð við geimverur

Leikstjórinn Jon Favreau hefur samþykkt, samkvæmt kvikmyndabiblíunni Variety, að leikstýra kvikmyndinni Kúrekar og geimverur eða Cowboys and Aliens. Þeir sem halda að myndin fjalli um kúreka sem eigi í stríði við indjána þar til geimverur lenda á miðri sléttunni í Arizona og gefa stríðinu nýja vídd hafa bara nokkuð rétt fyrir sér. Myndin er byggð á hasarmyndasögu eftir Fred Van Lente og Andrew Foley sem kom út fyrir þremur árum og hefur notið töluverðra vinsælda meðal hasarmyndasagna­nörda.

Gammar í tónleikaferð

Ofurgrúppa Daves Grohl úr Foo Fighters, Them Crooked Vultures, er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands síðar á árinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Austin í Texas 1. október en þeir síðustu í London 17. desember. Alls verða tónleikarnir fjórtán og eru farnir til að kynna fyrstu plötu sveitarinnar, Never Deserved the Future, sem kemur hugsanlega út í október.

Sjá ekki tilgang í að halda áfram að borga

Ísland í dag: „Við ætlum ekki að láta hlekkja okkur við íbúðina og bílinn,“ segir fjölskyldufaðir í Keflavík sem segir að þrátt fyrir að þau hjón geti enn borgað af skuldum sínum, sjái þau ekki fram á að eignast íbúð sína og bíl nokkurn tíma. Því sé kannski best að hætta að borga og flýja land. Við kynnum okkur mál fjölskyldunnar, fáum skoðun þingmanna og lögfræðinga á málinu. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 í kvöld.

Buff leikur lög Magga Eiríks

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann.

Vill setja heimsmet á friðardeginum

„Mig langar að reyna að safna eins mörgum einstaklingum og ég mögulega get til að taka þátt í þessum gjörningi. Í heimsmetabók Guinness stendur að metið í öðrum eins gjörningi sé fjórtán hundrað manns og það væri gaman ef hægt væri að slá það met,“ segir Peter Andersson, dansari hjá Íslenska dansflokknum, sem skipuleggur sérstaka friðaröldu í tilefni alþjóðlegs friðardags.

Hörmungar hversdagsins

Hallur Ingólfsson og Halldóra Malín Pétursdóttir gefa út plötu 11. september sem heitir Disaster Songs. Hallur segist alltaf hafa langað til að gera plötu sem fjallar um ömurlegar aðstæður frá A til Ö.

Sólkrossinn gefinn út í Þýskalandi

„Loðinn um lófana? Tja, þetta er gott forlag og forlög borga eftir stærð. Þetta forlag er mjög stórt þótt þeir upplifi sig örugglega ekki eins og þeir séu einhverjir höfðingjar,“ segir Óttar Martin Norðfjörð en þýski útgefandinn Der Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn að skáldsögu Óttars, Sólkrossinum. Þjóðverjar hafa undanfarin ár verið ákaflega hrifnir af íslenskum rithöfundum, Arnaldur Indriðason er vinsæll spennusagnahöfundur þar og rithöfundar á borð við Auði Jónsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa fengið verk sín útgefin í Þýskalandi að undanförnu. Der Aufbau er virt forlag og gefur út marga af snjöllustu rithöfundum heims, þeirra á meðal Paul Auster. „Þetta er því mikill heiður fyrir mig og ég átti alls ekki von á þessu.“

Áherslan á hvernig en ekki hvað

„Ég er að fara að gera margt í ár, en það er fátt sem ég hlakka meira til en að vera viðstaddur þetta festival,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson um Rómeó og Júlíu á þremur sviðum, litla hátíð Borgarleikhússins í maí. Uppsetning St. Gallen og Þorleifs á verkinu fer þá á svið samhliða metaðsóknarsýningu Vesturports og margverðlaunaðri uppsetningu Oskaras Korsunovas.

Býður við sögusögnum

Nýlegar sögusagnir um að kærasti kynbombunnar Katie Price fari með hlutverk í klámmynd hafa farið mjög fyrir brjóstið á henni. Samkvæmt þessum sögusögnum á Alex Reid að hafa leikið í nokkuð grófu nauðgunaratri. Price á að hafa verið svo misboðið vegna þessara sögusagna að henni fannst hún ekki geta setið aðgerðarlaus mikið lengur og ákveðið að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Íslendingar í WIPEOUT

Ljóst er að margir vilja sæti í ævintýraferð Stöðvar 2 til Argentínu, en tökur á íslenskri útgáfu skemmtiþáttanna WIPEOUT fara þar fram í byrjun október. Mikill handagangur varð í öskjunni þegar opnað var fyrir skráningu í gær á Vísir.is, en alls hafa 1500 manns sótt um að keppa á stærstu þrautabraut heims, og talan fer ört vaxandi. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er um að ræða skemmtiþætti fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur taka þátt í eins konar þrautakóngi í kapphlaupi við klukkuna. Upptökur á þættium fara fram í Buenos Aires í Argentínu og greiðir Stöð 2 fyrir flug og gistingu fyrir þátttakendur sem fyrir vali verða. Skilyrði fyrir þátttöku eru að vera með gilt íslenskt vegabréf og hafa náð 18 ára aldri. Verið er að leita að allskonar fólki og ganga Vildaráskrifendur Stöðvar 2 fyrir. WIPEOUT Ísland verður á dagskrá Stöðvar 2 í byrjun næsta árs.

Jordan ríður Klæðskiptingi

Breska glamúrgellan Jordan er mikil hestamanneskja. Hún hefur nú fest kaup á nýjum hesti sem hún kallar Cross Dresser eða Klæðskiptingi og borgði hún 30 milljónir fyrir hrossið.

Kaninn kominn á koppinn

Útvarpsstöðin Kaninn, fór í loftið klukkan 8:00 í morgun og var það sjálfur Gulli Helga sem settist við hljóðnemann í morgun. Útvarpsstöðin sendir út frá Offiseraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli á tíðninni 91,9. Starfsfólk stöðvarinnar var mætt eldsnemma í morgun til að prufa græjurnar og gæða sér á staðgóðum amerískum morgunverði.

Svanhildur Hólm ólétt

Logi Bergmann Eiðsson staðfesti í gær að eiginkona hans, Svanhildur Hólm, er gengin rúmar 14 vikur með annað barnið þeirra. Fyrir eiga þau saman stúlku, 3 ára. Svanhildur á son frá fyrra sambandi og Logi fjórar dætur.

Hellisbúi í lukkunærbuxum

„Ég er með lukkunærbuxur,“ viðurkennir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. „Það byrjaði á Akureyri, þegar ég var að leika í Fló á skinni þar, en þá fékk ég svona Joe Boxer-nærbuxur með hjörtum á. Ég þurfti að vera í þeim í þeirri sýningu, því þær sáust, og var alltaf í þeim. Fló á skinni endaði í 144 sýningum. Það gekk vel, þannig að ég ákvað bara að slá til og vera í þeim líka í Hellisbúanum.“

Baggalútur vill Rúnars-styttu

„Okkur langar ógeðslega mikið í hana. Við ætlum að kanna fjárhagsstöðuna og sjá hvað kemur út úr ársskýrslunni, hvort það sé einhver rekstrarafgangur,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Leikstjórar bjóða fólki í heimavídeó

Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson og Ragnar Bragason ætla að bjóða áhugafólki um kvikmyndir heim til sín í vídeókvöld mánudaginn 21. september í tilefni af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Fjölgar í Réttunum

Hópur íslenskra flytjenda hefur bæst við tónleikaseríuna Réttir sem verður haldin í Reykjavík dagana 23. til 26. september. Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Dr. Spock, Megas og Senuþjófarnir og Ensími hafa öll bæst í hópinn, auk þess sem meðlimir múm ætla að kynna eitt tónleikakvöld og spila sem plötusnúðar. Áður höfðu boðað komu sína á hátíðina listamenn á borð við Mugison, Hjálma, Hjaltalín, FM Belfast, Dikta og Agent Fresco.

Verður að velja á milli

Katrín Jakobsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, stendur frammi fyrir erfiðu vali. Því á annan í jólum stendur mikið til í íslensku menningarlífi. Tvær íslenskar bíómyndir verða frumsýndar; Mamma Gó Gó eftir Friðrik Þór Friðriksson og Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þá mun Þjóðleikhúsið frumsýna Gerplu en þar situr Baltasar Kormákur í leikstjórasætinu. „Ég ætla að velja á milli ef þetta verður allt á sama tíma,“ segir Katrín.

Barátta Oasis-bræðranna

Allt frá stofnun Oasis árið 1991 hafa bræðurnir Noel og Liam Gallagher rifist eins og hundur og köttur. Núna er mælirinn loksins fullur hjá Noel, sem er hættur í sveitinni. Fréttablaðið rifjar upp helstu slagsmálin.

Sjá næstu 50 fréttir