Fleiri fréttir

Íslendingur setti húsið á sölu á eBay

Blikksmiður sem bauð til sölu sveitasetur sitt á Álftanesi á uppboðsvefnum ebay hefur fengið tilboð upp á eina komma fjórar milljónir dollara eða tæplega tvö hundruð milljónir króna og það í miðri kreppunni.

Íslenskt kreppuspil vekur heimsathygli

Óvissa, útrás, mótmæli og kaupæði eru allt þættir sem koma fyrir í nýju Kreppuspili þar sem yfirlýsingar Seðlabankastjóra geta haft óvænt áhrif á gang leiksins. Spilið hefur þegar vakið heimsathygli.

Dorrit vill halda jólin á Íslandi

Forsetafrúin gerði sér lítið fyrir og skellti sér á hjólabretti þegar árleg jólapakkasöfnun hófst í Kringlunni í dag. Sindri Sindrason hitti Dorrit sem segist hvergi vilja halda jólin nema á Íslandi.

Íslandsvinur kannast ekkert við framhjáhald

Kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsey þvertekur fyrir það að hann hafi haldið framhjá konunni sinni. Rithöfundurinn Sara Symonds hélt því í síðustu viku fram að hún hafi haldið við Ramsey í sjö heil ár.

Stórgræddu á að selja aðgöngumiða á Led Zeppelin

Mæðgurnar Hrefna Lilja Valsdóttir og Tinna Daníelsdóttir seldu á dögunum aðgöngumiða á Led Zeppelin tónleikana í Laugardalshöll 1970 á eBay. „Uppboðið var svo spennandi að ég gat ekkert einbeitt mér að náminu síðustu stundirnar sem á því stóð,“ segir Tinna, sem tók að sér að selja miðann fyrir mömmu. Tilboðin fóru stighækkandi þar til nafnlaus kaupandi í Bandaríkjunum hreppti bréfsnifsið á 537 dali, 75 þúsund kreppukrónur, takk fyrir.

Úrvinda eftir hvolpauppeldi

„Ég geri þetta aldrei aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Baldur Brjánsson, fyrrverandi töframaður, sem hefur staðið í ströngu undanfarið við uppeldi á fjórum hvolpum.

Jólamyndir af ýmsum toga

Jólamyndirnar í ár eiga varla eftir að valda íslenskum kvikmyndaáhugamönnum vonbrigðum. Fjórar myndir, hver annarri ólíkari, verða frumsýndar á annan í jólum, þar sem Nicole Kidman, Jim Carrey, Woody Allen og John Travolta koma öll við sögu.

P Diddy vill verða næsti Bond

Sean Combs, eða P Diddy, er sannfærður um að hann geti tekið við af Daniel Craig og orðið næsti James Bond. Til að sanna mál sitt hefur hann eytt 500.000 pundum í kynningarmyndband sem hann tók upp í nágrenni við Casino Royale í Suður-Frakklandi, á sömu slóðum og fyrsta Bond-mynd Daniels Craig var meðal annars tekin upp.

Arkitekt óperuhússins í Sydney látinn

Danski arkitektinn Jorn Utzon er látinn. Hann var níræður, og var banamein hans hjartaáfall. Utzon öðlaðist frægð fyrir hönnun sína á óperuhúsinu í Sydney, sem öðlaðist í fyrra sess á heimsminjaskrá Unesco. Hann hannaði einnig þinghúsið í Kúvæt, ásamt fjölda bygginga í Danmörku. Utzon vann keppni um hönnun óperuhússins óvænt árið 1957. Hann sagði sig frá verkinu árið 1966, sex árum áður en það var opnað, vegna deilna við aðstandendur byggingarinnar.

Requiem Mozarts á miðnætti

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember næstkomandi flytur Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfoníuhljómsveit og einsöngvurum Requiem Mozarts í Langholtskirkju.

Jólaþorpið á Thorsplani opnað

Búið er að opna jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði. Ýmislegt í boði í þorpinu, handverk og hönnun, heimabakaðar kökur, sultur og annað góðgæti, handmáluð kerti og jólakúlur, dúkkuföt, myndlist, leirlist svo fátt eitt sé nefnt.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnaður í dag

Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólamarkaðinn við Elliðvatn í Heiðmörk í dag. Þar er hægt að fá íslensk jólatré af öllum stærðum og gerðum og ýmis konar handverk.

Ferðagufubað Hannesar til sölu á netinu

„Jón Gnarr rakst á þetta fyrirbæri í þýskum sjónvarpsmarkaði og sagði okkur frá því. Við vorum búnir að velta því fyrir okkur nokkuð lengi hvað Hannes, pabbi Ólafs Ragnars, gæti verið að selja og þegar við sáum þetta hjá Jóni vorum við ekki í nokkrum vafa um að þetta væri málið,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Dagvaktarinnar.

Jolie ekki ólétt

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa hingað til ekki gert mikið úr þeim sögusögnum sem hafa verið á sveimi í kringum þau. En nú er Angelinu víst nóg boðið. Og hvað skyldi það vera sem fékk Jolie uppá afturlappirnar? Jú, frétt vikuritsins In Touch um að hún væri ólétt. Blaðið hefur ekki bara birt þessa frétt einu sinni, heldur þrisvar og er Jolie víst alveg búin að fá nóg. Hún hefur fyrirskipað fjölmiðlafulltrúa sínum, Geyer Kosinski, að leiðrétta þennan misskilning eins og skot. „Þessar sögusagnir eru algjörlega fráleitar,“ sagði hann við bandaríska fjölmiðla í gær.

Sirkus Britney Spears í London

Breskir fjölmiðlar er ákaflega áhugasamir um komu Britney Spears til Lundúna og hafa fjallað nánast linnulaust um hennar mál í vikunni sem er að líða.

Paul ósáttur við Led Zeppelin

Sir Paul McCartney hefur viðurkennt að honum lítist illa á þá hugmynd þeirra John Paul Jones og Jimmy Page að fara í tónleikaferð saman, spila Led Zeppelin-lög án þess að hafa Robert Plant. Tvíeykið tilkynnti í október að þeir hyggðust halda í tónleikaferð án Plant en auk þeirra mun sonur trymbilsins sáluga, John Bonham, skipa sveitina. Hins vegar var ákveðið að kalla umrædda sveit ekki Led Zeppelin.

Hrægammur á hommabörum

Ástralski leikarinn Hugh Jackman sótti hommabari á sínum yngri árum í von um að ná sér í konur. „Ég ætti ekki að segja þetta en þegar ég var nítján ára fórum ég og vinur minn oft í partí þar sem 80 prósent fólksins voru hommar. Þar voru líka 18 prósent af stelpum sem voru orðnar leiðar á því að gagnkynhneigðir karlmenn reyndu við þær og síðan voru þarna hrægammar eins og við tveir," sagði Jackman. „Við vorum þarna til klukkan tvö á nóttunni þegar stelpurnar voru orðnar mjög drukknar og óskuðu þess að þær væru ekki innan um eintóma samkynhneigða menn. Ég var algjör blóðsuga og hrægammur."

Ekki endalaus hreindýr og piparkökur

Fyrsta jólaplata Stefáns Hilmarssonar er að koma út. Með henni má segja að Stefán sé kominn heilan hring því ferill hans hófst sem kunnugt er fyrir alvöru á „Jólahjólinu“ með Sniglabandinu 1987. Platan heitir Ein handa þér og með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson.

Fengu ekki litað blek á jólakortin

„Allt litaða blekið var fast í tollinum svo við urðum að hafa kortin svarthvít,“ segir Rakel McMahon myndlistarkona um svokölluð jóla-kreppukort sem hún hannaði ásamt Unu Björk Sigurðardóttur og Katrínu Ingu Katrínar.

200 diskum stolið af Klingenberg

„Þetta er náttúrlega mikill missir og fjárhagslegt tjón," segir Sigríður Klingenberg spákona sem lenti í því að 200 geisladiskum var stolið af heimili hennar. Diskarnir sem um ræðir voru fyrsta upplagið af nýjum sjálfshjálpardiski Sigríðar, Þú ert frábær, sem hún framleiddi sjálf í þeim tilgangi að hressa upp á fólk.

Tímarit.is stækkar og stækkar

Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desember nk. Nýja viðmótið er mun einfaldara en hið fyrra og gerir þennan vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíðinni.

Bóksala byrjar með látum þetta árið

„Já, það verður að teljast afar sérstakt að við séum að setja af stað endurprentanir á þó nokkrum titlum fyrir þessi mánaðamót,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Jacko semur

Það virðist vera frekar regla heldur en hitt að Michael Jackson semji utan réttarsala frekar en að þurfa að mæta þangað. Ókrýndur konungur poppsins hefur samið við arabíska sheikinn Khalifa vegna skuldar uppá fimm milljónir punda. „Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að koma ekki fyrir dómstóla og taka samkomlaginu,“ sagði talsmaður Jacko við fjölmiðla. Lögfræðingar hans höfðu áður sagt að Khalifa prins hefði eingöngu verið gjafmildur maður og að Jackson hefði litið á þessa peninga sem gjöf.

Last Christman mest spilaða jólalagið

Jólalagið sem allir elska, eða elska að hata, Last Christmas með Wham er vinsælasta jólalag Bretlands síðustu fimm ára. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Samtök breskra tónlistarrétthafa létu framkvæma á dögunum og BBC greinir frá. Rétt á hælum þess er svo ghið geysivinsæla Do They Know It´s Christmas, sem gefið var út árið 1984 af Band Aid.

Útgáfutónleikar Jeff who? í kvöld

Vísir hafði samband við Ella bassaleikara og spurði hann út tónleikana sem haldnir verða á Nasa. „Það gengur vel við erum að sándtékka núna á Nasa," segir Elís Pétursson bassaleikari. „Við ákváðum að splæsa í strengjakvartett og fengum fjórar stelpur sem eru algjörir snillingar. Þetta er mIklu stærra í sniðum en síðast."

Britney hermir eftir Madonnu - myndband

Britney Spears, 26 ára, flutti í fyrsta sinn opinberlega lagið Womanizer á Bambi verðlaunahátíðinni í Þýskalandi í gær. Þar var hún líka valin besta alþjóðlega poppstjarnan.

Ráðherrarnir fá að sofa út

Ríkisstjórnarfundur hefst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu núna klukkan hálf ellefu. Sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að öllu jöfnu hefjast þeir klukkan hálf tíu á morgnana. Ráðherrarnir okkar fá því að sofa aðeins lengur út þennan kalda og dimma föstudagsmorgun.

Boy George ákærður fyrir frelsissviptingu

Gamla brýnið og Culture Club-söngvarinn Boy George er nú fyrir rétti í London þar sem hann verst ásökunum um frelsissviptingu en hann er ákærður fyrir að hlekkjað tæplega þrítugan mann við vegg í íbúð sem George á þar í borginni og lemja hann með keðju.

Þýddi PETA-skiltin yfir á íslensku

Nærvera dýraverndunarsamtakanna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðnað en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austurvelli verið kappklæddir. Mótmælendurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum.

Fékk endurgreitt

Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því.

Sienna ekki lengur á lausu

Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkisins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar.

Sírenuvæl í sól og sumaryl

Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum.

Dæmdu mat fyrir tónleika

Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína.

Madonna og A-Rod nálgast

Samband Madonnu og hafnaboltaleikmannsins Alex Rodriguez virðist allt að því óumflýjanlegt. A-Rod, eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum, sat á fremsta bekk á tónleikum söng­dívunnar í Miami og virtist kunna því vel. Enda sat sjálft poppgoðið Rod Stewart honum á hægri hönd. Madonna virðist kunna þá list manna best að senda tvíræð skilaboð. Madonna sagði, áður en hún flutti lagið I’m So Far Away, að allir ættu að þekkja þá tilfinningu að vera ástfanginn í fjarbúð.F

Neighbours stjarna lenti í Mumbai árásum

Leikkonan Brooke Satchwell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Anne Wilkinson í Nágrönnum, slapp naumlega frá vígamönnum sem réðust inn á Taj hótelið í Mumbai í gær með því að fela sig í baðherbergisskáp.

Óförðuð Miley Cyrus - myndir

Táningastjarnan, Miley Cyrus, 16 ára, sem er þekkt fyrir að leika Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarpsþáttum var mynduð á Times Square í New York í gær.

Viðskiptaráðherra tekinn á teppið

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég spyr Björgvin meðal annars hvort ekki þurfi að afnema vertrygginguna og hvað er að gerast bak við tjöldin í nýju bönkunum,“ svarar Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi aðspurður um efnistök í þætti kvöldsins.

Metnaðarfull fylgdarþjónusta í kreppunni....eða?

Ritstjórn Vísis barst ábending um tiltölulega metnaðarfulla heimasíðu ungs manns sem býður erótíska fylgdarþjónustu. Meðal þess sem kynnt er á síðu hans er „einstaklingsþjónusta eða hópar, sértilboð til saumaklúbba og hlutverkaleikir“ og að sjálfsögðu er fullum trúnaði heitið.

Beyoncé Knowles í níðþröngum galla - myndband

Beyoncé Knowles vakti lukku viðstaddra þegar hún dansaði í gærdag í níðþröngum galla eins og myndirnar sýna. Söngkonan tók nýju lögin hennar ,,Single ladies", ,,If I Were A Boy," og ,,Crazy in Love" í sjónvarpsþættinum Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í New York.

Róttæki laganeminn blæs á gagnrýni samnemenda

Katrín Oddsdóttir laganemi við Háskólann í Reykjavík vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína á mótmælunum á Austurvelli um síðustu helgi. Þar hélt hún ræðu sem fékk fínar undirtektir viðstaddra. Fjórir samnemendur Katrínar skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir segjast vonast til þess að Katrín titli sig ekki sem laganema á opinberum vettvangi aftur.

Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband

Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart.

Sjá næstu 50 fréttir