Lífið

Arkitekt óperuhússins í Sydney látinn

Danski arkitektinn Jorn Utzon er látinn. Hann var níræður, og var banamein hans hjartaáfall.

Utzon öðlaðist frægð fyrir hönnun sína á óperuhúsinu í Sydney, sem öðlaðist í fyrra sess á heimsminjaskrá Unesco. Hann hannaði einnig þinghúsið í Kúvæt, ásamt fjölda bygginga í Danmörku.

Utzon vann keppni um hönnun óperuhússins óvænt árið 1957. Hann sagði sig frá verkinu árið 1966, sex árum áður en það var opnað, vegna deilna við aðstandendur byggingarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.