Sírenuvæl í sól og sumaryl 28. nóvember 2008 03:00 Gylfi Ægisson hefur safnað saman sínum vinsælustu lögum á safndiskinn Perlur. Fréttablaðið/GVA Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum. Gylfi Ægisson situr ekki auðum höndum í kreppunni. Nú hefur hann gefið út „Perlur Gylfa Ægissonar“ og safnar þar saman á einn disk upprunalegum útgáfum af 25 vinsælustu lögunum sínum, lögum eins og „Minning um mann“ með Logum, „Stolt siglir fleyið mitt“ með Halastjörnunni og auðvitað „Í sól og sumaryl“ með Bjarka Tryggvasyni og Hljómsveit Ingimars Eydal. „Það var fyrsta lagið eftir mig sem kom út,“ segir Gylfi. „Þannig var að ég var á Akureyrartogurunum og menn drukku stíft í landi. Pétur prestur á Akureyri hefur sagt mér hvernig þetta lag varð til. Hann var í löggunni og eina nóttina voru þeir kallaðir út vegna hávaða í fólki í Lystigarðinum. Þar var ég með gítarinn að semja lagið. Þá sögðu félagarnir við lögguna: Bíðiði aðeins, Gylfi er að semja. Löggan beið en alltaf þegar ég spila þetta lag síðan heyri ég sírenuvæl.“ Lagið kom út á plötu Hljómsveitar Ingimars árið 1972 og varð gríðarvinsælt – „Vinsælasta sumarlag allra tíma,“ fullyrðir Gylfi. Þar með var tónninn gefinn og næstu árin gengu margir í lagasarp Gylfa. Sjálfur gerði hann fyrstu LP-sólóplötuna árið 1974 með meðlimum Hljóma. „Svo hætti ég að drekka árið 1979 og þá héldu margir að ég myndi missa hæfileikana,“ segir Gylfi. „Ég afsannaði það nú strax næsta ár þegar ég átti vinsælustu plötu ársins með Halastjörnunni. Ég á 30 ára edrúafmæli á næsta ári og ætla að halda upp á það með tónleikum. Er að spá í að fá Sverri Stormsker með mér því þá getur hann haldið upp á að hafa verið fullur í 30 ár.“ Gylfi hefur gefið út 23 plötur síðan hann fór sjálfur að gefa út diska í gegnum heimasíðuna gylfiaegisson.is. Þar má einnig panta málverk eftir Gylfa. Á Fjörukránni stendur nú yfir málverkasýning hans og þar treður Gylfi upp um helgar, bæði í pásum hjá Rúnari Þór og fyrir matargesti. „Ég byrja nú samt ekki fyrr en fólk er búið að borða svo það standi ekki í því. Þetta eru allt svo fjörug lög hjá mér,“ segir Gylfi og hlær. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum. Gylfi Ægisson situr ekki auðum höndum í kreppunni. Nú hefur hann gefið út „Perlur Gylfa Ægissonar“ og safnar þar saman á einn disk upprunalegum útgáfum af 25 vinsælustu lögunum sínum, lögum eins og „Minning um mann“ með Logum, „Stolt siglir fleyið mitt“ með Halastjörnunni og auðvitað „Í sól og sumaryl“ með Bjarka Tryggvasyni og Hljómsveit Ingimars Eydal. „Það var fyrsta lagið eftir mig sem kom út,“ segir Gylfi. „Þannig var að ég var á Akureyrartogurunum og menn drukku stíft í landi. Pétur prestur á Akureyri hefur sagt mér hvernig þetta lag varð til. Hann var í löggunni og eina nóttina voru þeir kallaðir út vegna hávaða í fólki í Lystigarðinum. Þar var ég með gítarinn að semja lagið. Þá sögðu félagarnir við lögguna: Bíðiði aðeins, Gylfi er að semja. Löggan beið en alltaf þegar ég spila þetta lag síðan heyri ég sírenuvæl.“ Lagið kom út á plötu Hljómsveitar Ingimars árið 1972 og varð gríðarvinsælt – „Vinsælasta sumarlag allra tíma,“ fullyrðir Gylfi. Þar með var tónninn gefinn og næstu árin gengu margir í lagasarp Gylfa. Sjálfur gerði hann fyrstu LP-sólóplötuna árið 1974 með meðlimum Hljóma. „Svo hætti ég að drekka árið 1979 og þá héldu margir að ég myndi missa hæfileikana,“ segir Gylfi. „Ég afsannaði það nú strax næsta ár þegar ég átti vinsælustu plötu ársins með Halastjörnunni. Ég á 30 ára edrúafmæli á næsta ári og ætla að halda upp á það með tónleikum. Er að spá í að fá Sverri Stormsker með mér því þá getur hann haldið upp á að hafa verið fullur í 30 ár.“ Gylfi hefur gefið út 23 plötur síðan hann fór sjálfur að gefa út diska í gegnum heimasíðuna gylfiaegisson.is. Þar má einnig panta málverk eftir Gylfa. Á Fjörukránni stendur nú yfir málverkasýning hans og þar treður Gylfi upp um helgar, bæði í pásum hjá Rúnari Þór og fyrir matargesti. „Ég byrja nú samt ekki fyrr en fólk er búið að borða svo það standi ekki í því. Þetta eru allt svo fjörug lög hjá mér,“ segir Gylfi og hlær.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira