Lífið

Jolie ekki ólétt

Loksins loksins Angelina Jolie er ekki ólétt að sögn blaðafulltrúans Geyer Kosinski.
Loksins loksins Angelina Jolie er ekki ólétt að sögn blaðafulltrúans Geyer Kosinski. nordicphotos/getty

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa hingað til ekki gert mikið úr þeim sögusögnum sem hafa verið á sveimi í kringum þau. En nú er Angelinu víst nóg boðið. Og hvað skyldi það vera sem fékk Jolie uppá afturlappirnar? Jú, frétt vikuritsins In Touch um að hún væri ólétt. Blaðið hefur ekki bara birt þessa frétt einu sinni, heldur þrisvar og er Jolie víst alveg búin að fá nóg. Hún hefur fyrirskipað fjölmiðlafulltrúa sínum, Geyer Kosinski, að leiðrétta þennan misskilning eins og skot. „Þessar sögusagnir eru algjörlega fráleitar,“ sagði hann við bandaríska fjölmiðla í gær.

Eins asnalega og það kann að hljóma þá byrjuðu sögusagnirnar um óléttu Angelinu þegar tvíburar hennar og Brad Pitt voru einungis sex vikna gamlir. Orðrómurinn fór síðan aftur á kreik þegar Jolie neitaði sér um drykk á skemmtun í október og hefur sagan verið ansi lífseig síðan. Nú er þetta hins vegar komið á hreint; Angelina Jolie er ekki ólétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.