Fleiri fréttir

Sleppa við fangelsi fyrir strandmök

Breska parið, sem ákært var fyrir að hafa kynmök á almenningsströnd í Furstadæminu Dubai í júlí, sleppur við þriggja mánaða fangelsisdóm.

Reynt að koma höggi á Lindsay - myndband

Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferðin sem hún fór í fyrir ári hafi verið til einskis.

Fýkur yfir Bollywood-hæðir

Hin rómantíska skáldsaga Emily Bronte, Fýkur yfir hæðir, verður innan tíðar viðfangsefni Bollywood-söngvamyndar en Bollywood er hin indverska hliðstæða ameríska Hollywood og hefur indverska kvikmyndaiðnaðinum vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár.

Þjóðþekktir einstaklingar tilnefndir í framboð Ástþórs

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar boðað til þingframboðs í næstu kosningum. Ekki er um hefðbundið framboð að ræða því ætlunin er sú að kosið verði á milli einstaklingana sem mynda listann en ekki sjálfan flokkinn. Hægt er að tilnefna einstaklinga á heimasíðu hreyfingarinnar. 19 tilnefningar eru komnar og má þar sjá nokkra þekkta einstaklinga.

Íslandsvinur sakaður um framhjáhald

Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára.

Dr. Spock í spinning

Þeir Óttarr Proppé og Finni í Dr. Spock stigu í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð þegar þeir kynntu sér aðstæður fyrir útgáfutónleika sína í Sporthúsinu. Gillzenegger skipuleggur giggið með þeim.

Þakklátur landi og þjóð

„Það virtist vera sama hvað gekk á, Ernesto sagðist hvergi annars staðar vilja vera,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, starfsmannastjóri BM Vallár – Smellinn um Ernesto Riberio sem starfaði hjá fyrirtækinu um árabil. Ernesto hóf störf hjá Smellinn á Akranesi í apríl 2005, en þegar kreppan skall á og fækka þurfti starfsmönnum þurfti hann frá að hverfa. Síðastliðinn mánudag fór hann aftur til síns heimalands, Portúgal, en áður en hann fór setti hann auglýsingu í Póstinn á Akranesi þar sem hann þakkar vinnustaðnum, Akranesi, landi og þjóð fyrir sig.

Íslenskur listamaður sýnir í Hollandi

Arnór Bieltvedt heldur einkasýningu á málverkum sínum í Galerie Beeldkracht í borginni Scheemda, Hollandi. Galerie Beeldkracht hefur einkarétt á sýningum og sölu á list Arnórs í Evrópu.

Baráttukveðjur í Smáralindinni

Á laugardaginn verða haldnir skemmtilegir tónleikar í Smáralindinni undir yfirskriftinni Baráttukveðjur, en þar koma fram landsþekktar hljómsveitir á borð við Mammút og Agent Fresco.

Óbirtar Glitnisauglýsingar með Frímanni

Ragnar Hansson leikstjóri framleiddi átta sjónvarpsauglýsingar með lífskúnstnernum Frímanni Gunnarssyni fyrir Glitni. Á sama tíma og auglýsingarnar voru tilbúnar tók ríkið hinsvegar bankann yfir og flestir þekkja framhaldið. Auglýsingarnar hafa enn ekki verið birtar en Ragnar telur ekki útilokað að þær fari í loftið. Um er að ræða fjármálaráðgjöf Glitnis með hinum eina sanna Frímanni Gunnarssyni.

Rappari dýrkar Mörthu Stewart - myndband

Íslandsvinurinn og sjónvarpskonan Martha Stewart bauð rapparanum Snoop Dogg í sjónvarpsþáttinn sinn eftir að hann sendi henni tölvuskeyti þar sem hann segist dást að henni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandsbút.

Grinch er eins og stór rokksýning

Íslenska fyrirtækið Caoz kom að hönnun gervisins sem Stefán Karl Stefánsson notast við í leiksýningunni How the Grinch stole Christmas, eða Hvernig Trölli stal jólunum, eftir Dr. Seuss. Sýningin er nú sýnd fyrir fullu húsi í Baltimore. Sýningin hefur fengið frábæra dóma en leikarinn líkir umfanginu við stórt rokksjóv.

Einar kaupir einbýlishús

Einar Bárðarson hefur fest kaup á einbýlishús á stór-keflavíkursvæðinu eins og hann orðar það. Húsið er um 170 fermetrar og er staðsett í innri Njarðvík. Hannes Steindórsson fasteignasali fræga fólksins seldi Einari húsið, en keypti síðan sjálfur hús í sömu götu.

Páfagaukur á prozac

Páfagaukurinn Fred í Somerset á Englandi er kominn á þunglyndislyf eftir að eigandi hans dó.

Jólalögin byrja að óma á Létt Bylgjunni

Jólalögin byrja að óma á morgun á Létt Bylgjunni. Fyrst um sinn verða jólalögin leikin í bland við þá tónlist sem stöðin spilar alla jafna en þegar nær dregur jólum verða eingöngu leikin jólalög og ný íslensk tónlist.

Sjóðheitt krepputal - myndband

„Merkilegar staðreyndir komu fram í þættinum og málstaðurinn er góður, snertir þig og mig," svarar Ásdís Olsen þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni ÍNN aðspurð út í heitar umræður í síðasta þætti.

Bandarískur veðurfréttamaður heldur vart vatni yfir Íslandi

Tveir síðustu þættir The Today Show, vinsælasta morgunsjónvarpsþáttar Bandaríkanna, voru sendir út frá Íslandi. Einn frægasti veðurfréttamaður Bandaríkjanna, Al Roker, er á landinu til að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga, og sendi í gær út frá Gullfossi, en í morgun var þátturinn sendur út frá Bláa lóninu.

Ásdís hækkar í verði

Max blaðið sem Ásdís Rán sat fyrir í á dögunum sló öll sölumet í Búlgaríu. Þessar ánægjulegu fréttir færðu útgefendur blaðsins Ásdísi í gær. Ásdís bloggar um málið í dag og segir þetta afar jákvæða þróun mála. "Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir mig því nú hækkar verðið á mér töluvert fyrir næstu tökur sem ég er búin að plana fyrir næsta ár," segir Ásdís, en fjöldi blaða hafa sýnt því áhuga að fá hana á síður sínar.

Nýtt bréf frá Bjarna Harðarsyni

Eftir undangengna daga má telja næsta víst að bréf frá Bjarna Harðarsyni í ritstjórnarpósthólfum séu opnuð fljótt og örugglega. Bjarni hefur nú snúið aftur til fyrri starfa sem bóksali, og farinn að senda frá sér tilkynningar sem slíkur.

Spaugstofan leitar enn að Árna Mathiesen

Spaugstofumenn gerðu mikla leit að Árna Mathiesen fjármálaráðherra síðasta laugardag, en hafa enn ekki fundið hann. Sölvi Tryggvason er fundvísari en Spaugstofumenn, því Árni sat fyrir svörum hjá honum í Íslandi í dag í gær.

Íslendingar kjósa íslenska tónlist

Af 10 vinsælustu lögum Bylgjunnar, valin af hlustendum, eru 8 þeirra íslensk. Vísir spurði Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóra útvarpsstöðvarinnar hvað veldur? „Þetta hefur gerst áður og gerist stundum um þetta leiti þegar mikið af íslenskri tónlist kemur út. Það er mikið af góðri íslenskri tónlist sem er að koma út um þessar mundir og þá tónlist á heimsmælikvarða eins og Emilíana, Lay Low og allir hinir," svarar Jóhann.

Ekki er allt magurt fagurt

Mögru módelstúlkurnar fæla kaupendur frá þeim fatnaði sem þær auglýsa ef marka má nýja ástralska rannsókn.

Þingmenn fengu Gleðigjafann

Fjölmargir einstaklingar og hópar hafa undanfarið tekið til sinna ráða til að kljást við kreppuna. Allt frá því að gefa Færeyingum jólastjörnur, efna til borgarafunda og upp í að skipuleggja heila stórtónleika.

Ráðist að Lindsay Lohan í París - myndband

Leikkonan Lindsay Lohan og kærastan hennar Samantha Ronson voru staddar í París um helgina. Þegar kærusturnar mættu á veitingahúsið Cafe de Paris í gærkvöldi réðst óvænt að þeim meðlimur dýraverndunarsamstakanna PETA og gerði tilraun til að sturta hveiti yfir Lindsay.

Justin Timberlake í sundbol - myndband

Á meðfylgjandi má sjá Justin Timberlake ásamt fleiri dönsurum klæddan í sundbol og kvenmannsskó með söngkonunni Beyoncé Knowles gera tilraun til að dansa við nýja lagið hennar ,,Single ladies" eins og hún gerir í tónlistarmyndbandi við lagið.

Pétur Jóhann er sjónvarpsmaður ársins

Pétur Jóhann Sigfússon var í kvöld valinn Sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Kosið var í gegnum síma á meðan á útsendingunni stóð en áður höfðu fimm sjónvarpsmenn verið sigtaðir út í netkosningu á Vísi og með skoðannakönnum Capacent Gallup. Pétur Jóhann sigraði með yfirburðum og vegur þar mest væntanlega frammistaða hans í hlutverki Ólafs Ragnars í Dagvaktinni.

Dagvaktin fær Edduna

Dagvaktin, í leikstjórn Ragnars Bragasonar fékk Edduna í kvöld í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Dagvaktin hefur slegið í gegn hér á landi og þykir gefa Næturvaktinni lítið sem ekkert eftir. Það var leikstjórinn Ragnar sem tók á móti verðlaununum í kvöld en á meðal leikara má nefna Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson og Pétur Jóhann Sigfússon.

Áhorfendaverðlaun Eddunnar

Edduverðlaunin eru í kvöld og þar verða Vinsælasti sjónvarpsmaðurinn að mati áhorfenda valinn í símakosningu. Fimm eru tilnefndir en þeir voru valdir með netkosningu á Vísi og með skoðannakönnun Capacent Gallup. Fimm vinsælustu sjónvarpsmennirnir í ár eru:

Amy hittir eiginmanninn loksins á mánudaginn

Söngspíran Amy Winehouse fær loksins að hitta sinn heittelskaða Blake Fielder-Civil í fyrsta sinn í langan tíma á mánudaginn. Eiginmaðurinn, sem hefur glímt við fíkniefnin ekki síður en spúsan, fær að taka á móti gestum á meðferðarstofnuninni sem hann dvelur nú á en honum var sleppt úr fangelsi á dögunum.

1500 miðar eftir á tónleikana í Laugardalshöll

1500 hundruð miðar eru enn í boði á tónleika sem haldnir verða í Laugardalshöll klukkan átta í kvöld. Ókeypis er á tónleikana en fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan höllina á hádegi í dag þegar byrjað var að úthluta miðum. 5500 manns komast fyrir í Laugardalshöllinni en á meðal flytjenda í kvöld eru Bubbi Morthens, Ný dönsk, Ham og fleiri.

Vífill íhugar að hringja í Obama

„Þetta er sko sama númer. Þetta er bara Hvíta húsið," segir Vífill Atlason, þegar Vísir spyr hann að því hvort að hann sé búinn að redda sér símanúmerinu hjá Obama, verðandi Bandaríkjaforseta. Vífill segir þó að vel komi til greina að reyna að gúggla gemsann hjá Obama og slá á þráðinn.

Ásdís kosin fallegasta kona Búlgaríu

Fjölmiðlar í Búlgaríu hafa kosið Ásdísi rán fallegustu konu landsins. Þessu greinir hún frá á bloggi sínu í dag. Ásdís hefur slegið rækilega í gegn í Búlgaríu frá því hún flutti þangað í haust, eins og sést berlega á hinum titlinum sem hún hlaut. Það er „vinsælasta og mest umtalaða kona Búlgaríu" eins og hún orðar það á blogginu sínu.

Pissaðu á Gordon Brown

Landsmönnum gefst nú kost á því að bæði ganga yfir og pissa á Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. Vefverslunin Pix-1 hefur hafið sölu á áróðursmottum með myndum af þessum nýja erkióvini Íslands.

Ísland til sölu á Netinu

Tveir framtakssamir hugsjónamenn, þeir Friðgeir Torfi Ásgeirsson og Hafliði Sigfússon, hafa ákveðið að selja Ísland á Netinu og nota ágóðann af sölunni til að losa landið úr skuldafeninu.

Íslenskur Bond í kreppuútgáfu

Stikla fyrir nýja íslenska kreppuútgáfu Bond fer nú eins og eldur í sinu um netið. Myndin nefnist „The Fourth Cod War" og í takt við tíðarandann er hinn rammenski Bond ekkert góðmenni. Rússar eru í því hlutverki.

Sjá næstu 50 fréttir