Ekki endalaus hreindýr og piparkökur 29. nóvember 2008 05:00 Átak að detta í jólagírinn síðsumars Stefán Hilmarsson beitti aðferðafræði Björgvins Halldórssonar á jólaplötu sinni, Ein handa þér. Fyrsta jólaplata Stefáns Hilmarssonar er að koma út. Með henni má segja að Stefán sé kominn heilan hring því ferill hans hófst sem kunnugt er fyrir alvöru á „Jólahjólinu“ með Sniglabandinu 1987. Platan heitir Ein handa þér og með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson. „Ég fer ekkert í grafgötur með það að ég beiti svipaðri aðferðafræði og Björgvin hefur notað á sínum jólaplötum. Að finna lög sem ekki eru jólalög upprunalega en hafa samt þetta ákveðna „jóla-klang“ og gera þau að jólalögum. Ég hef gengið með þessa plötu í maganum í tvö ár og sankað að mér lögum sem uppfylla þessi skilyrði,“ segir Stefán. Öll lögin sem búið er að „jóla upp“ eru erlend, en íslensku textana gerði Stefán til helminga við aðra – „Þetta er hæfilega jólalegt, ekki alveg yfirkeyrt. Ég er ekki endalaust að syngja um hreindýr eða piparkökur,“ segir hann. Plötuna tók Stefán upp síðsumars og segir að það hafi verið svolítið átak að detta í jólagírinn. „Nei, ég var nú ekki með stúdíóið fullt af jólaskrauti, en ég sé það núna að það hefði ekki verið óvitlaus hugmynd að vera með jólaglögg.“ Stefán segir það ekki hafa heillað sig að sækja í þann sarp jólalaga sem fyrir er. „Það er svakalega lítil endurnýjun í þessu flokki tónlistar, kannski 50-60 lög sem ganga aftur og aftur. Mig langaði til að koma með ný innlegg og svo vonar maður að smátt og smátt festist eitthvað af þessu í sessi. Ég er gríðarlega ánægður með plötuna og hef staðið mig að því að hlusta á hana nokkrum sinnum eftir að hún var tilbúin. Það er algjör nýbreytni fyrir mig því vanalega hlusta ég aldrei á plöturnar mínar eftir að ég hef klárað að búa þær til.“ Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Fyrsta jólaplata Stefáns Hilmarssonar er að koma út. Með henni má segja að Stefán sé kominn heilan hring því ferill hans hófst sem kunnugt er fyrir alvöru á „Jólahjólinu“ með Sniglabandinu 1987. Platan heitir Ein handa þér og með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson. „Ég fer ekkert í grafgötur með það að ég beiti svipaðri aðferðafræði og Björgvin hefur notað á sínum jólaplötum. Að finna lög sem ekki eru jólalög upprunalega en hafa samt þetta ákveðna „jóla-klang“ og gera þau að jólalögum. Ég hef gengið með þessa plötu í maganum í tvö ár og sankað að mér lögum sem uppfylla þessi skilyrði,“ segir Stefán. Öll lögin sem búið er að „jóla upp“ eru erlend, en íslensku textana gerði Stefán til helminga við aðra – „Þetta er hæfilega jólalegt, ekki alveg yfirkeyrt. Ég er ekki endalaust að syngja um hreindýr eða piparkökur,“ segir hann. Plötuna tók Stefán upp síðsumars og segir að það hafi verið svolítið átak að detta í jólagírinn. „Nei, ég var nú ekki með stúdíóið fullt af jólaskrauti, en ég sé það núna að það hefði ekki verið óvitlaus hugmynd að vera með jólaglögg.“ Stefán segir það ekki hafa heillað sig að sækja í þann sarp jólalaga sem fyrir er. „Það er svakalega lítil endurnýjun í þessu flokki tónlistar, kannski 50-60 lög sem ganga aftur og aftur. Mig langaði til að koma með ný innlegg og svo vonar maður að smátt og smátt festist eitthvað af þessu í sessi. Ég er gríðarlega ánægður með plötuna og hef staðið mig að því að hlusta á hana nokkrum sinnum eftir að hún var tilbúin. Það er algjör nýbreytni fyrir mig því vanalega hlusta ég aldrei á plöturnar mínar eftir að ég hef klárað að búa þær til.“
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira