Lífið

Jacko semur

Kom sér undan flugferð Jackson samdi utan dómstólanna eins og hann hefur svo oft gert.
Kom sér undan flugferð Jackson samdi utan dómstólanna eins og hann hefur svo oft gert.

Það virðist vera frekar regla heldur en hitt að Michael Jackson semji utan réttarsala frekar en að þurfa að mæta þangað. Ókrýndur konungur poppsins hefur samið við arabíska sheikinn Khalifa vegna skuldar uppá fimm milljónir punda. „Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að koma ekki fyrir dómstóla og taka samkomlaginu,“ sagði talsmaður Jacko við fjölmiðla. Lögfræðingar hans höfðu áður sagt að Khalifa prins hefði eingöngu verið gjafmildur maður og að Jackson hefði litið á þessa peninga sem gjöf.

Khalifa sakaði tónlistarmanninn um að hafa brotið samkomulag við sig sem þeir hefðu gert. Það fól meðal annars í sér að skrifa ævisögu, semja plötu og setja upp söngleik. Auk þess hélt Khalifa því fram að hann hefði lánað Michael Jackson tæpar fimm milljónir punda. Þar að auki hefði Jackson fengið að búa í einni af höllum hans þegar níðingsmálið á hendur honum stóð sem hæst. Þar samdi poppstjarnan einmitt um málalok utan réttarsalarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.